Ríkis­sak­sóknari fellir niður mál Arons Einars og Eggerts,

kom fram í frétt í Fréttablaðinu og Rvu. Fréttin á báðum miðlum var fyrirferðalítil. Má sennilega ekki blása upp sakleysi mannanna. 

Ofstækishópurinn Öfgar, skyldi hann biðja þá afsökunar og hina landsliðsmennina í leiðinni. Ætli kynjafræðingurinn sem fór mikinn um málið geri slíkt hið sama? 

Landsliðmenn okkar máttu í kjölfar umræðunnar sitja undir hrópum og köllum frá ofstækishópnum þar sem þeir voru kallaðir nauðgaðar. 

Samfélags- og fjölmiðlar létu eitt og annað frá sér sem þeir ættu líka að biðjast afsökunar á. Þeir blésu málið upp eins og um hinn eina sannleik væri að ræða. Vona að þessir aðilar stilli umræðuna um málaflokkinn í framtíðinni. Svona öfgar hjálpa engum. Hvorki þolendum né meintum gerendur nema síður sé. 


Bloggfærslur 26. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband