23.5.2024 | 09:01
Arnar þór næsti forseti Íslands
Í þessu viðtali fjalla hjónin um þá þöggun sem hefur ríkt í samfélaginu. Hrafnhildur talar um að fólk þori hvorki að setja þumalinn upp né hjarta á færslur þó þeim hugnist það. Fólk óttast viðbrögð annarra.
Málflutningur Arnar hugnast mörgum. Hann talar um tjáningarfrelsið sem er mikilvægt í hverju samfélagi. Arnar hefur talað um málskotsréttinn sem er hverri þjóð mikilvægur ventill. Arnar hefur talað um að sá réttur verður ekki notaður í tíma og ótíma, en notaður sé þess þörf.
Einn sagði í athugasemdarkerfinu: ,, Forseti íslands stóð með Bretum í þorskastríðinu sem fræðimaður, þeir sem geta ekki staðið með fámennri þjóð í stríði við stórþjóðir um auðlindir eins og landhelgi, víðáttur, vatn, orku og aðrar nauðsynjar ættu að vera à eigin framfæri. Arnar Þór er ekki feiminn að láta það í ljós að hann standi með þjóðinni þegar þessir málaflokkar eru annars vegar.
Einar Scheving segir réttilega, ,, Í guðanna bænum ekki láta illgirni fárra einstaklinga hafa áhrif á skoðanir ykkar á Arnari eða í raun hverjum öðrum. Ef fólk vill puntudúkku á Bessastaði, þá er best að leita annað, en ef fólk vill að Forseti geti veitt spilltum ríkisstjórnum aðhald í veigamiklum málum - ekki síst varðandi afsal ákvarðana til keyptra alþjóðastofnanna - þá er Arnar góður kostur. Ótrúlegt að sjá fámennan hóp reyna að rýra mannorð og skoðanir Arnars Þórs.
Hér má hlusta á brot úr kappræðum á Stöð 2 þar sem Arnar stóð sig vel.
Treystum Arnari Þór, kjósum hann á Bessastaði fyrir land og þjóð. Hér má lesa um framboðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)