Leita þarf víðar

Sú staða sem upp er komin kallar á aðgerðir sem margir óska sér ekki en verður samt að gera. Auglýsa á eftir læknum úr öðrum heimsálfum, fyrr en seinna. Færir læknar finnast víða um heim, við erum ekki í neinni sérstöðu að eiga góða lækna. Aðstaðan batnar ekki einn, tveir og þrír og stundum upplifi ég málefni LSH eins og baráttu fyrir nýjum spítala. Vera kann, að ekkert sé að því, hins vegar missum við af aðalatriðinu, skjólstæðingum. Margt er að á LSH, byggingar gamlar og viðhald sennilega af skornum skammti. 

Hef starfað í heilbrigðisgeiranum í áratugi og man aldrei eftir öðru en sá geiri hafi verið og sé fjárvana, alveg sama hvernig árar í þjóðarbúskapnum.

Lýðurinn þarf að aðlagast breyttum aðstæðum. Nú tekur lengri tíma til að fá tíma hjá heimilislækni, komast að hjá sumum sérfræðingum og leggjast inn á sjúkrahús.

 


mbl.is Neyðarplan vegna læknaskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband