Of menntaðir til að taka sýni

Við Íslendingar erum gjörn á að nota ofmenntað fólk í hin ýmsu störf. Nú notum við hjúkrunarfræðinga, með fjögurra ára háskólanám, til að stinga pinnum upp í nef og ofan í kok á fólki. Sjúkraliðar gætu allt eins gert þetta sem heilbrigðisstétt. Hjúkrunarfræðingar hafa öllu jöfnu annað og þarfara að gera, eins og alþjóð veit. 

Minnisstætt þegar dóttir mín fór í bólusetningu fyrir kíghósta í USA. Þar sprauta lyfjafræðingar í apóteki. Af hverju tökum við ekki slíkt fyrirkomulag upp hér á landi. Hér þarf að panta tíma á heilsugæslu og hjúkrunarfræðingur sér um að sprauta. Löngu tímabært að skoða verkferla einstöku stétta í samhengi við heildina, menntun, þekkingu, hæfni og færni. Við getum án efa létt álagi af sumum stéttum við slíkar breytingar.


mbl.is Þetta er réttasta og besta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband