Foreldrafélag stofnað til að koma transfræðslunni,

eins og hún er í skólum, út úr skólakerfinu í Bretlandi. Bretar sváfu á verðinum eins og aðrar þjóðir. Allt í einu var hugmyndfræði transheimsins komin inn um allt. Í mun grófara mæli en hér á landi. Hér er krækja að síðu foreldra í Bretlandi. Sjá hér.

Lengi vel földu transsamtökin í Danmörku námsefni sitt. Fyrir misstök voru þau aðgengilega2 á vef Kaupmannahafnar. Þegar menn komust í það kom í ljós mikill áróður í fræðslunni og staðreyndarvillur, risu þeir upp. Enn er mikill vafi á hvort samtökin eigi erindi inn í skólakerfið. Umræðuna má m.a. sjá hér

Í Svíþjóð var sett á laggirnar foreldrafélag barna sem glíma við kynáttu. Foreldrarnir treystu ekki transsamtökum landsins fyrir börnunum sínum, sögðu þau og hlutdræg. Enda markmið slíkra samtaka er að fjölga í þeim. Foreldrafélagið í Svíþjóð heldur úti vefsíðu. Fékk hlutlausa ráðgjafa til starfa. Hér má sjá heimasíðu þeirra.

 

Hve lengi þurfum við að bíða eftir íslenskum foreldrum sem falla ekki í stafi yfir transhugmyndafræðinni eins og hún er boðuð og vilja ekki að boðberar hennar fái aðgang að skólabörnum.

Á fræðsluvef Samtaka 78 sem ætluð er m.a. skólabörnum segir:

Undirstaða fræðilegrar þekkingar...

,,Þessi vefsíða er ekki ritrýnd og henni er ekki ætlað að vera fræðilegs eðlis. Hún lýtur því ekki fræðilegum kröfum þegar kemur að heimildanotkun. ... þekkingin ferðast um munnlega, á samfélagsmiðlum, verður til á fundum grasrótarfélaga og svo framvegis. ... Þessi þekking er mikilvæg og undirstaða allrar fræðilegrar þekkingar."

Svo mörg voru þau orð!


Bloggfærslur 19. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband