Aukaverkanirnar eru of alvarlegar og lítið rannsakaðar

Sem heimilislæknir, vinur og samstarfsmaður hitti ég fólk með kynama segir Kirsti. Ég veit að kyn er meira en líffræðilegt en það finnst fólk sem telur sig ekki eiga heima í þeim líkama sem það fæddist í. Til að fullnægja þörf sinni fyrir þessari upplifun óskar fólk eftir lyfjagjöf. Hér er rætt um hormón og hormónablokkandi lyf fyrir börn.

Meðhöndlunin sem gefin er í Noregi hefur varanlegar og umfangsmiklar breytingar á líkamann því þarf lyfjagjöfin að vera virk og örugg. En við vitum ekki nóg hvernig meðhöndlunin virkar til langs tíma skrifar Kirsti Malterud prófessor við háskólann í Bergen.

Yngri börn með kynama er útsettur hópur sem þarfnast góðrar læknisþjónustu. Sem rannsakandi hef ég lagt áherslu á streitu minnihlutahópa, það auka álag sem myndast vegna fordóma og andstöðu utan frá. Barn og foreldrar upplifa álag, áhyggjur og andspyrnu, líka í heilbrigðisgeiranum.

Sífellt fleiri frá tilvísun til heilbrigðisstofnunar sem sérhæfir sig í kynama. Þar vega menn og meta hvort byrja eigi hormónameðferð. Hormónablokkarar geta bremsað eðlilega þróun kynþroskans. Síðar eru krosshormón gefin til að breyta líkamsbyggingu og kynlíffærum. Skurðaðgerð er venjulegaa ekki nauðsynleg hjá börnum yngri en 16 ára.

Það er ekki óvenjulegt fyrir litla stúlku að upplifa sig sem strák (og öfugt). En fyrir þau sem þannig er komið fyrir þá breytist það þegar þau vaxa út grasi, hægt og rólega. Þau sættast við líkamann sem þau fæddust í. Við vitum lítið um að koma jafnvægi á kynama og það finnst engin örugg meðferð fyrir þann sem glímir við kynama. Við vitum heldur ekki hver fær það betra við meðferð en aukaverkanirnar eru of alvarlegar og lítið rannsakaðar.

Í dag geta rannsóknir veitt áreiðanlegri svör en áður við því hvað telst örugg og árangursrík meðferð. Sem rannsakandi hef ég reynslu af því að meta hvort rannsóknarniðurstöður séu nógu traustar til að hægt sé að nota þær í læknisfræði. Saga sjúklings eða einstaka rannsóknir veita ekki nægilegan grundvöll fyrir meðferð fyrir marga.

Því er þörf á kerfisbundinni rýni á rannsóknarritum samkvæmt vísindalegum stöðlum til að meðferð geti kallast gagnreynd.


Bloggfærslur 10. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband