Arabískir drengir eru aldir upp sem litlir konungar, seinni hluti

Verkefni á móðurmálinu

Jalal El Derbas telur að móðurmálsnám skipti ekki máli fyrir nemendur af öðru þjóðerni. Hann viðurkennir að tungumál sé mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir sjálfsmyndina og sálfræðilega séð er gott að hafa móðurmálið fyrir skólann og lífið, en nemendur notuðu ekki arabísku í skólastarfinu. Það tengdist ekki náminu þegar þeir töluð arabísku.

Kannski er rétt að nemendur með útlenskan bakgrunn séu látin skila verkefnum á dönsku og arabísku og ættu að lesa eigið móðurmál. Þá myndu þeir nota móðurmálið í eitthvað jákvætt og skynsamlegt.

Í doktorsritgerð sinni vísar Jalal til fyrri rannsókna sem hafa bent á lausnir í móðurmálskennslu. Hann segir rannsóknir sínar benda til að vandinn snúist ekki bara um tungumálið. Það er flóknara mál að bæta fagmennsku tvítyngdra en að banna eða efla móðurmálið í kennslu.

Fram til 2002 var móðurmálskennsla í dönskum grunnskólum. Ríkisstjórnin stoppaði fjárhagslegan stuðning sinn til verkefnisins og þá hættu mörg sveitarfélög að bjóða upp á móðurmálskennslu. Tvítyngdir nemendur hafa staðið sig illa í könnunum fyrir 2002 og eftir 2010. Það er engan mun að sjá þar. Þetta sýnst um félagsleg vandamál, uppeldi og t.d. að komið sé fram við kynin á ólíka hátt. Arabískir drengir eru aldir upp sem litlir konungar. Þetta skapar vandamál og er gróðrarstía fyrir slæma hegðun og agaleysi. Þannig hjálpar maður ekki börnum sínum.

Bjóðið foreldrunum

Jalal El Derbas leggur til að foreldrum sé boðið inn í grunnskólann.  

Það myndi enginn sætta sig við að nemendur tali um eða við kennara sína á þennan hátt, sómalska nemendur og stúlkur eins og þessir drengjum dettur í hug að gera. Foreldrarnir myndu bregðast við. Í arabískri menningu ber maður virðingu fyrir kennara sínum og það stendur hvergi að kennari eigi að líta út á ákveðinn hátt.

Spámaðurinn sagði kennara fróða manneskju sem getur kennt þér eitthvað og sem, að sjálfsögðu, á að bera virðingu fyrir. Nemendur ættu einnig að bera virðingu fyrir dönskum kennara eða kennara með shia bakgrunn."

Það voru einmitt danskir kennarar og kennarar með shia bakgrunn sem drengirnir meðhöndluðu illa í þessum tveimur skólum sem hann rannsakaði. Þeir töluðu um kvenkennara sem Satan og kölluðu hana hóru. Það myndi ekkert foreldri líða ef þeir upplifðu það.

Jalal El Derbas telur að margir foreldrar með útlenskan bakgrunn eigi í erfiðleikum með að skilja danska skólakerfið. Þeir hugsa um skólann sem námsstað en upplifa að börnin þeirra halda áfram á næsta stig þó þeim gangi illa í skólanum. Þau skilja ekki af hverju börnin þeirra eigi að fara í skólabúðir eða í sund.

Ég hef ekki tekið viðtöl við foreldrana en ég held að foreldrar líti ekki á skólann sem samverustað þar sem félagsleg mótun á sér stað. Foreldrarnir skilja ekki þýðinguna að standa að baki skólanum, spyrja um heimanám eða hvað gerist í skólanum.

Upplifun mín af stúlkunum með útlenskan bakgrunn var að þær eru stilltar, hlýddu og sögðu ekkert. Þær heyra fyrirmæli frá foreldrum og í skólanum og þær þreytast á að útskýra vandamálin. Í staðinn er hætta á að þær einangri sig. En þetta byrjar allt heim og þess vegna er gott að maður bjóði foreldrum inn í skólann.

Sýndu mér virðingu

Strákarnir tóku á móti mér með virðingu segir hann því hann hefur palestínskan bakgrunn eins og margir þeirra. Hann bjó í Líbanon og strákarnir kölluð hann frænda. Jalal El Derbas segir rangt að horfa á drengina og fjölskyldur þeirra sem fórnarlömb. Hann þekkir sama líf og þeir. Í dag er hann giftur danskri konu og á tvö börn sem ganga í grunnskóla.  

Sem foreldri berð þú ábyrgð á barninu og hegðun þess. Allir óska börnum sínum hið besta, svo hjálpaðu því. Ef þú getur ekki hjálpað með heimavinnuna er það kannski danski nágranninn þinn sem vill aðstoða bendir hann á.

Hér má lesa greinina.


Bloggfærslur 20. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband