31.7.2020 | 09:43
Gagnslausar eftir ákveðinn tíma
Velti fyrir mér hvort forsvarsmenn Strætó ætli að kanna hvort allar grímur veiti þá vörn sem þær eiga að gera. Falskt öryggi ef svo má segja. Gríma dugir ekki allan daginn. Hafi einstaklingur tekið grímuna niður, sett í vasann eða snert hana þá er hún gagnslaus. Gríman tapar eiginleikum sínum ef hún er snert innan sem utan. Gagnslaus gríma gerir ekkert gagn. Falskt öryggi.
Kenna þarf fólki um eiginleika grímunnar. Kenna þarf fólki að setja hana á sig. Kenna þarf fólki hreinlæti í kringum grímuna. Hendur þarf að spritta áður en maður setur grímuna á sig og tekur af. Henda á grímunni eftir notkun. Það er ekki nóg að skella á sig grímu og þá er allt öruggt, langt í frá.
![]() |
Grímuskyldu í Strætó haldið til streitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)