Er ekki við hæfi að segja sannleikann um málaflokkinn- Ruv

Bloggara fannst ástæða til að gera athugasemd við þátt/fréttaflutning Guðrúnar Hálfdánardóttur fréttamanns á Ruv. Strax fyrirsögnin er þvæla samkvæmt fræðimönnum. þetta er ekki spurning um líf eða dauða, það er bara verið að hræða fólk. Vægast sagt óviðeigandi að kyrja þennan söng.

Í fréttinni apar hún upp eftir talsmanni trans Samtaka 78. Guðrún leggur sig ekki fram um að leita þekkingar, skoða rannsóknir eða færa fréttir á faglegan hátt. Bréf bloggara hljómar svona:

Sæl.

Mikið er sorglegt að sjá þig skrifa frétt um transmálefnin sem eru full af rangfærslum. Það virðist ykkar siður, blaðamanna, að leita hvorki að nýjustu rannsóknum um málaflokkinn eða umfjöllun sérfræðinga. Þið treystið á orð hugmyndafræði fólks eins og Samtökin 78.

Rannsókn í Danmörku sýnir sem dæmi að þeir sem hafa skipt um kyn, fengu greiningu frá lækni, að sjálfsvígstíðni transfólks er 7.7 sinnum hærri en annarra.. Þeim sem tekst á ætlunarverk sitt en 3.5% hærri en hjá öðrum. Í verkefninu SEXUS kom fram að 23-24%  trans fólks hefði gert tilraun til sjálfsvígs á móti 2-4% annarra íbúa.

Engin vísindi eða rannsóknir styðja að börnum sem fá transmeðferð líði betur á eftir. Heldur ekki umbreytingarferli eða notkun fornafna sem trans hreyfinga hafa búið til. Gef mér að þú nennir ekki að kynna þér það. Lestu greinar eftir finnska prófessorinn Riittakerttu Kaltiala en hún segir skelfilegt að auglýsa að börn séu í einhverri lífshættu vegna þess að þau séu ekki meðhöndluð. Hér fékk hún krækju til að fræðast betur. Það hefur þú einmitt gert með frétt þinni á Rvu. Sérfræðingar telja meðferðina á rannsóknarstigi og kalla hana tilraunameðferð á börnum.

Það hljóta að vera lágmarkskröfur til blaðamanna að þeir fjalla um málaflokkinn af einhverri þekkingu í stað þess að apa allt upp eftir hagsmunasamtökum.

Hér er krækja sem Guðrún fékk senda.

Hér má sjá áhrif lyfjameðferðar á barn, ætti að vera skylduáhorf og Ruv ætti að skammast sín og sýna þessa þætti í heild sinni. 

Foreldrafélag barna með kynama.

Hér má finna fróðleik.

Hér er líka málefni sem snertir konu og kvennabaráttu, um þetta fjallið þið ekki.

Sérfræðingar á Norðurlöndunum hafa bent á að um 1/3 þeirra sem fara í ,,kynskiptiaðgerð" sjá eftir því seinna meir. Um það er ekkert fjallað í íslenskum fjölmiðlum, undarlega. Sjá t.d. hér.

Svo síðast en ekki síst, eitthvað sem þú bendir ekki á í umfjöllun þinni um trans- málaflokkinn er að veldisvöxtur þeirra sem segjast glíma við kynama eru stúlkur. Oftar en ekki, ca 70-80% þeirra glíma við andleg veikindi og það er staðfest af rannsóknum og fræðimönnum. Um er að ræða sjálfsskaða, þunglyndi, kvíða og margar hafa lent í áföllum. Það er líka eftirtektarvert segja sérfræðingar hve mörg einhverf börn upplifa allt í einu að vera í ,,röngu kyni." Hér getur þú hlustað á starfsbróður þinn halda erindi. 

Vanti þig fleiri krækjur til að afla þér þekkingar og til að fjalla um málaflokkinn af þekkingu máttu senda mér línu. Ég hef líka bloggað töluvert um málaflokkinn og vitað til ýmissa sérfræðinga, hér er krækja.  

Með vinsemd og  virðingu.

Blaðamaðurinn Guðrún Hálfdánardóttir svarði póstinum og hvatt bloggara til að hlusta á þáttinn í heild sinni rétt eins og málflutningurinn yrði annar við það. Nei önnur hlið málaflokksins er sögð, hylling. Óviðunandi og ófagleg fréttamennska.

 


Bloggfærslur 19. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband