30.9.2022 | 20:14
Geta og eiga konur að vera í öllum
störfum sem við höfum kallað karlastörf, t.d. innan lögreglunar? Velti því vissulega fyrir mér eftir að hafa horft á sænska myndbandið þar sem þrír kvenlögregluþjónar gátu ekki handsamað æstan innflytjanda. Sænska lögreglan fékk mikla gagnrýni vegna myndbandsins. Myndbandið er hér...Svensk politi får massiv kritikk etter denne videoen - VGTV
Síðan er annað myndband sem sýnir svipaða stöðu í USA, almennur borgari kom til sögunnar...sjá myndbandið hér...Tom Fitton on Twitter: "God bless America!" / Twitter
Menn tala um að meiri harka færist í störf lögreglunnar og því velti ég fyrir mér að hve miklu leyti konur eigi erindi í löggustarfið. Vissulega er margt sem þær geta sinnt en ekki öllu og hvað þá í aðstæðum eins og sýnt er í myndböndunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2022 | 17:25
Ekki þeir fyrstu og ekki þeir síðustu
sem ákveða að vera óháðir í bæjarstjórn eða á Alþingi. Í bæjarstjórn vinna menn meira eftir málefnum en flokkum og því ekkert til fyrirstöðu að Brynjólfur og Jón haldi störfum sínum áfram utan flokks. Málefnin sem þeir vinna að eru engu ómerkilegri en ef þeir tilheyrðu flokki.
Leiðindamál.
![]() |
Þremenningarnir úr Flokki fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)