Viðbjóður- sem þjóðin á að fordæma

Vona svo sannarlega að forsvarsmenn Eimskips verði dregnir fyrir dóm. Skelfilegt að horfa á Kveiks þáttinn í gær. Forsvarsmenn Eimskip bera fyrir sig sem afsökun að hafa ekki vitað að skipin færu í brotajárn. Ef satt er að þeir hafi átt viðskipti við skúffufyrirtæki til að koma skipunum í ló, er það hreinn viðbjóður. 

Þakka má fréttamönnum sem hafa þor og dug í sér til að leita svona mál uppi til að upplýsa þjóðina hvernig eigendur Eimskipa haga sér, eða stjórnendur þeirra öllu heldur.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna tók ekki þátt í útboði Icelandair en á góðan hlut í Eimskip, eitthvað hlýtur að heyrast frá formanni VR, sé hann samkvæmtu sjálfum sér.


mbl.is Gengi bréfa Eimskips lækkar talsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband