Handvömm á Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Ekki er öll vitleysan eins. Kastljós þáttur gærkvöldsins verkur mann til umhugsunar. Baráttuvilji móðurinnar er með ólíkindum. Ekki er hægt að segja það sama um Landlækni eða yfirlækni Heilbrigðisstofnunarinnar Sá síðarnefndi hikar ekki við skjalafals til að fegra þátt starfsmanna sinna og sá fyrrnefndi tekur ekki á málinu eins og viðeigandi er. Hvað er til ráða, lögsækja báða aðila. Landlæknir brást eftirlitsskyldu sinni og fyrir það á hann að standa skil. 

Hef löngum sagt að heilbrigðisstarfsmenn þurfa lágmarksþjálfun til að vera hæfir. Velti fyrir mér hvort hægt sé að segja það um fagfólk fæðingardeildarinnar á stofnuninni. Er reynsla nægileg fyrir slíkt atvik. Er ekki tímabært að efla fæðingardeildina á LSH og gera henni kleift að taka við fleiri konum inn til fæðingar, s.s. eins og frá nágrannasveitarfélögunum. Nota má þær hundruð miljónir sem í þær deildir fara til að efla LSH-deildina. 

Mörgum konum kann að þykja þetta undarlegt og að réttur þeirra sé að fæða í heimabyggð eða sem næst henni. Nei segi ég, samfélagið hefur ekki efni á að halda úti fæðingardeildum á smáum stöðum. Meðaltal fæðinga segir að hver kona þurfi á fæðingardeild 2-3 sinnum og ekki vorkunnar þörf þó um langan veg sé að fara. Hvað með konur sem búa t.d. á Siglufirði, á Þórshöfn, í Vík í Mýrdal svo ekki sé talað um Grímsey. Konur sem búa svo fjarri fæðingardeildum gera viðeigandi ráðstafanir.  

Kveð á laugardagsmorgni...Helga Dögg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband