Mun hærra en kennaralaun

Að loknu sveinsprófi eru laun flugvirkja 313. 000 krónur. Tek undir með flugvirkjum engin ósköp ef engin eru viðmiðin.

Langar að benda á að nýútskrifaður grunnskólakennari með meistaragráðu, eldri en 45 ára fær innan við 310.000 í laun á mánuði. Hann mun aldrei ná þeim launum sem flugvirki getur náð samkvæmt fréttinni, tæpum 400 þúsundum.

Hvort stéttin eigi samúð í kjarabaráttu sinni á tímum efnahagsþrenginga veit ég ekki, hitt veit ég að engin stétt væri sátt með verulega skatthækkun til að kennarar, sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar og aðrar stéttir sem vinna hjá ríki og bæ sæktu sína kjarabætur. Þessir vinnuveitendur geta ekki sótt fjármagn annað en til skattgreiðenda.


mbl.is Segir laun flugvirkja ýkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki það að ég geri lítið úr launum kennara eða þeirra menntun þá er ekki hægt að bera saman jafn ábyrgðar mikið starf og flugvirkinn er og kennarann, ... ég er hins vega alveg á því máli að kennarar ættu sannarlega að vera með hærri laun að sjálfsögðu og við ættum að vera fegin að vera með fólk með metnað og ástríðu í kennarastarfinu... ég tek ofan fyrir kennurunum en styð flugvirkjana heilshugar í sinni launabaráttu... þetta ættu allir að gera, krefjast leiðréttingar á launum sínum, þó það væri ekki nema að mótmæla, því ekkert hefur verið gert fyrir stóran hluta þjóðarinnar í þessu kreppuhavaríi öllu saman....

Heihó (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:36

2 identicon

já og taka má  kannski inn í þetta... helgarfrí kennara sem flugvirkjar hafa ekki... sumarfrí sem er lengra enn gengur og gerist hjá öðrum... jólafrí og hátíðardagafrí...engin kvöld eða næturvinna...

sumir velja kennara og fríin sem þeim fylgja    meðan aðrir velja ábyrgðarmeiri störf og meira áreiti... það er ekki hægt að bera svona saman... 

heihó (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:10

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég dáist að þeim sem gefa sig í að stunda kennarastörf, því varla finnst starf með meira áreiti. En varðandi flugvirkja þá eru þeir eftir því sem ég best veit búnir að kosta sitt nám að langmestu leit sjálfir, meðan kennarar eru flestir menntaðir á kostnað okkar skattborgara að langmestu leiti. Flugvirkjar læra sína iðn erlendis og hafa greitt skólagjöldin úr eigin vasa, þó nú síðustu misseri sé víst farið að kenna þetta hjá Keili að Ásbrú.

Gísli Sigurðsson, 27.3.2010 kl. 19:26

4 identicon

illa orðað hjá mér.. að sjálfsögðu er hámarksáreiti í kennarastarfinu og þeir eiga sko alveg skilið góð frí inn á milli... dont get me wrong ;)

það er þannig í mörgu náminu að fólk kosti sitt nám sjálfir... ég vil kannski ekki blanda því saman við laun flugvirkja þegar á botninn er hvolft... ég vil meira miða á vinnu á bak við launin eða öllu heldur tekjurnar... fólk verður að skoða það aðeins líka... fólk í yfirvinnu-vinnum er að selja sinn tíma frá fjölskyldun eða öðru... fólk getur allstaðar unnið aukavinnu með sínum vinnum og hámarkað þannig tekjurnar... flugvirkjar geta gert það á einum og sama staðnum... og fá örugglega aðeins betri tölu á launaseðlinn sinn í staðinn...  grunnlaunahækkun á ekki vera tengd því hversu duglegir þeir eru að vinna aukavinnu!

Heihó (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 19:43

5 Smámynd: Hamarinn

Heihó.

Ég mundi nú halda að ábyrgð kennarans væri MEIRI en flugvirkjans. Engin verður flugvirki án kennara er  það? Svo er þetta endalausa bull um fríin hjá kennurum. Það er löngu búið að breyta því, kennararnir eru búnir að vinna fyrir því yfir veturinn.

Helgarfrí sem flugvirkjar hafa ekki. Hvers konar bull er þetta í þér, þá fá þeir bara frí á öðrum timum.

Það eru lög í landinu um hvíldartíma, og væntanlega þurfa flugvirkjar að fara eftir þeim, annars eru þeir lögbrjótar.

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 21:26

6 identicon

Höldum því líka til haga að þrátt fyrir sumarfrí og allt það, þá er heildarvinnustundafjöldi kennara yfir árið sá sami og hjá öðrum launþegum. Fullyrðingar um enga kvöldvinnu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum því það veit sá sem hefur sinnt kennslu að yfirferð verkefna og undirbúningur fyrir kennslu á sér að miklum hluta stað á kvöldin og um helgar. Það er miklu meiri vinna sem felst í því að vera kennari, en bara það að vera með bekk í kennslustund.

Annað sem við skulum halda til haga, að samningar flugvirkja taka tillit til vaktavinnu, að gengið sé á helgarfrí og allskonar svoleiðis. Það er eftir að tekið hefur verið tillit til þessara hluta sem þeir komast upp í 600 þúsundin. 310-400 þúsundkallinn er bara fyrir dagvinnu.

Valdís (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:49

7 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Heihó!

Laun miðast alltaf við 100% starfshlutfall og bakvið það eru jafnmargir tímar hjá öllum, líka kennurum og flugvirkjum!

Eysteinn Þór Kristinsson, 27.3.2010 kl. 22:59

8 Smámynd: Heimalingur

Hér er slóð inn á heimasíðu Flugvirkjafélagsins sem formaður félagsins setti inn tilkynningu til að leiðrétta þann misskilning á launakröfum sem félagið hefur staðið í.

http://www.flug.is/felagid/frettir/safn/nr/971

Heimalingur, 28.3.2010 kl. 08:41

9 identicon

Eysteinn... akkúrat... þeir eru þá sennilega með svipuð laun fyrir sína vinnu... nema flugvirkjar eru í aukavinnu sem hækka tekjurnar þeirra þegar tækifæri gefst... og sem þeir nóta bene geta ekki stólað á í sinni launainnkomu...

móðir mín er kennari við grunnskóla í borginni... ég veit alveg hvernig hennar vinna er... og hvernig sumarfríin eru og hátíðardagarnir... hef ekki tekið eftir því að hún skili 60 tímum á viku til að vinna sér inn sumarfríið og hátíðardagafríin kringum jól og páska...  sem betur fer segi ég... hitt væri oj! er ekki tímum í vinnuskyldunni sem eru ætlaði til að nota til að yfirfara heimalærdóm... það væri eitthvað sem hægt væri að nota þá í næstu kjarabaráttu... uss svona á ekki að koma fram við fólk og fólk á ekki að láta koma svona fram við sig... áfram kennarar í næstu launabaráttu sinni...  

kennarar eiga það sko skilið að vera í góðum fríium á milli...  dáist af þessari stétt og metnaði sem það leggur í vinnuna sína.. vildi að ég gæti einhvað gert fyrir þá sjálf en það er undir viðkomandi stéttum komið að berjast fyrir sínum launum... og ég styð þá heilshugar þegar þeir fara í kjarabaráttu og verkfall þó svo að ég sitji með börnin mín heima dag eftir dag,eða viku eftir viku án þess að komast sjálf til vinnu... og kennarinn er að sjálfsögðu ábyrgðarmikið starf... ég er ekkert að draga úr því, mér sýnist ekki vera mikið á milli grunnlauna flugvirkja og kennara miðað við þessar tölur sem komið hafa fram..

Hamar hin reiði... slakaðu aðeins á... lögin í landinu um hvíldartíma gæti fólk selt fyrir aukavinnu sem hækka TEKJURNAR,  launin eru þau sömu í gegnum samið kjaratímabil ... það getur kennari gert líka, unnið aukavinnu ef hann kýs... flugvirki sem gerir það ekki fær sömu laun og hann... mega kennarar þá ekki berjast fyrir sínum launum heldur... 

bullandi eða ekki... þú lest samt það sem ég skrifa og kommenterar á það... slepptu því þá ef ég er svona mikill bullari ;)

svarti sauðurinn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 10:42

10 Smámynd: Hamarinn

Þetta snýst ekki um það hvort við styðjum kjarabaráttu flugvirkja. Það er einungis verið að biðja þá um að birta samninga sína , svo að hægt sé að athuga hvort þeir fari með rétt mál, sem ég dreg mjög í efa, því þá væru þeir búnir að birta samningana.

Heimalingur.

Þessi slóð inn á heimasíðu FVFÍ segir okkur ekkert, það eru engin gögn birt sem styðja fullyrðingar þessa manns, meðan svo er þá segi ég að hann sé að fela eitthvað.

Málið er algerlega í höndum FVFÍ, þora þeir að birta samninginn eða ekki?

Hamarinn, 28.3.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband