Hugrakkur kennari lét ekki kúga sig

Þegar ég hugsa til þess hvers konar kúgun fólk er beitt ef það hlýðir ekki því sem trans-hugmyndafræðin býður samfélagi, datt mér Selma Gamaleldin í hug. Hún var kennari árið 2021. Foreldrar 7 ára drengs sem skilgreindi sig (eða foreldrarnir) annað en stelpu eða strák fóru fram á að hún notaði fornafn trans-hugmyndafræðinnar.

Selma var ekki á því enda stríðir það gegn hennar trú og lífsgildum. Hún sagðist tilbúin að nota nafn barnsins í stað trans-fornafns.

Foreldrarnir létu ekki laust við fast fyrr en Selma var rekin. Hennar lífsgildi og trú voru einskins virði í augum stjórnanda og foreldra drengsins. Trans-hugmyndafræðin valtaði yfir hana.

REKIN fyrir að fylgja lífskoðun sinni og gildum.

REKIN fyrir að vilja nota nafn barns ekki trans-fornafn 7 ára drengs.

Hugrakkir einstaklingar er þáttur í Svíþjóð og að sjálfsögðu var Selma boðuð þangað, enda hugrökk fram í fingurgóma. Hér segir hún frá sinni hlið.

Hvert eru við komin þegar skólastjórnendur grípa til þessa ráðs. Hvert eru við komin þegar trans-hugmyndfræðin ræður ríkjum á þennan hátt. Ég vona að í dag 2023 höfum við lært aðeins meira og kunnum að virða skoðanir fólks og lífsgildi þó þau fari ekki saman við okkar eigin. Það sem Selma gerði er ekki brottrekstrarsök.

Hér má lesa um málið.

Hér má hlusta á annað viðtal.


Bloggfærslur 30. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband