4.6.2014 | 17:19
En við grunnskóla landsins?
Starfandi sálfræðingar bara tveir eða þrír. Vek athygli á fjölda sálfræðinga á Akureyri sem þjónusta grunnskólana. Ef þarf að forgangsraða þá er spurning hvernig sú forgangsröðun á að vera. Velti líka fyrir mér fjölmiðlum, þarf alþjóð að vita um allt sem gerist innan veggja fangelsanna. Held að við Íslendingar getum með sanni sagt að ekki fari illa um fanga á landinu.
Alræmdir fangar í Afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þyrfti að reka Pál Winkel, enda hefur hann sýnt það að hann hefur verið óhæfur sem forstjóri Fangelsismálastofnunar allar götur síðan hann fékk starfið óauglýst gegnum klíkuskap. Einnig mætti reka Erlu Kristínu Árnadóttur, sem heldur ekki er starfi sínu vaxin. Það væri langtum betra ef einhver af núverandi forstöðumönnum fangelsa yrði forstjóri stofnunarinnar.
Þegar búið er að losna við Pál Winkel, sem alltaf er til vandræða vegna hóprefsinganna sem hann lætur beita, verður ekki lengur þörf á fangelsissálfræðingum. Heldur ekki á fangelsisprestinum, sem gerir hvort eð er ekkert gagn.
Það þarf virkilega að hrista upp í þessu meingallaða kerfi. Sálfræðingar, sem eru á launum hjá stofnuninni eiga ekki að koma að reynslulausnum, heldur á að setja á fót nefnd sem er óháð. Einnig ætti að vera óháð kærunefnd, óháð opinberum stofnunum Innanríkisráðuneytinu, og sem vinnur skv. lögum um fullnustu refsinga.
Sigurjón (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.