Fasteignasalar ábyrgðarlausir

Hef alltaf undrast að fasteignasalar séu ábyrgðarlausir þegar gallar koma fram í húsnæði. Þeir sem milliliðir, sem erfitt er að komast hjá að nota, firra sig allri ábyrgð. Bera því við að þeir selja eignina í því ástandi sem hún er án þess að skoða hana gaumgæfilega. Þóknun sem þeir hirða af seljendum og jafnvel kaupendum líka er himinhá. Stétt sem þarf ekki að taka ábyrgð.

Löngu tímabært að setja á herðar fasteignasala þá ábyrgð að söluskoðun fari fram áður en eign er seld. Margir sitja uppi með sárt ennið og fjárhagslegt tap vegna galla í húsnæði.


mbl.is Þarf að greiða 15 milljónir í bætur vegna myglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband