23.11.2022 | 20:59
Neyslu okkar um að kenna
sagði Seðlabankastjóri í útvarpinu í dag. Menn draga ekki nóg úr neyslunni til að lækka verðbólguna. Af þeim sökum þarf að hækka stýrivexti. Gat ekki skilið hans öðruvísi. Enginn verður gjaldþrota sagði hann líka. Gott að vita, en sennilega verða nokkuð margir við hungurmörk. Það er ekki sama og gjaldþrot. Lán fólks hefur hækkað.
Fólk getur farið í gömlu leiðina og farið í vertryggð lán aftur og borga ekki verðtrygginguna í afborguninni sagði hann. Hins vegar hverfur ekki verðtrygging láns, það bætist við eins og þeir sem eru í kringum sextugt þekkja.
Kjaraviðræður komnar af stað. Verður fróðlegt að sjá hvernig þær þróast því Seðlabankastjóra er umhugað um verkalýðinn, það kom fram í máli hans. Hann og verkalýðsforystan eru í sama líði. Ætli þeir spili á sitthvorum vellinum, má spyrja sig.
![]() |
Vaxtahækkun truflar kjaraviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)