23.9.2021 | 16:55
Atli Rafn og Ólína
eru ekki jafn verðmæt. Ólína fékk 20 milljónir af því karlmaður fékk starf sem hún sótti um. Atli Hrafn var sviptur æru og mannorði og fær 1.5 milljón krónur. Að mínu mati hefði þetta átt að vera öfugt. Honum var á ólögmætan hátt sagt upp starfi.
Sem betur fer snéri Hæstiréttur málinu við. Hins vegar má spyrja hvað er að í Landsrétti. Héraðsdómur dæmi eins og Hæstiréttur, þó hærri fjárbætur.
![]() |
Atla Rafni dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2021 | 12:21
Myndi glöð borga fulla skatta
af nærri 1.3 milljón tekjum á mánuði. Björn Leví skrifar grein á vísi og þar segir m.a.
Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á:
- Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði
Að mínu mati er óþarfi að sleppa þeim sem þéna yfir 600 þús. á mánuði frá sköttum. Grunnskólakennarar ná ekki meðallaunum í landinu sem eru, samkvæmt opinberum tölum, 760 þúsund krónur. Fyrsta skrefið er að koma landanum upp í meðallaun. Svo væri hægt að minnka alls konar bætur. Best að menn geti séð fyrir sér, án tilkomu ríkisins. Auðvitað eru öryrkjar þeir sem þarf að styðja. Samt eru til öryrkjar sem hafa það ekki slæmt, greina kjarnann frá hisminu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)