Brennimerktu, uppnefndu eða stimpluðu börnin, kvár, stálp og hán

Enginn vill uppnefna eða brennimerkja börn. Börnin sem hafa fengið brennimerkingu eða uppnefningar eiga oft erfitt uppdráttar í skólakerfinu. Brennimerki eða uppnefni er að mati bloggara t.d. feitur, blaðurskjóða, mjóna, frík, frekja, ógeð, fáviti, kvár, stálp, hán o.s.frv. Oft eru það börnin sjálf sem brennimerkja önnur börn en fullorðnir hafa látið til sín taka á því sviði síðasta árið og það í tengslum við trans-hugmyndafræðina.

Í skólakerfinu, leik- og grunnskóla, eru börn sem trans Samtökunum 78, finnst vert að uppnefna eða brennimerkja. Þau leggja meira að segja áherslu á það. Alveg í takt við systursamtök víða um heim. Sennilega er það ekki markmið þeirra að brennimerkja þessi börn en upplifun bloggara er eins og um brennimerkingu eða uppnefni sé að ræða. Að mati bloggara á enginn að nota þessi orð um börn sem lýsir þeim sem eitthvað öðruvísi en önnur börn. Setur börn sem síst þurfa á því að halda í sviðsljósið. Sorglegast í þessu öllu, að mati bloggara, er hlutverk kennara! Þeir af öllum kenna örðum börnum að stimpla einstaka barn í skólakerfinu. Með uppnefningu eða brennimerkingu gera þau börnin öðruvísi en hin, sem þau eru ekki, þeim líður bara öðruvísi í eigin skinni en hinum börnunum. Ekkert sem réttlætir brennimerkingu á þau.

Í sumum kennslustofum, hjá börnum niður á yngsta stig, má sjá þessum orðum flaggað eins og bóndi sem flaggar brennimerkinga græju sinni. Sorglegt að kennarar búi ekki yfir meiri skynsemi en þetta.

Með því að nota tungumál trans samtaka brennimerkjum við börnum. Kennarar taka þátt í þessu. Meira að segja margir kennarar á Dalvík og Akureyri finnst mikilvægt að börnin séu brennimerkt. Þeir líða ekki aðrar skoðanir, hvað þá að þær mega heyrast.

Sennilega má finna kennarar víðar um land sem nota þessar brennimerkingar og kenna þær, jafnvel í andstöðu við foreldra. Kennarasamband Íslands er líka þessarar skoðunar, merkilegt nokk. Formaður KÍ hefur sýnt hug samtakana í verki, brennimerkjum börnin sem líður illa í eigin skinni. Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir sömuleiðis. Ræðum það ekki, þöggum trans-málaflokkinn.

Bloggari hefur þá trú, eftir lestur greina fræðimanna, að börnum sem líður illa í eigin skinni frá barnsaldri kalli ekki eftir svona brennimerkingu á meðan þau sem ákvaða þetta á kynþroskaskeiðinu líta á þetta sem ,,kúl“ og ,,flott“.

Finnski prófessorinn og doktorinn Riittakerttu Kaltiala hefur ítrekað skrifað um hve slæmt það sé að brennimerkja börn sem líður illa í eigin skinni. Aðrir fræðimenn á Norðurlöndunum og á Bretlandi hafa tekið í sama streng. Menn benda á að sérstök fornöfn séu ekki æskileg fyrir þessi börn. Þeim líður nógu illa þannig að brennimerking gerir þeim ógagn frekar en gagn. Doktorinn bendir réttilega á að séu börn kölluð þessu sérfornöfnum, sem trans hreyfingar hafa búið til, eigi þau erfiðara með að snúa til baka en ella. Þeim finnst þau föst. Það er nefnilega þannig að sum börnin eru bara að prófa sig áfram, sem er í góðu lagi, en þá á fullorðna fólkið ekki að brennimerkja þau á prufutímanum eins og víða er gert.

Sætti barn sig ekki við að fornöfnin hann eða hún sé notað um sig ber að nota nafn barnsins. Langflest af þessum börnum glíma við aðra andlega sjúkdóma og því er brennimerking af þessum toga íþyngjandi fyrir þau. Allir sem vinna með börnum eiga að forðast notkun orða sem brennimerkja börn eins og hvert annað dýr í eigu bónda.

Danska regbogaráðið hefur líka bent á að þessi brennimerking er engum til sóma og telja hana slæma á sömu foresendum og Dr. Riittakerttu Kaltiala og fleiri.


Bloggfærslur 9. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband