31.3.2017 | 19:14
Hljómar líkt og starf grunnskólakennara
Já það er víst ekki sama hvar í þjóðfélaginu menn vinna. Helgi lýsir starfi sínu sem um margt líkist starfi grunnskólakennarans. Það er alltaf áreiti, kennarar vinna á kvöldin og um helgar og eru nánast til viðtals allan sólarhringinn ef svo ber undir. Grunnskólakennarar fá ekki greidda yfirvinnu, hvorki inni í launum sínum eða sem yfirvinnugreiðslu. Helgi hefur samt rúmlega þreföld laun grunnskólakennara. En það er gott að Helgi sé sáttur við sitt.
![]() |
Hækkuð níu mánuði aftur í tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2017 | 10:16
Vonandi sjáum við slíka dóm hér á landi
Hér á landi mega menn þurrka rykið sem safnast hefur saman á gögn úr skattaskjólum. Þessu fólki á ekki að gefa neinn grið. Meðvitað og skipulega hafa margir flutt peningana sína í skattskjól til að þess að komast hjá greiðslum til samfélagsins. Dæmum þá, þeir eiga ekkert betra skilið.
![]() |
Allt Kaupþingi að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)