Það kemur engum á óvart...Kristján Þór!

Ekki koma þessi skrif Kristjáns Þórs Júlíussonar á óvart. Af hverju komu þau ekki fyrr, hefur lengi legið fyrir að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn lofuðu heilbrigðisstéttum hærri launum í takt við launagreiðslur hjúkrunarfræðinga. Nú er ljóst, ekkert verður af þeim frekar en mörgu öðrum sem nauðsynlegt er innan kerfisins.

Þjóðarsátt segir Kristján Þór, er maðurinn ekki að grínast? Barðist hann gegn lækkun veiðigjaldsins fyrir auðlindir okkar, ekki heyrði ég það, en þið? Heldur hann og aðrir sjálfstæðismenn að almúginn séu hálfvitar, hallast helst að því. Kristján leikur klókan stjórnmálamann, setja málið í hendur þjóðarinnar með óbeinum hætti.   

Við gerum okkur grein fyrir að sparnaður og auknar tekjur verða að koma inn í kerfið ef ekki á að ganga af því dauðu. Kannski er lag að lækka styrki til bænda og samtaka þeirra og setja þá inn í heilbrigðiskerfið. Bændur ætti og þurfa að standa á eigin fótum rétt eins og aðrar iðnaðargreinar. Peningarnir eru ekki gripnir úr lausu lofti, stóra heimilið, lýðurinn í landinu þarf að greiða þetta allt saman. Sparnaður, hækkaðir skattar...kemur í ljós á næstu mánuðum.

 


mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"Heldur hann og aðrir sjálfstæðismenn að almúginn séu hálfvitar" - nei, hann heldur ekkert um það - hann veit það eins og kom í ljós í síðustu kostningum - sérstaklega varðandi xB - xD eru ekki svo slæmir

Rafn Guðmundsson, 11.7.2013 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband