29.7.2013 | 22:42
Arðgreiðsla VSV
Það eru gleðifréttir fyrir þá sem hagnast af fyrirtækinu VSV. Það eru ekki gleðifréttir fyrir þá sem eiga auðlindina, fiskinn í kringum miðinn, þjóðina. Forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækja kvarta og kveina þegar greiða á sanngjarnt gjald fyrir fiskinn, til þjóðar sem á í hremmingum. Rætt er um að ekki sé hægt að fjárfesta, allt úreldist og engin þróun. Eigendur eru ekki tilbúnir að fjárfesta sjálfir en ætlast til að þjóðin láti eftir sanngjarnt gjald til að þeir geti fjárfest í eigin fyrirtæki. Tvískinnungsháttur! Að sjávarútvegsráðherra hafi ekki haft dug til að breyta áðursettum lögum þannig að þau yrðu lagtæk er slæmt. Hann vonandi sér að sér þegar þing kemur saman að nýju. Það verður að leiða svona útgerðarhjal hjá sér.
Ég vona svo sannarlega að ríkisstjórnin vakni upp fyrr en seinna og sjái að svona gangi ekki málin fyrir sig á eyrinni. Þeir verða að leggja sanngjarnt gjald á, taka málið upp að nýju, hafa hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Von mín er veik...en hún er þarna.
Athugasemdir
þessi Nýja Ríkisstjórn lofaði hinum Vinnandi manni bættum kjörum,en dæmið snérist við þegar þeir komust til Valda.þá mundu þeir alt í einu eftir að þeir sem áttu nóg þeim vantaði meira.Nei þetta er sama svikastjórn og sú sem var að lýða undir lok..
Vilhjálmur Stefánsson, 29.7.2013 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.