Í stríði Ísraela og Hamas hefur Houthi-hreyfingin ráðist á alþjóðleg skip á Rauða hafinu

Það er skelfilegt til þess að hugsa að alþjóðlegar skipaferðir og mannskapur sé í hættu vegna árása hryðjuverkasamtaka sem telja sig geta stjórnað allt og öllum. Þessi hryðjuverkasamtök hafa hrakið fólk á flótta og drepið fleiri hundruð þúsund. Berliske tidende gerð stutt yfirlit yfir hvaða lýður er hér á ferð. Menn hrópa upp hér á landi, frelsum Palestínu. En hvað með fólkið í Jemen sem þessi samtök sem styðja Hamas hefur stráfellt. Hefur íslenskur almenningur eitthvað um það að segja?

Nóttina milli fimmtu- og föstudags (í síðustu viku) hafa Bandaríkin og Bretland ráðist á skotmörk sem tengjast Houthi-hreyfinguna í Jemen.

Hver og hvað er Houthi-hreyfingin?

  • Houthiarnir er vopnaður hópur sem er undir minnihlutahóp shia múslíma í Jemen.
  • Houthi-hreyfingin fékk nafn sitt frá stofnanda hennar, Hussein al Houthi.
  • Hópurinn var myndaður í kringum 1990 til að berjast gegn- að þeirra eigin sögn- spillingu þáverandi forseta Ali Abdullah Salehs.
  • Frá 2014 hefur Houthi-hreyfingin barist í borgarastyrjöldum gegn Jemenska ríkisvaldinu.
  • Samkvæmt FN hafa borgarastyrjaldirnar kostað 377 þúsund mannslíf og valdið að um fjórar miljónir manna er á flótta.
  • Houthi-hreyfingin lýsir sé sem andspyrnuhreyfingu undir stjórn Írans gegn Ísrael, USA og Vesturlöndunum í slagtogi með Hamas og Hizbollah
  • Íran styður Houthi-hreyfinguna.

Yfirvöld halda því fram að Houthis reyni að ná völdum í landinu til að setja trúarlög byggð á kenningum Zaidi. Hópurinn er einnig grunaður um að vilja endurreisa gömlu Zaidi stjórnina frá því fyrir byltinguna í Jemen. Þetta má lesa um hér.


Bloggfærslur 13. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband