12.11.2021 | 17:46
Engan skyldi undra
að heilbrigðisstarfsmenn vilji bara vinna vinnuna sína, ekki aukavinnu. Álag á þessar stéttir hefur verið gífurlegt. Öllum finnst það sjálfsagt. Sjálfstæðisráðherrar hafa látið í ljós óánægju sína í ljós með aðferðir. Samt á veikt fólk að leggjast inn og fá hjúkrun og læknismeðferð. Tvískinnungur.
Stend með heilbrigðisfólkinu okkar. Ákveði það að svara ekki nauðungarkalli verður svo að vera.
Mette forsætisráðherra gekk fram af hjúkrunarfræðingum um daginn þegar Danir hertu aðgerðir. Hún setti lög á verkfall þeirra í sumar. Kröfðust hærri launa enda sýnt það og sannað hve mikilvægt stéttin er. Í ávarpi sagði Mette að nú þyrftu hjúkrunarfræðinnar að leggja sig fram, aðeins meira en venjulega. Hjúkrunarfræðingar í Danaveldi hafa 100 tíma í yfirvinnu vegna kóvíd-veikinda og eru að gefast upp.
Hér eins og í Danaveldi er hægt að skikka fólk í yfirvinnu sé vá fyrir dyrum. Þannig túlka Danir ástandið.
![]() |
Þykir ekki lengur spennandi að sinna Covid-sjúkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2021 | 10:16
Flestar stéttir sem vinna með fólk
eru líka stressaðar. Heilbrigðisstarfsfólk, hvar sem það vinnur, um að smit komist inn á vinnustaðinn. Slíkt kostar mikla skipulagningu, einangrun íbúa og sóttkví. Spítalafólkið um hvort landinn fari nógu varlega eða hvort holskefla af covid smituðum eru lagðir inn.
Kennara yfir að smit greinist í bekk eða skóla. Skipulaginu breytt. Smitast ég sjálfur. Hversu útbreitt. Nemendur í sóttkví, fá þeir námsefnið sitt. Læra þeir heima. Nemendur sem eru í einangrun, vinna þeir upp námsefnið. Af nógu að taka þegar stressið er annars vegar.
Erfitt fyrir ættingja fólks sem fær covid. Veikist hann mikið, lítið eða hefur hann það. Áleitnar spurningar sækja að fólki sem veldur streitu. Enginn veit fyrirfram hvernig hann bregst við vágestinum.
Netskemmtun er það sem virðist hafa bjargað hluta sviðslistamanna. En staðan er ömurleg burstséð frá hver á í hlut. Enginn öfundsverður í þessu ástandi.
![]() |
Skemmtikraftar stressaðir vegna óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)