10.7.2013 | 08:26
Forsetinn og forsætisráðherrann
Þeir eru samstíga og sammála þessir ágætu herrar. Ekki kom ákvörðun Ólafs Ragnars á óvart, rökstuðningurinn var eins og við var að búast. Langlokan þvílík að fáir skildu um hvað málið var, gróft sagt.
Forsætisráðherrann var í viðtali í morgun. Hann gaf í skyn að fjöldi undirskrifta, gegn lækkun veiðigjaldsins, væru vegna fréttaflutnings frekar en að fólk vildi skrifa undir. Þannig mátti túlka orð hans. Sigmundur virðist hissa á sjálfstæðum vilja þegna sinna, sér í lagi þegar hann beinist gegn stjórn hans. Sigmundi svipar til Ögmundur Jónassonar, talar 5000 orð um það sem segja má í 500 orðum. Að lokum veit enginn hvert upphafið var. Galli að mínu mati og hrekur mig frá að hlusta á viðkomandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.