8.8.2013 | 11:25
Bæta þarf stöðu forsjárforeldra án lögheimilis
Enn ein birtingarmynd óréttlætisins sem felst í sameiginlegri forsjá. Víða pottur brotinn í þeim málum. Má þar nefna barnabætur, tvöfalt lögheimili, meðlagsgreiðslur o.fl. o.fl. Skil ekki af hverju konur rísa ekki upp á afturfæturna og mótmæla þessu óréttlæti, sem í flestum tilfellum beinist gegn feðrum barnanna. Konur eru mæður manna sem lenda oft illa út úr skilnaði, fara jafnvel á barns og barátta þeirra nýtur oftar en ekki stuðnings. Kerfið hefur og er kannski enn mæðravænt, því miður.
Feður sem greiða meðlög eru verst staddir í þessu samfélagi og einhverra hluta vegna virðist lítill áhuga til að bæta stöðu þeirra. Faðir sem greiðir 2 til 3 meðlög, greiðir rúm 50-76.000 krónur á mánuði án þess að fá nokkuð á móti. Auk þess er faðir með börn t.d. aðra hvora helgi og oft 4-6 vikur yfir sumartímann sem þeir standa straum af. Full meðlög greidd samtímis. Faðir leigir íbúð, sem dæmi, á 130.000 þúsund auk annarra útgjalda. Það sjá allir að slíkur faðir getur illa komið undir sig fótunum, nema hann sé mjög vel launaður. Tímabært að meðlag sé frádráttarbært frá sköttum. Ég undrast ekki meðlagsskuldir margra.
![]() |
Faðirinn hafði betur gegn bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skil ekki af hverju konur rísa ekki upp á afturfæturna og mótmæla þessu óréttlæti, sem í flestum tilfellum beinist gegn feðrum barnanna.
Ástæðan fyrir því að mæðurnar mótmæla þessu ekki er feitletruð.
Það hentar þeim nefninlega prýðilega að geta kúgað barnsföðurinn.
Algengt er tildæmis að herma upp á hann skyldu til að standa undir ýmsum útgjöldum, jafnvel þó að einstæð móðir geti verið að hafa allt að 150.000 í vasann á mánuði fyrir að sjá um svoleiðis. Þá gæti hún líka bara viljað eyða því í sjálfa sig.
Þetta eru ekki ímynduð eða tilbúin dæmi sem hér er ýjað að, heldur raunveruleg og tölurnar eru útreiknaðar.
Meðlag er ólöglegt mannréttindabrot, þar sem lögin um innheimtustofnun sveitarfélaga brjóta gegn stjórnarskrárkveðnu banni um mismunum á grundvelli kynferðis, með því að nefna karlmenn ("feður") sérstaklega og veita þeim sérmeðferð. Svona svipað og ef það væru lög í gildi sem segðu að "allir sem eru með brjóst þurfa að borga hærri skatta".
Það er engin skortur á kvenréttindum á Íslandi. Hinsvegar eigum við langt í land í raunverulegum jafnréttismálum.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2013 kl. 13:19
Þetta eru greinilega ábyrgir og heilbrigðir fyrirmyndar foreldrar, sem fjallað er um í fréttinni.
Því miður gleymist réttur barna of oft í skilnaðar-málum. Ef foreldrarnir eru ekki það viti bornir, ábyrgir og heilbrigðir, að sameinast þó um velferð barnsins umfram eigin þarfir, þá bitnar það á réttindum barnanna til að umgangast og virða báða foreldra og ættingja.
Það hefur enginn rétt til að brjóta á réttindum barna til að umgangast, þekkja, og virða sína foreldra og nánustu ættingja. Kerfið er byggt upp á þann hátt, að börnin líða oft fyrir brenglun kerfisins.
Undarlegt að sumar konur skuli virkilega vilja beita sama ofbeldi á karlmenn, eins og sumir karlmenn beittu konur hér áður fyrr. Og láta svo blint/sjúkt hatur bitna á réttindum saklausra barna.
Það er langt í land að ná mannréttindum/jafnréttindum á Íslandi og víðar. Opinbera og rándýra áróðurs-kerfið er réttinda-hindrun og samfélags-mein.
Börnin líða mest fyrir sjúklega/blinda græðgi sumra, og kerfis-spillinguna sem kyndir undir óréttlætið. Mörg börn eiga sér enga öfluga og hlutlausa verjendur í kerfinu, og hafa eðlilega ekki sjálfræðis-rétt frá kerfinu, til að berjast sjálf fyrir réttindum sínum.
Það er ekki hlustað á börn með varnarlítið bakland, og sumum börnum eru stundum gerðar upp skoðanir, með leiðandi spurningum opinberra starfsmanna og annarra, sem ekki þurfa að mæta í réttarhöld, né fyrir dómstólum með sín vinnubrögð.
Svona er þetta því miður í of mörgum tilfellum, en sem betur fer ekki í öllum tilfellum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 16:01
Bankar eru auðvitað bara viðbjóður
Gístli (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 17:50
Athyglisvert
Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 8.8.2013 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.