14.1.2022 | 20:23
Willum og Katrín skíta
upp á bak. Ljúga því í beinni útsendingu að samráð hefði verið við forystumenn kennarasamtaka. Svo reyndist ekki vera eins og lesa má hér.
Katrín kvenfrelsunarráðherra segir skólana verða að vera opna svo konur komist til vinnu sinnar. Hún heldur kvenfrelsun sinni áfram. Hún á að skammast sín. Gefur augljóslega í skyn að grunnskólinn sé vistunarúrræði. Álit mitt var ekki mikið á henni, ekki hefur það batnað svo mikið er víst.
Willum hefur fallið á prófinu að vera ráðherra, Sú ákvörðun stjórnvalda í dag að halda skólastarfi óbreyttu var ekki rædd á fyrrnefndum samráðsvettvangi aðila þótt skilja mætti orð heilbrigðisráðherra sem svo að um samráð hafi verið að ræða. Sú ákvörðun var tekin af ríkisstjórninni og er á ábyrgð hennar. segir formaður KÍ.
Ríkisstjórnin byrjar á öfugum enda. Smitin eru í skólakerfinu, ekki á börnum, veitingahúsum eða öðrum álíka stöðum. Samt skal þeim refsað. Sóttvarnalæknir veit hvaðan smit koma og tillögurnar byggðar á þeirri vitneskju.
Ríkisstjórnin og kvenfrelsunarráðherrann hleyptu illu blóði í kennarastéttina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2022 | 12:53
Janfréttisbarátta forsætisráðherra á covid tímum
er mikilvægari en smitdreifing í grunnskólanum. Hún sagði þetta í viðtali. Konur verða heima ef börnin eru send heim og það er jafnréttismál. Sagði að önnur lönd horfi til Íslands.
Bullið nær ekki nokkurri átt. Börn mega vera 50 saman í skólanum en 10 heima. Hver skilur þetta rugl. Ekki ég.
Loka á skólum í 7-14 daga á meðan smit meðal barna er svona mikið. Margir skólar óstarfhæfir og aðrir illa starfhæfir.
Grunnskólakennarar verða að stoppa yfirvinnu sína. Þeir hlaupa undir bagga og enginn veit í reynd hver staðan er í skólunum. Með því að taka aukakennslu eykst álagið því undirbúningur eigin kennslu færist síðar á daginn eða kvöldið.
![]() |
Tíu manna samkomutakmörkun á miðnætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2022 | 09:48
Ætli þjóðin að láta taka
mark á sér hefur ráðherra ekkert val. Getur ekki sýnt umheiminum að reglur gilda fyrir suma og aðra ekki. Tennisleikarinn laug að hann hefði fengið kóvíd, eða hann braut sóttvarnarlög sem sýnir að honum er ekki treystandi.
Hann kærir, verður forvitnilegt hvort dómari telji stjórnina hafa sett lög sem ekki er mark á takandi.
![]() |
Ógilda landvistarleyfi Djokovics aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)