Lífeyrissjóðir-sameining

Í fréttum kom fram að sameina ætti lífeyriskerfi Íslendinga. Ekki er þó verið að tala um sameiningu eftir því sem Guðmundur Guðmundsson (fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins) segir á bloggi sínu, því slíkt kosti of mikið. Það hefði í för með sér lækkun útborgana hjá einhverjum. Nú er ég veit ekki hvað margir lífeyrissjóðir reknir, með framkvæmdastjóra, með stjórn og starfsmönnum. Svo eru samtök lífeyrissjóða með framkvæmdastjóra, stjórn o.fl. Get sannast sagna ekki talið þetta allt um. Eigni sjóðanna, húsnæðiskostnaður, viðhald o.fl. Held að allir helstu þættir séu komnir. Nú er spurning, sparast ekki eitthvað við slíka sameiningu? Mér finnst vanta vilja forsvarsmanna lífeyrissjóðanna til að taka á þessum þáttum. Oft ríkja litlir kóngar í ríki sínu sem ekki má hreyfa við, sömu sögu er að segja innan verkalýðsfélaganna, allt kostar þetta og almúginn borgar.

Kveðja, Helga Dögg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband