Þjarmað að danska heilbrigðisráðherranum vegna hormóna og kynskiptiaðgerða

Mikkel Bjørn frá Dansk Folkeparti (DF) í Danmörku lagði hart að heilbrigðisráðherra Dana til að fá svör við hvort ráðherrann gæti ábyrgst réttar greiningar lækna, þegar líkamlegar afleiðingar sjúklinga væru svo alvarlegar og óafturkræfar sem raun ber vitni.

Ráðherrann svaraði spurningunni ekki beint en vísaði aftur og aftur til að hún beri fullt traust til lækna og leiðbeininga Landlæknisembættisins um meðferðartilboð sem er í endurskoðun.

Vandamálið er auðvitað að fólkið sem endurskoðar leiðbeiningarnar er það sama og þegar meðferðin var kynnt og hefur verið við líði frá 2015. Fram að þessu er verið að tala um 341 börn undir18 ára.

Ekkert bendir til að meðferðirnar stoppi. Danska regnbogaráðið álítur að framvegis vilji maður gera kynskipti á þeim börnum sem hafa sýnt merki um að ,,þau tilheyri hinu kyninu“ frá því þau voru lítil.

Það er engin trygging fyrir því að greiningin sé rétt með þessari nálgun - frekar er hætta á læknismeðferð sem hefði aldrei þurft að verða raunin ef barnið hefði fengið að fara í gegnum bernskuna og kynþroskann.

Staðreyndin er að læknarnir sjálfir viðurkenna að um ágiskun sé að ræða og hefur verið frá því að meðferðin var innleidd án nokkurrar sönnunargagna árið 2015. Getgátur um greiningu hefur kostið líkamlegar afleiðingar fyrir börn.

Árið 2023 viðurkenndi Kynskiptistofan Klinik að ekki séu til sönnunargögn fyrir gagnsemi inngripanna fyrir sjúklingana. Þeir hafa ekki yfirsýn fyrir langtíma aukaverkanir af hormónum og skurðaðgerðum né yfir hve margir hefðu séð eftir líkamlegu inngripi.

Aukaverkanir af meðferðunum á sjúklinga – börnunum-  á líkama þeirra er þekkt: Beinþynning, auknar líkur á krabbameini, útlit sem samræmist ekki eigin kyni, hægist á þroska, vansköpuð kynfæri, vantar brjóstin, vangeta til að fá fullnægingu- og varanleg ófrjósemi. Leggið þetta allt við andlega vanlíðan.

Danmörk á rétt á skýrum svörum. Það er ekki nóg að ráðherra heilbrigðismála fari í hringi með rökin um að treysta læknum og Landlæknisembættinu. Það voru þau sem lögðu grunninn að þessum hörmungum til að byrja með.

Það þarf að stofna óháða nefnd sem kemst til botns í málinu, fastsetja ábyrgðina og leggja til annars konar meðferðir fyrir þessi börn og fullorðna einstakling sem eru andlega viðkvæmir. Svo ber að stoppa kynskiptimeðferðir fyrir börn- núna.

Hér má lesa allt um málið, á síðu Dansk regnbueråd


Bloggfærslur 26. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband