Skemmdir á heila þessara barna

Á ráðstefnunni, World Safety 2018, kom fram að margir fátækir foreldrar í Tælandi þjálfa börn sín í boxi. Talið er að rúmlega 100 þúsund börn stundi þetta (tölur frá 2007). Börn keppa við önnur börn allt niður í 5 ára gömul sagði fyrirlesarinn. Löglegt að keppa í boxi sem 15 ára. Rannsóknir á börnum sem hafa boxað í nokkur ár sýna að greindarvísitalan er lægri hjá þeim. Oft er um greindarskerðingu að ræða. Við bætist annar heilaskaði. Fátítt að verndarbúnaður sé notaður.

Hrollur fór um mig þegar rannsakandinn sýndi myndbönd af ungum börnum boxa. Börnin þéna mikla peninga, miðað við heimalandið, af þessum barsmíðum og margir vilja horfa. Ef ekki væri markaður myndi þetta ekki tíðkast. Dapurlegt svo ekki sé meira sagt.


mbl.is „Hann dó eins og vígamaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband