23.6.2022 | 10:36
Verðbólgan etur eignir fólks
og bankastjóri Seðlabankans segir meðalmanninn geta tekist á við það. Sama með fjarmálaráðherra. Fyrir mörgum herrans árum síðan át verðbólgan upp eign sem við hjónin keyptum. Ekki nóg með það, heldur skulduðum við heilmikla peninga þegar íbúðin var seld. Tók mörg ár að borga það niður. Nú stefnir í sömu átt. Verðbólgan étur upp eignarhlutann. Eitt lítið dæmi.
Staða láns, tekið af greiðsluseðli:1. júní: 1.271.502. Áfallnar verðbætur eftir greiðslu: 305.815 Samtals eftirstöðvar með verðbótum 1. júlí: 1.577.317.
Lánið er ekki hátt en hugsið ykkur ef lánið er 10 milljónir. Vissulega er verðtryggðu lánin á undanhaldi. Vextir bætast við þau lán sem eru ekki verðtryggð og þegar þeir eru háir hækkar skuldastaða einstaklings frá mánuði til mánaðar.
Á sínum tíma stofnaði Ögmundur Jónasson og fleiri ,,Misgengishópinn" sem hafði að markmiðið að fá stjórnvöld til að grípa í taumana. Ekkert gerðist, fólk bar ,,skaðann" sjálft. Allt tengdist vísitölunni nema launin. Sama í dag, væru laun verðbólgutryggð væri staðan manna önnur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)