Jóhannes Þór Skúlason fer með rangt mál

þegar hann ræðst að mér vegna greinarinnar í Mogganum. Jóhannes gerir það í umboði Samtaka 78. Hann segir mig fjalla um transfólk, langt frá sannleikanum. Greinin fjallar um fræðslu í leik-og grunnskólum frá Samtökum 78 og spurningu um hvort börnin séu ekki of ung til að meðtaka slíka fræðslu. Hvaða honum gengur til verður hann að eiga við sig.

Eins og segir á rvu:

,, Helga Dögg, höfundur greinarinnar, segir í samtali við fréttastofu að hún vilji að hinsegin fræðslan verði gerð opinber og gagnsæ. Hún kveðst ekki á móti fræðslunni almennt en vill að hún sé valkvæð.“

 

Hef sagt og segi enn hér á síðunni:

Fullorðið transfólk má haga sér og vera eins og það vill. Skiptir mig engu máli. Ber jafn mikla virðingu fyrir því og öðru fólki.

Þegar kemur að börnum til 18 ára aldurs er ég gagnrýnin.

  1. Vil að börnum sé sagður sannleikur um líffræðilegt kyn.
  2. Vil ekki að börn fái hormónablokkandi lyf sem geldir þau og veldur óafturkræfum aukaverknum.
  3. Vil ekki að börn sé skorin, s.s. brjóst fjarlægð af unglingsstúlkum.
  4. Vil að börn fái kynfræðslu sem hæfir aldri.

Frábið mig útúrsnúningum fullorðinna einstaklinga.


Bloggfærslur 16. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband