Framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins komst réttilega að

orði þegar hún þakkaði börnunum fyrir að ÞORA að segja frá óviðeigandi fræðslu í skólabúðunum á Reykjum. Að öðru kosti hefði ekki verið hægt að taka á málinu.

Transsamtökin 78 fara inn í skólana með fræðslu. Þar sitja mörg börn og hlusta á rangfærslur þeirra, t.d. að kynin séu fleiri en tvö. Barn sem hugnast ekki þessi málflutningur hefur hvorki þrek eða þor til að standa gegn fullorðnu fólki og mótmæla, jafnvel tveimur fræðsluaðilum. Það situr undir áróðrinum sem ég vil kalla. Valdastaða fræðsluaðila og barnanna er gerólík. Sama með leik- og grunnskólakennara sem boða fagnaðarerindi transhópsins, valdastaðan ólík. Börn mótmæla ekki kennara sínum og hafa ekki rökin til að ræða um málaflokkinn.

Við verndum ekki börnin inni í skólakerfinu og þau eru ekki örugg eins og þessi góði faðir bendir á í þessu stutta myndbandi. Faðirinn mótmælir harðleg fræðslu kennara og segir hann beita börnin kynferðislegu ofbeldi, munnlega. Hér er um ábyrgt foreldri að ræða. Umfram allt, barnið þorði að segja frá. 

Nemendur eiga að mæta í tíma, líka þegar transsamtökin mæta. Fræðsla á vegum transsamtakanna á að vera valkvæð og í félagsmiðstöðvunum. Þá mæta þeir sem hafa áhuga. Engu barni á að vera skylt að fræðast um hugmyndafræði transsamtaka. Danir hafa stigið skrefið víða um land og hafnað svona hagsmunasamtökum inn í skólakerfið.

Transhugmyndafræðin er í reynd einföld.


Bloggfærslur 4. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband