17.9.2021 | 18:53
Skila auðu
er einn valkostur í komandi kosningum. Þau stjórnmálaöfl sem nú berjast um hylli kjósenda hafa ekki heillað mig. Því miður er það svo að í sumum flokkum er ekki frambærilegt fólk. Í öðrum stjórnmálaflokkum er kvenfrelsun í hávegum höfð. Síðan eru það blessaðar barnabæturnar sem á að afla atkvæða. Svona mætti lengi telja. Mér þykir málefnabarátta flokkanna innantóm.
Að skila auðu þýðir að maður gefur stjórnmálaflokkum langt nef, ekkert ykkar er frambærilegt á þing.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)