Foreldrar sem viðurkenna ekki að barn sé fætt í öðrum líkama þurfa aðstoð

Foreldrar í Noregi hafa barist fyrir að foreldrar sem standa með barn sem segist hitt kynið fái áheyrn. Það hefur vantað og allt púður langt í barnið. Nú hefur Ríkisspítalinn í Noregi sagt að þeir muni huga að foreldrum sem eru oft í mikilli sálrænni kreppu og áfalli. Grein um málið hér.

Foreldrar gráta í símann, þau eru óttaslegin og spyrja hvert þau geta leitað. Þau eru hrædd um það sem hendir börnin þeirra og finnst þau útilokuð frá meðferðaraðilum.

skrifaði um málið, en hún segir:

Málið er tvíþætt fyrir okkur í foreldrafélaginu Genid. Við erum afskaplega ánægð með að sjónarhorn foreldra kemur fram í dagsljósið og að Ríkisspítalinn gefi loforð um að hugað verði að foreldrum barna sem upplifir sig sem annað kyn. Það er gott.

Á hinn bóginn er foreldrahópurinn áhyggjufullur af að hitta ráðgjafa sem einhliða viðurkennir tilfinningar barnsins. Þar liggur baráttan og mun liggja; tvenns konar upplifanir af veruleikanum sem rekast á.

Við Genid trúum því að enginn sé fæddur í röngum líkama á meðan meðferðaraðilar ganga út frá að það finnist einstaklingar sem fæðast í röngum líkama og það sé þeirra vinna að opna fyrir réttum einstaklingi.

Við erum því spennt að vita um sjónarhorn og skilningi á raunveruleikanum verði virt, en það á eftir að koma í ljós.

Við erum í það minnsta bjartsýn á að við séum komin skrefinu lengra í þessari hörðu umræðu. Sjónarmið aðstandenda er komið á dagskrá eitthvað sem við hjá Genid  höfum unnið að í mörg ár. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að breyta menningunni og meðferðarnálguninni þannig að skilningur okkar á raunveruleikanum heyrist.

Við gefumst ekki upp.

Hér má lesa átakanlega grein um móður sem barðist við kerfið. Hún var meðhöndluð sem hvert annað úrhrak ef satt skal segja.


Bloggfærslur 21. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband