Arna Magnea Danks viðurkennir að Samtökin 78 hafi beitt KÍ þrýstingi

Úr því að svo er velti ég vöngum hvort slíkt hið sama eigi ekki við um Akureyrarbæ. Þegar þessir tveir aðilar blanda saman fjölbreytileika við einföldum spurningum um kennsluefni, ekki fólk, í umtöluðu greininni hristir maður hausinn. Fleiri kjánar hoppa í sama gírinn.

 

Arnar Sverrisson skrifar og vitnar í skrif Örnu á snjáldursíðu Alexöndru:

,,Hvers vegna beita Samtökin 78 óviðurkvæmilegum þrýstingi og útskúfun, sbr. samtal Alexöndru Briem og Örnu Magneu Danks. Sú síðarnefnda segir, þegar Alexandra fagnar fordæminu formanns KÍ:

„En það kom samt ekki af neinu, svo því sé haldið til haga. Ég og aðrir kennarar hafa kvartað og skrifað KÍ í marga mánuði og bent á hegðun viðkomandi kennara og önnur transfóbísk skrif. Það var ekki fyrr en framkvæmdastjóri S78 og sérstök verkefnastýra fóru einnig að beita sér af þunga að KÍ gaf frá sér tilkynningu.

En orð eru ódýr ef ekkert fylgir þeim og ef KÍ fer ekki að ýta á eftir því að farið sé eftir siðareglum kennara um Skóla án aðgreiningar, þar sem kennara ber að nálgast öll börn af sömu virðingu og þjónustu öll börn án fordóma, þá heldur viðkomandi kennari bara áfram á sömu braut og aðrir sem fylgja henni að málum.“

Arna Magnea er herská og beitir sömu lágkúruaðferðum og kvenfrelsararnir, sem sífellt eru kúgaðir og ofsóttir. Þegar málefnið er óskýrt ( hegðun og „tansfóbísk skrif“) má alltaf grípa til rógs og útskúfunar."

 


Bloggfærslur 18. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband