Fóturinn full þungur

Skelfilegt að lesa svona frétt. Eflaust einhver sem lítur á bíl sem leikfang. Gott að bílstjórinn drap ekki aðra né sjálfan sig.


mbl.is Á 160 km/klst. við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Brynjars Níelssonar og Helgu Völu Helgadóttur þingmanna

Ég vil byrja á að þakka fyrir tálm­un­ar­frum­varpið sem lagt var fram á hinu háa Alþingi Íslend­inga. Frum­varpið er nauð­syn­legt í þágu barna. Frum­varpið er nauð­syn­legt til að sporna gegn brotum á börn­um. Frum­varpið er nauð­syn­legt til að lág­marka ofbeldið sem lög­heim­il­is­for­eldri beitir börn sín með tálm­un. Frum­varpið verndar mann­rétt­indi barna sem geta ekki talað sínu máli og vilja eiga sam­vistir við báða for­eldra sína. Frum­varpið tryggir að Barna­sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem við erum aðilar að, sé virt­ur. Frum­varpið er í alla staði lagað að þörfum og rétti barna. Frum­varið á fullan rétt á sér og því skora ég á ykkur að leggja það fram að nýju.

Margir þing­menn sem hafa barið sér á brjóst og segj­ast bera hag barna fyrir brjósti skiptu allt í einu um skoðun á meðan frum­varpið var til umræðu. Undir umræð­unni átti ekki að hugsa um hag barna, heldur mæðra, því þing­menn vita að þær eru í meiri­hluta þegar kemur að tálm­un­um. Réttur barna að engu hafð­ur. Vernda á ofbeldi lög­heim­il­is­for­eldris eins og ber­sýni­lega kom fram í umræð­unni hjá of mörgum þing­mönn­um. Standa vörð um ofbeldi gagn­vart barni er ein­kunn­ar­orð margra þing­manna þegar kom að umræð­inni um tálm­un­ar­frum­varp­ið. Þing­menn horfðu ekki kyn­laust á brot lög­heim­il­is­for­eldris gagn­vart rétt­indum barna.

Við brot á lögum eiga að vera við­ur­lög. Eins og þú sagðir Brynjar, í einni ræðu þinni, þá værir þú til­bú­inn að breyta fang­els­is­vist fyrir tálmun í for­sjár­svipt­ingu eins og Danir gera. Styð ykkur heils­hugar í því sem þið teljið rétt­ast í þessum mála­flokki, umfram allt, það verður að gera tálmun á umgengni refsi­verða. Réttur barna, líf og vel­verð þeirra er í húfi.

Á síðum blaða og miðla hefur margt og mikið verið skrifað um tálmun og aðskilnað barna frá for­eldri sínu. Afleið­ingin getur orðið skelfi­leg. Bitnar á upp­vexti, skóla­göngu og and­legri líðan barna. Allir eru sam­mála um að skiln­aður for­eldra á ekki að vera mál barna. Hvað þá að for­eldri geti beitt tálmun án afleið­inga. Og enn síður að börn séu notuð sem vopn í valda­bar­áttu.

Hér rifja ég upp skrif þing­manns  - Helga Vala Helga­dóttir skrif­ar 3.4.2017:

„Á hverjum degi á sér stað ofbeldi gegn börnum hér á landi. Ofbeldið er framið af for­eldri sem ekki vill leyfa barn­inu að eiga í sam­skiptum við hitt for­eldrið undir því yfir­skini að barn­inu verði meint af sam­skipt­un­um. Hef ég í mínu starfi heyrt fjöl­margar útgáfur af ástæðu og umfangi tjóns­ins sem kann að verða á sálu barns fái það að njóta sam­vista við báða for­eldra sína. Nú skal tekið fram að ein­staka sinnum er hætta á að barn lendi í óvið­eig­andi aðstæðum í návist for­eldris en það er bless­un­ar­lega algjör und­an­tekn­ing.“

Brynjar eins og þú veist nýta dóm­arar ekki þann rétt að dæma lög­heim­ili eða for­sjá af for­eldri sem beitt hefur tálm­un. Þegar for­sjár­dómar eru lesnir má sjá  að dóm­arar gera ekk­ert með tálm­an­ir. Oftar en ekki verð­launa dóm­arar það for­eldri sem beitir tálm­un. Ger­sam­lega óvið­un­andi. Börnin blæða.

Hér með skora ég á ykk­ur, Brynjar og Helga, að leggja frum­varpið fram að nýju og halda mál­inu til streitu þar til réttur barna verður settur í fyrsta sæti þegar kemur að tálm­un. Í svona málum eiga flokka­drættir ekki að eiga sér stað, sál­ar­heill barna er í húfi.

Þing­menn sem segja sig berj­ast fyrir rétt­indum barna ættu að kynna sér mála­flokk­inn mjög vel áður en þeir vernda ofbeldið sem tálmun er. Of margir þing­menn hafa nú þegar fallið í þá gryfju. Endi­lega komið ykkur upp úr með­virkn­inni sem þið hafið með lög­heim­il­is­for­eld­inu, sem beitir barn ofbeldi, og hugsið um hag barn­anna.

Virð­ing­ar­fyllst,

Helga Dögg Sverr­is­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari, móðir og amma.


Bloggfærslur 18. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband