21.12.2020 | 21:13
Konur vilja ekki starfið
Hef undrast af hverju ungar og hraustar konur sækja ekki á sjóinn. Tekjumöguleikar miklu meiri en í hjúkrun, sálfræði og öðrum ,,kvennastörfum." Kuldi, mikil vinna og erfið vinnuskilyrði segja konur þegar þær eru spurðar. Þeim finnst sjómennska henta karlmönnum betur. Fjarvera frá heimili og jafnvel frá börnum er ekki boðlegt fyrir þær...en fyrir karlmenn er það allt önnur Ella. Já við náum seint jafnrétti. Hef hvergi séð neinn berjast fyrir að konur verði jafn margar á togara eins og í stjórnum fyrirtækja. Margt skrýtið í kýrhausum þegar jafnrétti er annars vegar.
![]() |
Mér finnst eins og þetta sé gleymdur heimur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)