Konur, konur, konur opnið augun

og takið þátt í baráttu kvenna sem vilja halda réttindum sínum. Barist var fyrir þeim. Baráttan tók blóð, svita og tár. Formæður okkar hafa fetað stíginn og sumir af minni kynslóða líka. Hægt og rólega fjarar undan sjálfsögðum réttindum kvenna, dætra og mæðra.

Orðin stelpa og strákur komin út úr kennsluefni grunnskólana þegar kynfræðsla er á dagskrá. Allt í nafni kynleysunnar.

Hvað er til ráða spyrja margar konur. Ástandið er óásættanlegt. Hjartanlega sammála. Fylgjumst með baráttunni í útlandinu. Látum kvennamál okkur varðar (xx- litninga) og höldum málefnum okkar á lofti.

Í kjölfar greinar minnar í Mogganum fékk ég marga þakkarpósta. Takk allir. Í einum þeirra kom fram að sendandi undraði sig á af hverju karlmenn geti hirt gullverðlaun af stúlkum í íþróttum. Karlar geti hangið í sturtuklefa kvenna, af því þeir skilgreina sig sem konu, og mæna á ungar stúlkur. Í lokin spyr hún af hverju varð þetta svona galið! Svari hver fyrir sig.

Tek heils hugar undir orð sendanda. Hér er síða, snjáldursíða, sem ég hvet allar skynsamar konur, og þannig þekjandi karla, sem vilja vernda réttindi kvenna í almenningsrýmum og íþróttum, mæðra og dætra, að skoða og taka þátt í góðum umræðum, bjóðist það!

Félagskapur kvenna á Nýja Sjálandi

Let women speak- í Dublin

The New Zealand Free Speech Union


Bloggfærslur 22. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband