Feður mega sætta sig við ýmislegt í forsjárdeilum

Víða hefur komið fram að feður standa höllum fæti þegar að forsjárdeilum kemur. Þeir gera mistök í upphafi og fara af heimilinu áður en gengið er frá rétti barnsins að umgangast báða foreldra sína. Halda að þeir geri fjölskyldu sinni greiða. Vissulega fara þeir haldandi að allt muni ganga vel þegar kemur að börnunum. Það sem fullorðinir gera á hlut hvors annars á ekki að verða mál barna.

Væri til fjölskylduréttur myndi hann minnka streitu, áhyggjur og vanlíðan barna sem lenda á milli foreldra sinna. Fjölskylduréttur hefur eitt markmið, hagsmuni barnsins.

Þegar í forsjárdeilu er komið gerist ýmislegt. Ofbjóði móður sem dæmi notar hún hikstalaust barnið sem vopn. Of margir feður hafa mátt sætta sig við ítrekaðar kæru um ofbeldi, kynferðislega áreitni eða kynferðisbrot á barni sínu án þess að það fái staðist í raunveruleikanum. Konur virðast með öllum ráðum sem þær kunna ætla sér börnin. Þær leggja yfirheyrslur á börn sín, eitra huga þeirra, skemma æsku þeirra í þeim eina tilgangi að sigra föður þeirra.

Barnaverndarnefndir taka á móti svona kærum. Sem betur fer vinnur þar skynsamt fólk sem flokkar svolítið kærur á hendur föður frá móður í stríðsham. Feður og jafnvel fjölskyldur þeirra og önnur börn mega búa við streitu og álag vegna hótanna mæðra sem ætla sér að vinna stríð sem þær eru oft einar í. Hér er ekkert annað en mannvonska í gagni af hálfu mæðra. 

Vonandi sjá þingmenn þörfina fyrir fjölskyldurétti til að aðstoða börn sem lenda í þessum ósköpum.

Af gefnu tilefni, ég er ekki að tala um börn sem verða fyrir ofbeldi af hvers konar tagi, hvorki af hendi móður né föður. Hér er eingöngu átt við þar sem málið á ekki við rök að styðjast.


Bloggfærslur 2. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband