6.2.2021 | 21:07
Forstjóri barnaverndarstofu talar niður vandann
Brjánn Jónsson skrifar svo á snjáldursíðu sína:,,Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu heldur því fram í sjónvarpsfréttum í kvöld að hlutirnir séu í lagi í 99,9% tilvika foreldra. Tilefni ummæla hennar eru 13.000 tilkynningar til barnaverndarnefnda á árinu 2020. Á Íslandi búa ríflega 80 þúsund börn. Samkvæmt Heiðu Björgu eru hlutirnir þá í lagi hjá ríflega 79.900 börnum. Af því leiðir að þessar 13.000 tilkynningar séu vegna tæplega 100 barna eða 130 tilkynningar á hvert þeirra að meðaltali. Ég get með vissu sagt að þetta er mjög langt frá sannleikanum. Líklegra er að þessar 13.000 tilkynningar séu vegna mörg þúsund barna (eða örfáar á hvert barn). Það er alls ekki gott að forstjóri barnaverndarstofu tali niður vandann með þessum hætti!"
Margt til í þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2021 | 10:11
Enginn hálfan daginn
Leikskólakerfið er stofnanavætt. Í dag mega börn ekki vera hálfan dag á leikskóla eins og var. Þannig að þeir foreldrar sem vilja vera heima hálfan daginn fá ekki pössun fyrir barn sitt hálfan daginn til að mæta til vinnu. Mikil afturför. Valið á að vera til staðar.
Í mörgum leikskólum fá foreldrar orð í eyra ef þeir koma of seint með börnin sín í leikskólann. Slíkt á ekki að heyrast. Því borið við að barnið missi af hópastarfi eða einhverju þvílíku. Er það ekki í lagi á meðan barn dvelur hjá foreldri sínu, hefði haldið það. Leikskólakerfið þarf að endurskoða, veita meira frelsi á tímavali.
Greinin er læst, gat ekki lesið hana.
![]() |
Fækka mætti leikskólastarfsfólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)