7.8.2014 | 10:35
Hleypið ekki börnum einum á hátíðina
Forsvarsmenn Dalvíkurbyggðar hafa með bréfi í Dagskránna á Akureyri beðið foreldra að axla ábyrgð og senda ekki ólögráða börn ein á hátíðina. Sem betur fer taka margir foreldrar þá ábyrgð á sig og annað tveggja neita barninu um að fara eða fer með því. Ósjálfráða börn hafa ekkert ein að gera á föstudags- og laugardagskvöldið því þá er útihátíðarstemming.
Sorglegt, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að sjá unglinga veltast blindfull um götur bæjarins. Þau hafa ekki þroska né getu til að meðhöndla áfengi og því fer sem fer.
Sýnum samstöðu, verum með börnum okkar þessa helgi, látum ekki eins og okkur sé sama um þau. Sendið börn ekki ein á Fiskidagshelgina.
![]() |
Búast má við tugþúsundum á Dalvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.