Á Netinu eru ráð til ungra einstaklinga sem vilja vera trans

Samkvæmt foreldrunum barna sem líður illa í eigin skinni fékk helmingur unglinganna ráð frá Netinu eða einhverjum sem þeir þekktu um hvernig ætti að tala foreldrana til, þannig að þeir samþykktu kynskipti.

Ráðin á netinu eru þessi: Mikilvægt að hafa kynskipti strax (35% af unglingunum). Ef foreldrarnir neituðu að börn þeirra fengju strax hormónalyf ættu þau að kalla foreldrar mjög tilfinningalausa og með trans fóbíu (34%). Ef foreldrarnir frestuðu kynskiptum myndu þau síðar sjá eftir því (23%)þ Ef foreldrarnir ynnu gegn þeim ættu þau að segja að það væri mikil hætta á sjálfsmorði meðan trans-unglinga.

Reyndar höfðu 64% af unglingunum sakað foreldra sína trans fóbíu eða kallað þá fanatíska og afturhaldssama, og 31% af unglingunum höfðu nefnt sjálfmorðsáhættu við foreldrana. Það segir sig sjálft þegar svona ofboðslegur þrýstingur er á foreldra eru aðferðirnar árangursríkar til að fá foreldar til að gefa eftir.

Margir unglinganna leið ver eftir að hafa sagt foreldrum sínum að þau vildu kynskipti. Aðeins 7% fékk betra samband við foreldra sína; 57% verra samband og 35% gekk ver í skólanum eftir þetta. Næstum 60% stunduðu einhæf áhugmál.

Kåre Fog líffræðingur fjallaði um málið á bloggsíðu sinni árið 2019, málin hafa þróast á verri veg síðan. 

Foreldrar barna, í Noregi og Svíþjóð, sem líður illa í eigin skinni stofnuðu félag, þau treysta ekki hagsmunasamtökum trans- fólks. Of hlutdræg segja þau. Foreldrarnir hafa auk þess bent á Netið sem slæman vettvang fyrir upplýsingagjöf til barnanna. Þar megi finna margar falsfréttir og upplýsingaóreiðu sem hyllir málaflokkinn.


Bloggfærslur 14. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband