Færsluflokkur: Bloggar

Stefna Biden í réttarsal

Rhonda Fleming segist neydd til að fara í sturtu með karlkyns föngum og það brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til friðhelgi einkalífs.

Barist í mörg ár

Í mörg ár hefur Rhonda Fleming mótmælt veru karlmanna í kvennafangelsum. Hún er 58 ára gömul og afplánar 27 ára dóm fyrir Medicare-svik. Hún hefur eytt um þriðjungi ævi sinnar á bak við lás og slá og mestan hluta þess tíma hefur hún verið í alríkisfangelsum. Þar er henni gert að deila aðstöðu, þar á meðal sturtum og salernum, með karlkyns glæpamönnum sem skilgreina sig sem konu.

,,Þegar þeir mæta eru þeir með sítt hár og farða sig til að líta úr eins og kona“ sagði Fleming við The Free Press. Þegar þeir eru komnir inn í kvennafangelsi er skeggið látið vaxa og klippingin breytist í hefðbundna karlmannsklippingu. Haga sér eins og karlmenn.

Flemming höfðaði mál í janúar 2023 gegn alríkisfangelsismálastofnuninni til að benda enda á stefnu Biden og áður Obama um að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, megi afplána í kvennafangelsi. Fleiri mál hafa verið höfðuð en öllum vísað frá. Fyrir nokkru hlustaði dómari í Tallahassee í Flórída á rök hennar af hverju aðstæður í fangelsinu brjóti gegn stjórnarskrávörnum rétti hennar til friðhelgi einkalífsins.

Vinni hún málið gæti það verið mikilvæg fordæmi og rutt brautina fyrir aðra kvenkynsfanga annars staðar í landinu. ,,Það þarf augljóslega eitthvað að gera hér“, segir lögfræðingurinn Jeffrey Bristol sem ver hana ásamt Diego Prstana. Vissulega má velta upp þeirri spurningu hvort Trump hafi ekki tekið af skarið nú þegar hann er kominn til valda.

Rök í málinu

Í málsókn sinni heldur Fleming því fram að henni hafi verið gert að baða með karlmönnum og neydd til afhjúpa nekt sína fyrir þeim. Þetta hafi ítrekað gerst á meðan hún afplánaði í Tallahassee og öðrum fangelsum.

Lögmaður hennar segir að um sé að ræða tíu karlmenn sem hafa verið vistaðir í kvennafangelsum og a.m.k. tveir í Tallahassee fangelsinu. Vegna sameiginlegrar baðaðstöðu var Flemming gert að sýna sig nakta fyrir framan karlmennina CJ og E.T., en skammstöfun fanganna eru notuð í málsskjölum. Hvað E.T varðar gerðist það tvisvar á dag.

Hræddar við þá

Hræðsla kvenfanganna við karlanna veldur að þær drífa sig í sturtu, vilja ekki dvelja lengi þar, segir Flemming. Enginn lögreglumaður fylgist með sturtunum nema neyðartilvik komi upp. Nakin kona í sturtu er í viðkvæmri stöðu en kvenfangar er viðkvæmur hópur.

Fangelsisvörðurinn, Erica Strong, mótmælir ekki að karlmenn hafi aðgang að þessari aðstöðu. Hún heldur hins vegar fram í lögfræðiskýrslu að skilrúm séu fyrir hendi og sturtugardínur til að tryggja réttinn um friðhelgi einkalífsins. Flemming bendir á að tjöldin séu þunn og skítug og margir fangar forðast að snerta þau. Þar af leiðandi eru þau opin.

 Harðir á móti

Í greinagerð frá Fangelsismálastofnuninni kemur fram að þeir geta ekki og munu ekki hætta öryggi trans einstaklinga eða sæta fleirum málaferlum vegna þess að stefnendur líkar ekki að vera hýstur með einhverjum sem hún telur vera öðruvísi en hún sjálf. Karl sem skilgreinir sig sem konu.

Öll alríkisfangelsi kvenna í Bandaríkjunum leyfa karlkyns glæpamönnum, sem skilgreina sig sem konur, að afplána í kvennafangelsi. Þetta hófst árið 2010, undir stjórn Obama. Á þeim tíma upplifðu fangelsisyfirvöld aukningu í fjölda karlkyns fanga sem skilgreina sig sem konu.  Þeir óskuðu eftir leiðbeiningum um hvar ætti að staðsetja umrædda fanga. Árið 2012 gaf dómsmálaráðuneytið út ,,handbók um ,,transgender" afbrotamenn,, sem leyfði" flokkun eftir kynvitund þegar það á við," óháð kynfærum viðkomandi.

Nú hefur Trump lagst á vogarskálarnar með konum. Úthýsa á körlum, sem skilgreina sig sem konur, úr rýmum kvenna.

Heimild


Nei umburðarlyndi J.K. Rowling hefur ekki minnkað

Menn velta fyrir sér hvort hinn frægi rithöfundur J.K. Rowling hafi minna umburðarlyndi fyrir ,,transinu“ en áður. Hún hefur lagst á sveif með baráttu kvenna, halda körlum utan við kvennaíþróttirnar, fangelsin og einkarýmum kvenna.

JK Rowling hefur gagnrýnt trans spretthlauparann Valentinu Petrillo opinberlega, kallað Valentinu ,,svindlara", líkt og Iman Khelif, boxarann sem boxaði stúlkur.

Ýmist fagna menn ummælunum eða fordæma. Rowling hefur fordæmt þátttöku karla, sem skilgreina sig sem konur, í íþróttum kvenna og ekki að ósekju. Hér er ekki um líffræðilegar konur að ræða.

Þessi samanburður hefur ýtt enn frekar undir umræður um siðferði trans þátttöku í keppnisíþróttum, þar sem sumir halda því fram að það grafi undan árangri kvenna. Í Bandaríkjunum tóku þeir af alla vafa þegar kemur að háskólum og íþróttum, karlar fá ekki að taka þátt. Vonum að þessi afstaða breiðist um heiminn.

Stuðningsmenn trans-fólks fagna hins vegar árangir hlauparans og traðka þannig á mannréttindum stúlkna og kvenna, ekki bara í íþróttum heldur almennt.

,,Þessir íþróttamenn hafa barist hart fyrir því að vera sýnilegir og virtir. Þeir eiga skilið stuðning okkar, ekki fordæmingu," sagði einn LGBTQ+ aðgerðarsinni. Gott og vel segir getum við sagt, en þeir geta verið sýnilegir í karlaflokki þar sem þeir eiga heima. Þeir þurfa ekki að taka pláss og möguleika frá konum. Þeir gera það í krafti karlmannsstyrks og vita það.

Íþróttir eiga að vera kynjaskiptar

Á meðan sumir styðja skoðun rithöfundarins, líta aðrir á það sem árás á meginreglur jafnréttis og viðurkenningar sem íþróttir ættu að fela í sér. Íþróttakeppni á ekki að fela í sér að stúlkur og konur þegi yfir þátttöku karla í kvennaíþróttum. Slíkt gerðist í Danmörku, þar átti að troða drengjum, sem skilgreina sig sem stúlkur, inn í kvennaboltann. Þar hefur sú ákvörðun mætt andstöðu og því meira sem er fjallað um málið á opinberum vettvangi því meiri andstöðu fær það.

Það verður að finna aðra lausn fyrir þá sem líður illa í eigin skinni og vilja stunda íþróttir. Það á ekki að bitna á stúlkum.

Rowling skrifaði; ,,Þetta er ósanngjarnt." ,,Að leyfa einhverjum sem fæddist karlkyns að keppa í kvennaíþróttum grefur undan heilindum kvennaíþrótta. Valentina Petrillo, með fullri virðingu, svindlar.“

Í greininni segir, ,,Petrillo, sem breyttist síðar á ævinni, hefur getið sér gott orð sem einn hraðskreiðasti spretthlauparinn á Ólympíumóti fatlaðra. Metárangur Petrillo hefur gert hana að fyrirmynd margra í íþróttasamfélagi fatlaðra.“ Fyrir það fyrsta tók þessi einstaklingur út kynþroska sinn sem karlmaður. Og í öðru lagi þá er þetta ekki met fatlaðrar konu. Til að Petrillo fengi að taka þátt sat kona heima. Nei það á enginn að taka svona einstakling sér til fyrirmyndar og hvað þá að skrá árangur hans í sögubækur kvenna, það er svindl.

Blaðið veltir upp hugmyndinni um hvort Rowling hafi fylgi við málstað sinn. Þeir ættu bara að vita. Að sjálfsögðu ætti hver kona að standa með kynstystum sínum þegar karlmenn vilja yfirtaka íþróttir þeirra og rými.

Hér má hlusta á Helen Joyce fjalla um málið við Debbie Hayton sem spurði hvort rithöfundurinn hafi gengið of langt. Gamalt kunnugt stef heyrist þarna, við eigum að taka tillit til karlanna af því þeir eiga svo bágt. En eins og Helen segir, hugsum um stelpurnar t.d. þegar kemur að íþróttum þar sem karlmönnum er blandað saman við konur vegna skilgreiningar.

472618154_1042530407903730_865703048673757972_n


Biskupar og prestar skilja ekki það sem Trump gerir fyrir konur

Stuttu eftir að Trump tók við sem forseti hóf hann störf og gaf út tilskipanir. Ein tilskipunin setur hinsegin menninguna á sinn stað og segir það sem allir vita, kynin eru tvö.

Trump gaf út tilskipun um að opinberlega verða kynin bara tvö í Bandaríkjunum. Það verður framvegis einungis hægt að skrá sig karlmaður eða kvenmaður í opinberum skjölum eins og í vegabréfi, ferðaáritunum og þetta verður framvegis óbreytanlegt segir á síðunni Kønsdebat. Þetta á Ísland að taka upp, fyrr en seinna.  

Þessi nýja kynjastefna þýðir að ,,trans-konur“, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, er ekki viðurkenndur sem kona. Það þýðir m.a. að þessi tegund karlmanna fer ekki í kvennafangelsi. Stofnanir eins og fangelsi, kvennaathvörf og flóttamannabúðir eiga að taka mið af þessari stefnu ,,til að tryggja að einkarými sem hugsuð eru fyrir konur og stúlkur, séu ætluð kyni ekki sjálfsmynd.“

Trump afturkallaði tilskipun Biden-stjórnarinnar sem átti að binda enda á mismunun á grundvelli kynvitundar og kynhneigðar. Í framtíðinni verður að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að ,,stöðva alríkisfjármögnun kynjahugmyndafræðinnar." Ekki er lengur heimilt að nota ríkisfé og skattfé til kynbundinna aðgerða: ,,Hver stofnun verður að meta skilyrði til styrks og óskir viðtakenda og tryggja að féð ýti ekki undir kynjahugmyndafræði."

Atvinnurekendur eiga framvegis að tryggja einkynja rými, sem vísar sennilega til salerna og búningsklefa, þó svo að ekki sé farið dýpra í það.

Trump hefur mörgum sinnum í kosningabaráttu sinni sagt að hann vilji fjarlægja karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, og að vók hugmyndafræðin eins kynjafræði eigi að fjarlægja frá amerískum skólum. Þetta hefur ekki komið sem tilskipun eða lög enn sem komið er.

Hægt að sjá nánari skilgreiningu á heimasíðu Hvíta hússins.

Vókistar Íslands innan kirkjunnar

Biskup Íslands og margir klerkar landsins virðast ekki styðja baráttu kvenna sem vilja losna við karlmenn úr einkarýmum kvenna, fangelsum, kvennahvörfum og íþróttum. Það sést best á þeim skrifum sem hafa birst og stuðningsyfirlýsingu við vók biskup Bandaríkjanna.

Það er þyngra en tárum taki að viðkvæmasti hópur kvenna fái ekki stuðning klerkastéttarinnar á Íslandi.

Vók biskup Bandaríkjanna sagði ,,Það eru samkynhneigð og trans börn í fjölskyldum demókrata, repúblikana og óháðra...“ Það breytist ekkert. Fólk má vera samkynhneigt og trans ef það skilgreinir sig þannig. Það getur áfram kallað sig allt mögulegt, ríkisvaldið mun bara ekki skrá það í opinber gögn. Það má flagga sínum fána áfram, ríkið mun ekki gera það. Íslenskar stofnanir ættu að taka það sér til fyrirmyndar. Hér á landi eru bæði kirkjur og skólar notaðir sem áróðurtæki.

Það er í reynd trans-hreyfingar sem gera aðsúg að samkynhneigðum, sérstaklega lesbíum. Enn og aftur, konur þurfa að gefa eftir fyrir karlmönnum. Trans-hreyfingarnar vilja að karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, geti verið lesbíur og hafi aðgang að þeim hópi kvenna rétt eins og í fangelsum, íþróttum og kvennaathvörfum.

473532891_10170619295260297_1881915465155941758_n


Dekrað við nauðgara í fangelsi

Dómsskjöl hafa leitt í ljós að Washington-ríki greiddi fyrir barnanauðgara til að gangast undir trans aðgerð eða eins og það er kallað ,kynstaðfestandi" aðgerð á meðan hann var vistaður í kvennafangelsi í Gig Harbor. Brooke. Lyn Sonia, áður þekkt sem Brett David Sonia, afplánar dóm fyrir skelfilegt kynferðisofbeldi gegn ungri stúlku. Hann var dæmdur í tveimur fylkjum.

Sonia var sakfelld fyrir tugi ákæra sem tengdust nauðgun og misnotkun á barni. Hann hóf samband við ólögráða einstakling í Strafford-sýslu í New Hampshire, þar sem hann misnotaði stúlkuna kynferðislega og myndaði ósæmilegar athafnir. Síðar flutti hann fórnarlambið yfir fylkismörk, til Los Angeles-sýslu í Kaliforníu, þar sem hann hélt ódæðinu áfram.

Til að gera langa sögu stutta þá kvartaði hann í sífellu yfir að fá ekki staðfestingu á að hann væri ,,trans“ og fengi t.a.m. kvennærföt til að ganga í.

Þeir sem vilja lesa meira um málið geta það hér.

Trump boðaði breytingar í þessum málaflokki, hann ætlar að stoppa þessa misnotkun á kerfinu, því kynin eru tvö og ekki hægt að breyta því. Þessum breytingum hljóta allir að fagna. Hlusta má á góða skýringu á gjörðum forsetans hér og hann er ekki sammála öllu.

 


Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!

Margt áhugavert fer fram í hópnum sem kallar sig Baráttuhópur um ofbeldismenningu. Hvergi er eins miklu ofbeldi beitt og þar. Menn láta sitt hvað út úr sér.

Eldur Kristinsson gerði embættistöku Trump skil á eigin síðu. Eins og mörgum líkar honum vel að forsetinn hafi tekið við völdum og sér í lagi þær vegna þeirra breytinga sem hann ætlar sér að gera. Segir sannleikann, tvö kyn.

Kennari að nafni Kristín Elfa Guðnadóttir, leikskólakennari, fer á kostum inni á síðunni um ofbeldismenningu. Ef orð hennar eru tengd við þessa grein þá blöskrar manni, fyrirmynd kennara í orði og á borði.

Í færslunni tekur hún rangan pól í hæðina. Eldur hatar ekki nokkurn mann. Hann talar hins vegar fyrir því að börn séu ekki send í hormónameðferðir, þeim sé sagður sannleikurinn um kyn (aðeins tvö), að strákar taki ekki sæti stúlkna í íþróttum undir nafninu ,,skilgreini mig sem stúlku eða konu“ og ekki sé hægt að breyta kyni.  Eldur hefur líka talað gegn skurðaðgerðum, s.s. tvöföldu brjóstnámi á unglingsstúlkum en það þekkir hann frá Bretlandi.

Eldur hefur líka sagt, það mega allir skilgreina sig eins og þeir vilja en það á ekki að ganga á réttindi annarra eins og lög um kynrænt sjálfræði gerir nú. Eðlilegt, ekki satt. Þátttaka karlmanna, sem skilgreina sig sem konu, gagna á réttindi kvenna. Ekkert hatur í að segja sannleikann.

Að kennari setji sig upp á móti þeim málflutningi er í hæsta máta undarlegt. Stúlkur virðast ekki njóta réttinda í huga Kristínar Elfu haldi hún þessu fram sem hún skrifar í færslu sem má sjá neðar og kannski ekki börnin heldur.

Kristín Elfa Guðnadóttir er kennarastéttinni til háborinnar skammar en hún merkir sig á forsíðumynd samfélagsmiðilsins sem kennara.

Nú má velta fyrir sér hvort Kennarasambandi Íslands sé ekki misboðið að félagsmaður sinni hafi uppi svo hatursfull ummæli, að sjóarar (með allri virðingu fyrir þeim) verða nunnur í samhengi við þennan málflutnings kennarans!

Þjóðin ætti að vera stolt að fjáfesta í svona kennurum. Vonandi taka nemendur ekki upp orðfæri Kristínar Elfu kennara. 

Kristín Elfa 1Kristín Elfa


Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga

Þegar ræða átti hvort karlmenn sem skilgreina sig sem konur mættu spila fótbolta með kvennliðum á þingi DBU-Jótlandi um síðustu helgi sagði danska ríkissjónvarpið frá málinu. Það var ekki hlutlaust í málflutningi sínum og minnir á fréttaflutning Ruv og Stöðvar 2."Það var ekki hlutlaust í málflutningi sínum og minnir á fréttaflutning Ruv og Stöðvar 2.

Í tilefni fréttarinnar var rætt við tvo karlmenn sem vilja spila í kvennaflokki. Ekki rætt við eina einustu konu um af hverju þær vilja ekki karlmenn í liðin sín. Til að tryggja að fréttaflutningur trans-aðgerðasinna á fjölmiðlinum kæmist til skila þá leyfðu þeir ekki athugasemdir við fréttina. Það gerði hins vegar TV2, menn lágu ekki á skoðunum sínum.

Karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir, baðklefa eða salerni. Mjög skýrt.

DR hefur líka talað um rétt ,,trans-barna“ til að spila fótbolta, sá réttur byggist á að traðka á réttindum annarra barna segir Ulf. Miðillinn ræðir ekkert um rétt stúlkna og kvenna til að spila fótbolta án karlmanna, öryggi þeirra og réttláta keppni. Ulf hefur fjallað um málið á síðunni sinni.

Bandaríkin felldu úr gildi lög um að kynvitund ráði frekar en kyn þegar kemur að íþróttum. Loksins er einhver með viti við völd þarna ytra. Konur eiga að fagna þessari niðurstöðu, og það vel. Heimskan á sér engin takmörk þegar taka á mið af upplifun einstaklings fram yfir líffræðilegt kyn þegar íþróttir eru annars vegar og lagasetningar.

Nú hefur Trump tekið við. Sumir gleðjast, aðrir ekki. Eitt er víst, þeir sem fylgja ekki trú trans-hreyfinga um að kynin geti verið mörg fá skítkast frá hinum sem fylgja trúnni. Konur í íþróttum fylktu sig á bak við Trump.

467371635_10224642051071398_780910138664168244_n

 


Ungar lesbíur vilja ekki karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, og segjast vera lesbía

Hér má hlusta á áhugavert viðtal við unga lesbíu, Alison Ellis. Hún segir frá þeim vanda sem ungar lesbíur glíma við í dag vegna trans-hugmyndafræðinnar.

Mjög fljótlega í viðtalinu segir hún frá þegar hún áttaði sig á að hún væri samkynhneigð. Leitaði í hinsegin samfélagið heima hjá sér. Þar uppgötvaði hún hversu rugluð hugmyndafræðin er. Allir voru uppnefndir eitthvað en hún hitti enga lesbíu. Síðan var henni hent út.

Hún bendir líka á hættuna sem fylgir TikTok og þau áhrif sem miðillinn hefur á börn og ungt fólk. Talað um að unga fólkið noti um tvo tíma á dag á TikTok. Læknar sem auglýsa eyðileggingu á líkama barna auglýsir á miðlinum.

Alison Ellis fer yfir hvaða baráttu lesbíur heyja. Mörgum karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, og segjast vera lesbíur hafa atast í þessum ungu konum, sem elska einstakling af sama kyni. Hún segir að margir hafa notað orðið TERF yfir hana. Það orð fundu trans-hreyfingar upp um þá, sérstaklega konur, sem aðhyllast ekki trans-hreyfinguna og allt sem þau gera.

Áhorfandi segir frá hvernig lesbíur í Noregi búi við það sama, ágang karla sem halda að þeir séu lesbíur af því þeir skilgreina sig sem konu.

Hennar tilfinning er að menn reyna að trans-gera samkynhneigða og henni finnst það fáránlegt.

Hér má sjá heimsíðu samkynhneigðra því þeim finnst þær ekki heima í transinu.

Skjámynd_18-1-2025_13134_www.youtube.com, jo lesbía


Kennari í Menntaskólanum við Sund skekkir niðurstöðu nemanda

Á samfélagsmiðlum birtast oft beiðnir um þátttöku í könnun. Sjálfsagt að aðstoða framhaldsskóla- og háskólanema sé þess kostur með þátttöku.

Bloggari ætlaði að svara einn slíkri, rannsóknarefnið; viðhorf kynjanna til stjórnmála. Þegar könnunin opnaðist blasti þetta við.

Skjámynd_15-1-2025_1505_docs.google.com

 

 

 

 

 

 

Sem sagt þátttakendur spurðir um kyn. Tvö fyrstu er rétt, til eru tvö kyn, karl og kona. Kennari segir nemanda sínum, sem stundar nám í Menntaskólanum við Sund, að hitt verði að vera. Sem sagt lýsingarorð á einhverjum sem vill ekki viðgangast eigið kyn er allt í einu möguleiki um ,,kyn“ hjá fræðimanni sem kallast kennari. Engum ber skylda til að nota þetta orðfæri sem sett er í könnunina.

Valmöguleikinn annað- hvað getur fólk verið annað en karl og kona samkvæmt líffræðinni? Varla dýr, bíll, hús, fatnaður eða?

Veit ekki- hverslags þvæla er þetta, auðvitað vita allir hvort kynið þeir eru. Það stendur á fæðingarvottorðinu. Ef ekki það þá hafa allir lært líffræði um hver munur er á karli og konu.

Þegar ég tjáði rannsakanda af hverju ég tæki ekki þátt í svona könnun, því ljóst er að hann getur aldrei varpað réttu ljósi á viðhorf kvenna og karla til stjórnmála, sagðist hann skilja rök mín og virða af hverju ég tek ekki þátt. Rannsakandinn bætti við ,,… samkvæmt mínum kennarar varð þessi valmöguleiki að vera þarna.“ Trúarstefna kennara yfirtekur skynsemi nemanda.

Þetta er dæmi um hvað kennarar eru komnir langt í hinsegin hugmyndafræðinni. Nemendur skyldaðir til að bera þvæluna á borð fyrir almenning í könnunum. Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði þessa hugmyndafræði bólu. Kennarar á Akureyri virðast dýrka og dá þessi fræði, eins og lesa má hér.

Vonandi hugsa fleiri sig um áður en tekið er þátt í svona könnun sem skekkir tölfræði kynjanna. Þessu þarf að breyta og það er eingöngu gert með að halda sér til hlés eða hafa því þegar svona kannanir eru gerðar.

 


Danskar konur stofnuðu samtök- taka á ákveðnum þáttum trans-hugmyndafræðinnar

Bloggari tekur hatt sinn ofan fyrir þessum dönsku konum. Þær sjá að kvenréttindafélög, líkt og á Íslandi, ætla sér ekki að berjast fyrir réttindum kvenna. Þessi félög, ásamt mörgum öðrum, hoppuðu á trans-hugmyndafræðina og þá er líffræðilega kynið kona ekki hátt skrifað.

Eins og Dorte Toft segir; Þar sem gömlu kvennasamtökin eru annað hvort algjörlega þögul um líkama karla á kvennasviðum eða samþykkja það, er nauðsynlegt að stofna nýjan hóp sem heitir Kvenréttindi. Baráttan beinist eingöngu þeim þáttum trans-hugmyndafræðinnar sem hefur neikvæð áhrif á konur, börn, ungt fólk og tjáningarfrelsi og nauðsynlegt að berjast á móti. Það er líka trans-fólk sem hefur þá skoðun.

Kvinderettigheder heldur úti síðu þar sem lesa má greinar og annan fróðleik. Þar er líka sagt af hverju félagið var stofnað. Má þar nefna nokkra þætti af síðunni, en þar segir;

Við erum breiður hópur kvenna sem höfuð það að markmiði okkar að vernda rétt kvenna, tjáningarfrelsið og öryggi.

Við teljum að þessum þáttum sé ógnað af trans hugmyndafræðinni og talsmönnum hennar sem halda fram að…

…menn séu konur hafi þeir ,,tilfinningu fyrir að vera kona“

…kynvitund sé fremri líffræðilegu kyni, í öll samhengi

…fólk geti skipt um kyn

…þegar talað er um að vernda eigi kvenkynið tekur það m.a. á:

…þegar íþróttahreyfingar leyfa líffræðilegum körlum að taka þátt í kvennaíþróttum

…bað- og búningsklefar kvenna eru opnir karlmönnum sem skilgreina sig sem konur

…stjórnmálamenn leyfa líffræðilegum körlum að skipta um kyn með lögum um kynrænt sjálfræði án meðferðar, læknaúrskurði o.fl.

…karlmenn séu teknir með í tölfræði kvenna vegna lögfræðilegra kynskipta, þannig að hin raunverulega tölfræði skekkist

…stjórnmálamenn og samtök noti orð eins ,,persónur með leg“ ,,ófríska manneskjan“ og ,,Cis-konur“ til að þess að forðast orðið konur, eins og það sé eitthvað ljótt

 

467031687_861622526146525_9083849227163790077_n


Er ,,woke“ tímabilinu lokið?

Áður en Donald Trump tekur við embætti má benda á vaxandi andstöðu viðskiptalífsins gegn pólitískt rétttrúnaði s.s. ESG (Environment, Social and Governance) frumkvæði varðandi loftslags- og umhverfismál og woke DEI (Diversity, Equity, and Inclusion), frumkvæði varðandi innflytjendur, minnihlutahópa, LBGT+ o.s.frv.

Walmart

Áhrif bandarísku smásölukeðjunnar Walmart á bandaríska hagkerfið eru sannarlega mikil. Sem stærsti einkarekni vinnuveitandi og smásali landsins hefur það mótað efnahagsstefnu og neytendahegðun. Áhersla fyrirtækisins á lágt verð hefur verið tvíeggjað sverð: þó að það útvegi milljónum fjölskyldna vörur á viðráðanlegu verði, hefur það einnig verið gagnrýnt fyrir lág laun og neikvæð áhrif á staðbundna smásölu.

Deilt er um hvort hlutverk Walmart í hagkerfinu sé mikið. Nú hefur keðjan gengið til liðs við fjölda annarra stórfyrirtækja – þar á meðal bílaframleiðendurna Toyota Motor, Ford Motor Co., Lowe's, Harley-Davidson, Deere og Co., Boeing, Stanley Black og Deckers og Molson Coors – og er að draga úr frumkvæði sínum þegar kemur að fjölbreytileika, jöfnuði og þátttöku (DEI) til að forðast sniðgöngu íhaldsmanna.

 Þessar víðtæku breytingar hjá Walmart fela í sér að draga sig út úr mannréttindaherferðum, s.s. þeirri sem stofnuð var eftir morðið á George Floyd 2020. Fyrirtækið mun binda enda á ívilnun á grundvelli kynþáttar eða kyns.

,,Við höfum verið á ferðalagi og vitum að við erum ekki fullkomin," sagði Walmart í yfirlýsingu 28. nóvember 2024. Þeir vilja ítreka að þeir eru allra án þess að upphefja einn hóp fram yfir annan.

Walmart og önnur fyrirtæki sem horfðu til DEI frumkvæðinu kemur eftir dóm hæstaréttar sem bannar jákvæða mismunun við inntöku í háskóla.

 Spurning hvort breyting á afstöðu Walmart hreyfi við samkeppnisaðilum eins og Amazon og Target.

Target var gagnrýnt fyrir að selja ,,woke“ vörur í ,,Pride“ mánuðinum. Aðgerðasinnar skipulögðu sniðgöngu og sumir gengu svo langt að hóta starfsmönnum Target sem olli truflunum í verslunum.

Að lokum hætti Target að selja ,,woke-Pride“ vörur í búðunum. 

Amazon fylgir eftir

Vefverslun Amazon minnkar stuðning sinn til fjölbreytileikans og hefur afnumið stefnu sína til að vernda ólíka starfsmannahópa.

Með blikkandi broskall sem lógó hefur netverslunin Amazon reynt að kynna sig sem fjölskylduvænt og fjölbreytt fyrirtæki í mörg ár. Fyrirtæki Jeff Bezos hefur ítrekað lagt áherslu á að það sé einnig skuldbundið til að vernda minnihlutahópa.

 Ekki er langt síðan LGBT-starfsmenn póstpöntunarfyrirtækisins birtust undir titlinum ,,Glamazon" í Pride skrúðgöngum og bara á síðasta ári tilkynntu LGBT-starfsmenn fyrirtækisins fjölbreytta stefnumörkun netverslunarinnar undir kjörorðinu "#ProudToBeMe: Hvers vegna það er eðlilegt að vera öðruvísi hjá Amazon".

 Nú hefur Amazon hins vegar, að því er virðist án mikillar umræðu, fjarlægt nokkrar stefnur af vefsíðu sinni sem miða að því að vernda starfsmenn, þar á meðal loforð um ,,samstöðu" með svörtum starfsmönnum sínum og heilsugæslu fyrir trans-fólk, eins og tímaritið Advocate greindi frá og vitnaði í Washington Post.

 Að sögn talsmannsins var loforð fyrirtækisins um að ,,vinna á alríkis- og ríkisstigi í Bandaríkjunum að löggjöf" sem myndi veita trans-fólki vernd gegn mismunun einnig fjarlægt.

McDonald’s kvaddi líka fjölbreytileikann

Önnur amerísk fyrirtæki eins og skyndibitakeðjan McDonald’s og mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson hafa líka fjarlægt stefnu sína um fjölbreytileikann.

Á sama tíma gagnrýndi forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, nýlega í viðtali það sem hann lýsti sem ,,menningarlega geldingu" í Umhverfi fyrirtækja og hélt því fram að vinnustaðir þyrftu jafnvægi á milli karla og kvenna til að ná árangri.

Chr. Hansen

Þróun ,,woke“ andstöðunnar í Bandaríkjunum er að hluta til knúin áfram af hótunum um sniðgöngu og fyrirtæki óttast um tekjur sínar. Dönsk fyrirtæki á Bandaríkjamarkaði finna fyrir þessu líka

Matvælarisinn Christian Hansen hætti þegar árið 2023 stuðningi sínum við regnbogafána, ,,pride“ og LGBT+!

Mánudaginn 26. júní 2023 flutti Dagblaðið Børsen þær fréttir að gríðarleg U-beygja ætti sér stað hjá danska matvælarisanum Christian Hansen. Í miðri sameiningu Chr. Hansen og Novozymes hætti Chr. Hansen stuðningi sínum við LGBT+ samfélagið á samfélagsmiðlum og annars staðar þar sem stuðningur hafði verið.

Samkvæmt Børsen voru það hótanir og sniðganga sem fékk Chr. Hansen til að taka ákvörðum um að stoppa allan stuðning við ,,pride“, trans-fánann og lgbt+.

,,Sem forstjóri og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn er það á okkar ábyrgð að tryggja að starfsemi Chr. Hansen sé í samræmi við heildarstefnu okkar og viðskiptamarkmið. Þetta þýðir að við tökum stundum erfiðar ákvarðanir eins og þessar þrátt fyrir að vera meðvituð um sársaukann sem það veldur," sagði forstjóri Chr. Hansen, Mauricio Graber, í skilaboðum fyrirtækisins til starfsmanna.

Heimild

Hér má hlusta á Frosta Logason fjalla um málið með svipuðum hætti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband