Þingmenn Miðflokksins eiga að gera slíkt hið sama

Við eigum ekki að sætta okkur við að þingmenn geti látið svona út sér. Hvorki án eða með áfengi. Hvorki á bar eða í lokuðum herbergjum eins og Gunnar Bragi vill halda fram að þingmenn geri. Hér hafa þingmenn gengið of langt. Þingfundur í gangi og þeir áttu að vera í vinnu í sal Alþingis. Burt með svona lið. Óásættanlegt að þeir vermi þingmannastóla. Vilji þeir axla ábyrgð á orðum sínum láta þeir af störum. Maður fyllist ógleði að heyra þá afsaka sig. Bullið sem hefur oltið upp úr Gunnari Braga er með eindæmum. Burt af þinginu ágætu þingmenn sem staðnir voru að verki.Þeir sem kusu þetta lið á þing á líka að sæta ábyrgð og krefjast afsagnar þingmanna sinna.


mbl.is Vilja að Ólafur og Karl segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðu þessir herrar verið við störf í HR, væru þeir reknir

Alþingi hefur meira umburðarlyndi en rektor og starfsmannastjóri HR. Fyrir vægari ummæli en hér hafa verið sögð er maður rekinn. Algerlega óafsakanlegt segir Steingrímur, en þingmenn senda afsökunarbeiðnir til þingmanna sem þeir ræddu um. 

 

Gunnar Bragi og aðrir þingmenn hljóta að flykkja sér að baki kennarans sem sagt var upp vegna vægari ummæla en þeir sjálfir. ,,Gunn­ar seg­ir þing­menn vera eins og annað fólk sem geri mis­tök. „Auðvitað segj­um við af okk­ur ef við brjót­um af okk­ur, ef við ger­um eitt­hvað sem að er gegn þjóðar­hag, þetta er ekk­ert svo­leiðis.“ Þarna séu þing­menn­irn­ir, sem séu hóp­ur sem eigi vel sam­an, fyrst og fremst í „ein­hverju par­tíi að tala óvar­lega og illa [um fólk].“


mbl.is „Maður bara varð sér til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband