Færsluflokkur: Bloggar
9.6.2024 | 09:28
Tans aðgerðasinni dæmdur fyrir hatursorð
Hlaut að koma að því. Miðað við skilaboðin sem fólki eru send sem eru ekki sammála trans aðgerðasinnum var þetta spurning um hvenær ekki hvort. Við höfum hins vegar nokkur mál sem voru á hinn veginn, trans aðgerðasinni kærði þann sem fór með sannleikann, en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Trans aðgerðasinnar ganga langt í baráttunni fyrir lyginni. Glenn Mullen, 31 árs, gekk svo langt að hóta konum lífláti vegna skoðana þeirra. Hann fékk dóm. Kennarinn á Akureyri krafðist atvinnumissi einstaklings og hvatti aðra til að óska þess sama. Munur á. Stór munur á. Annað refsivert hitt ekki.
Ábyrgð fylgir orðum, í ræðu og riti, hvort sem þau eru refsiverð eður ei.
J.K. Rowling er ein þeirra sem Mullen hefur hótað. Hún jók öryggisgæsluna fyrir vikið. Lítur oftar um öxl en áður. Hótanirnar tóku einnig sinn toll af Rosie Duffield, þingmanni Verkamannaflokksins fyrir Kantaraborg. Mullen lét dæluna ganga yfir Posie Parker sem skipuleggur baráttufundi fyrir konur. Hún hefur farið víða um Bretland og heim.
Þegar Posie Parker hélt baráttufund í Glasgow sagðist Mullens sennilega ekki hata það að sjá bíl keyra inn í þvöguna og að konurnar myndu springa eins og ruslapokar fullar af bökuðum baunum. Á mannamáli- lýsir hryðjuverki. Margir telja svona fólk eins og hann veikt á geði, en það er önnur saga.
Hér eru tvödæmi um skilboð Mullens:
,,Ég ætla að drepa JK Rowling með stórum hamri. JK Rowling er hræðileg og ég hata hana svo mikið."
,,Ég ætla að hitta Rosie Duffield á barnum með stóra byssu. Ég hata hana svo mikiÄ. Kærar þakkir."
Hér er um að ræða konur sem berjast fyrir konur og að lygin nái ekki fótfestu í samfélögum manna.
Mullen fékk vægan dóm, átta vikur í fangelsi eða tvö ár á skilorði. Hann var auk þess fjarlægður frá samfélagsmiðlum í ákveðinn tíma.
Saksóknari sagði: ,,Skilaboðin sem birt var á samfélagsmiðlum voru markviss og áhyggjuefni. Hljóðupptökurnar hafa haft veruleg áhrif á fórnarlömbin tvö, sem ollu þeim uppnámi, áhyggjum og vanlíðan þegar þær heyrðu skilaboðin.
Oft má sjá hreinar aftökur á mannorði og persónu opinberlega án þess að fyrir því sé annað en skoðanamunur. Sumir fá aldrei uppreisn æru. Þeir sem hafa mótmælt trans hugmyndafræðinni eins og hún er borin á borð hafa fengið að kenna á því.
Hér má lesa frétt um málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2024 | 08:52
Vinnuumhverfisnefnd Kennarasambandsins dregur lappirnar
Á síðasta þingi KÍ var samþykkt að veita fjármagni í rannsókn á upplifun kennara á ofbeldi og ofbeldisfullri hegðun nemenda gagnvart stéttinni. Rannsóknir frá hinum Norðurlöndunum sýna að aukning á slíkri hegðun eyjst frá ári til árs undanfarin áratug.
Þegar bloggari les um danska rannsókn, sem 9000 grunnskólakennarar tóku þátt í, sem sýnir að um 41% kennara upplifa ofbeldi eða ógnandi hegðun frá nemendum fer um hann. Þrír af hverjum fjórum kennurum sem upplifa ofbeldið segja að engin eða lítil aðstoð sé boðin í tengslum við atburðinn.
Kennararnir segja líka að þó þeir tilkynni ofbeldið fá þeir ekki viðeigandi aðstoð en um 76% þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða ógnandi hegðun sakna viðeigandi aðstoðar.
Aðspurður um málið sagði Magnús Þór Jónsson formaður Kí að málið væri á borði Vinnuumhverfisnefndar sambandsins. Dugleysi nefndarinnar með ólíkindum, ekkert gerist.
Formaður Vinnuumhverfisnefndar er sá sem á ýta eftir málinu. Síðan er það starfsmaður nefndarinnar sem virkar eins og ,,aðstoðarmaður ráðherra, ræður miklu en nánast valdalaus. Þessir tveir þurfa að hrista af sér framkvæmdardeyfðina og koma rannsókninni á koppinn. Hinir stjórnarmenn eiga líka að láta til sín taka. Þeir sem sitja í stjórn nefndarinnar eru:
Hólmfríður Sigþórsdóttir
Fulltrúi FF (Félag framhaldsskóla)
Katrín Lilja Hraunfjörð
Fulltrúi FSL/SÍ/FS (Leikskólinn)
Kristín Ásta Ólafsdóttir
Fulltrúi FG (Félag grunnskólakennara)
Petrea Óskarsdóttir
Fulltrúi FT (Félag tónlistarkennara.
Hér má lesa frétt dönsku kennarasamtakanna (grunnskóla) um ofbeldið þar í landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2024 | 10:42
Skólakerfið þarf að hysja upp um sig
Enn ein svört skýrsla um skólakerfið hefur litið dagsins ljós. Margir samverkandi þættir valda því að drengir þrífast ekki eins vel í skólakerfinu og stúlkur. Reyndar hafa menn bent á þetta árum saman, það gerir bara enginn neitt. Skýrslur og rannsóknir um efnið hlaðast upp í skáp ráðherra menntamála.
Fagleg stjórnun skóla er eitt af vandamálunum. Stjórnendur eru of eftirlátsamir á fræðslu og kennslu sem fylgir ekki vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Alls kyns hugmyndafræði og stefnur eru teknar inn, tíma eytt í það og grunnfærnin víkur til hliðar. Ef menn vissu um allar þær stefnur sem til eru og grunnskólar tekið undir sinn verndarvæng yrðu þeir hissa. Mismargar stefnur eru í hverjum skóla og reynslan er að rjóminn er fleyttur ofan af.
Í skýrslunni stendur: ,,Eflum kennaranám á Íslandi með þjálfun í vísindalega staðfestum kennsluaðferðum og mælum árangur af þeim. Kennaranáminu var breytt fyrir nokkrum árum. Krafa um master. Náminu var líka breytt þannig að nú getur sá sem hefur bakkalárnám í einhverju fagi tekið tveggja ára master og orðið grunnskólakennari á öllum stigum. Menn spyrja, vantar ekki eitthvað inn í námið? Hafa þau þrjú ár sem B.Ed. gefur ekkert gildi. Eftir því sem bloggari best veit fer fram undirstöðumenntun kennara á þessum þremur árum. En til að móðga engan má ekki ræða þetta.
Námsmat
Námsmat í grunnskóla er út úr öllu korti. Kennarar kvarta sáran undan bókstafagjöfum. Til viðmiðunar gildir D svona 0.0-4.5 eða 4.9 eftir skóla. Nemandi sem fær D hvað eftir annað veit ekki hvort hann bætir sig. Fengi hann tölu, t.d. 2 fyrst, næst 3.5 og svo 4.5 þá sér hann að hann hefur bætt sig. Sama með aðra bókstafi. Enginn áttar sig á hvað ,,á góðri leið þýðir, frá hverju og hvert? Í skýrslunni segir: ,,Einnig er mikilvægt að hafa skýrar upplýsingar um námsárangur á öllum skólastigum, ekki síst yngri stigum grunnskóla.,,Setjum upp námsmat þar sem nemendur geta borið sjálfan sig saman á skilvirkari hátt við eigin fyrri stöðu.
Talað er um hæfniviðmið. Eigi menn barn á grunnskólaaldri skilja þeir hvað er átt við með þessu:,,Endurtekin gagnrýni kom fram á fyrirkomulag hæfnimiðaðs námsmats í samræmi við ákvæði aðalnámskrár. Það kom fram hjá öllum hópum að notendur ættu í erfiðleikum með að átta sig á eðli hæfnieinkunna, að fyrirkomulagið væri óaðgengilegt, ógagnsætt og illskiljanlegt. Bent var á að hæfniviðmiðin væru svo opin og í mörgum tilvikum svo huglæg að þau vörðuðu illa leið nemenda í námi og veittu litla endurgjöf varðandi stöðu hverju sinni. Umræða meðal kennara hefur verið á þessa leið í mörg ár. Samt gera þeir ekkert í þessu, krefjast ekki breytinga. Því má réttilega segja eins og í skýrslunni: Gæði menntakerfis fer aldrei fram úr gæðum kennarana.
Að vera strákur
Sú linnulausa herferð gegn drengjum undanfarin áratug er meiri en góðu hófi gegnir. Hópar kvenna hafa tekið sig saman til að senda strákunum skilaboð um hve ómögulegir þeir eru. Þeir gera ekkert rétt, eru aumingjar, nauðgarar, óalandi og óferjandi. Margir hafa bent á hvað þessi umræða getur verið skaðleg og bloggari efast ekki um það, hvorki sem móðir, amma eða kennari. Í skýrslunni segir: Öll skilaboð út í kosmósið í menntakerfinu er að það þykir ekki kúl að vera strákur. -Viðmælandi í áhrifastöðu í menntakerfinu.
Hér er enn ein endurtekning á orðum sem hafa glumið á samfélaginu í áratugi. Það vantar karlkennara. Samt gerist ekkert. Enginn leitar lausna til að fjölga karlmönnum í stétt grunnskólakennara. Þeir karlmenn sem bloggari ræðir við sem kennara og hafa hætt benda á stöðuna sem karlmenn eru í varðandi orðspor. Margir karlkennarar vilja ekki vera einir með unglingsstúlkum í rými. Lesi hver í þessi orð en bloggari vísar á greinar sem voru skrifaðar fyrir fáum árum. Klisjan í skýrslunni er: ,,Við þurfum öll fyrirmyndir í lífinu og staðan er sú að karlmönnum við kennslu fækkar og fækkar. Það þarf að fjölga karlkennurum. Börn þurfa að hafa ólíkar fyrirmyndir og ekki einsleitar og í dag eru drengir líklega ekki með mikið af karlfyrirmyndum fyrir framan sig í skólakerfinu.
![]() |
Annar hver drengur nær ólæs eftir tíu ár í skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.6.2024 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2024 | 16:55
Atvinnumissir...vegna skoðunar!
Það heyrir vonandi sögunni til að menn krefjist atvinnumissi fyrir aðra sem eru ekki sömu skoðunar og viðkomandi. Við heyrðum af þessu af og til hér fyrir nokkru þegar mörgum þótti flott að taka þátt í bergmálshella samfélagi (woke). Þeir sem óska öðrum að missa lífsviðurværi sitt eiga í miklum vanda sjálfir. Hvað skyldi fólk kallast sem telur sínar skoðanir réttari en annars einstaklings? Sjálfhverft!
Haraldur geðlæknir sagði nokkuð sem menn ættu að hafa hugfast. Feitletrun bloggara sem finnst þetta eiga vel við skólakerfið.
Það er aldrei gott þegar það myndast þannig ástand að það sé bara ein skoðun leyfð og réttindi tekin af fólki og engin opinská umræða tekin. Það er lífsnauðsynlegt í lýðræðislegu samfélagi að uppi séu andstæðar skoðanir og að tekist sé á um þær. Á sínum tíma var búin til þrískipting valdsins og svo hafa fjölmiðlar tekið að sér hlutverk fjórða valdsins. En fjölmiðlarnir hafa í raun ekki staðið undir því hlutverki. Við þurfum að eiga alvöru umræðu um hvernig við getum búið til alvöru fjórða vald sem veitir ríkjandi valdhöfum aðhald."
Því miður hefur svona ástand skapast í grunnskólum landsins og þeir sem aðhyllast ekki trans hugmyndafræðina þegja. Jafnvel þegar þeir eru spurðir láta þeir ekki uppi raunverulega skoðun sína. Þöggun.
Fjölmiðlar eru sér kapítuli út af fyrir sig. Hafa fyrir löngu, margir hverjir, misst trú og hlutverk sitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2024 | 06:51
Karlar sækja í kvennafangelsi
Fyrir átta árum skipti karlmaður kyngervi sínu í konu, lagalega. Ekki það sama og vera kona. Þrátt fyrir það er það ekki brot á réttindum hans að hann skuli halda áfram að afplána í karlafangelsi.
Eystri Landsréttur í Danaveldi dæmi í einkamáli þar sem transkona (sem líkar að vera í kvenfatnaði) fór í mál við fangelsismálayfirvöld.
Sextíu og tveggja ára maður skipti lagalega um kyn frá manni í konu. Í tengslum við það óskaði hann eftir að flutningi, yfir í kvennafangelsi þar sem hann samkvæmt lögfræðingnum Julie Stage er óörugg. Þetta er hægt í nafni laga um kynrænt sjálfræði.
Að auki vill hann fá orð réttarins að karlmaður eigi ekki að leita á honum nöktum af eða hann að gefa þvagsýni undir augum karlkynsstarfsmanni.
Bæði héraðsdómur og landsréttur dæmdu að þótt kyn ,,hennar" sé í lagalegum skilningi kona er ,,hún" líffræðilega maður.
Þess vegna er það ekki brot á reglum að karlmaður leita á ,,henni" né taki þvagsýni. Fjöldi þeirra eða eðli felur ekki í sér ómannúðlega meðferð segja dómstólarnir.
Til viðbótar segir Landsréttur að réttur til einkalífs samkvæmt 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er ekki brotinn.
Vistun fangans í karlafangelsi stafar ekki af lagalegri viðurkenningu á því að ,,hún" sé löglega kona, heldur er það af öryggisástæðum og réttur annarra sem vegur þyngra.
Landsréttur hefur þar með staðfest dóm héraðsdóms Kaupmannahafnar frá febrúar 2022.
Lesa má þessa gömlu frétt hér.
Ánægjulegt að sjá, réttindi kvenna er virt þegar þær sitja í fangelsi. Enginn karlmaður á að vera innan um kvenfanga. Þetta er einn af brothættustu sálum hvers samfélags. Ólögin eða lygin varð að lögum, karl getur orðið kona og öfugt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2024 | 08:14
Hinsegin - sálfræðilegur hernaður
Fljótlega byrjar PRIDE (hinsegin) sirkusinn. Í heilan mánuð munum við verða fyrir áróðri sem grefur sig djúpt inn í samfélagið og líf okkar. Það þarf að endurforrita menninguna. Hefðbundin gildi sem byggja á siðferði og skipulagi á að brjóta niður og í staðinn kemur kerfisbundin siðspilling og glundroði.
Undir slagorðum frelsis, jafnréttis og fjölbreytileika leynist tortryggin dagskrá sálfræðilegs hernaðar til að skapa nýja heimsmynd framtíðarinnar. Kyn, fjölskylda, trúarbrögð og sjálfstæð hugsun passa ekki inn í trans hugmyndafræðina þar sem tæknin er að taka yfir fleiri og fleiri mannlegar aðgerðir og þar sem markmiðið er að tölvustýrðir þrælar sem spyrja ekki spurninga stjórni, vegna þess að þeir eru ekki forritaðir til að hugsa sjálfstætt.
Á meðan kvenfrelsun hefur aðeins einn dag á ári hefur frelsisbarátta hinsegin fólks fengið heilan mánuð. Hver er ástæðan fyrir heiðrinum? Á sama tíma hefur niðurlægjandi og óskipuleg kynjahugmyndafræði leitt til grundvallarbreytinga á lögum og er nú að finna í aðalnámskrám, námskrám og skólabókum skólakerfisins. Leikskólar eru heldur ekki lausir við fræðslu um kynhneigðir barna sem er algjörlega úr takti við þroska þeirra og er flutt óhindrað flestum foreldrum til óánægju.
Forsætisráðherrar og leiðtogar samfélagsins eru í fremstu röð í PRIDE skrúðgöngu, NRK markar skrúðgöngum sem er stærri en 17 maí og fánalögum breytt þannig að hinsegin fánar munu blakta á öllum opinberum stöngum í heilan mánuð. Rockefeller Center í New York tekur einnig tillit til slíkra sjónarmiða á þessum tíma og skiptir út öllum fánastöngum fyrir fána allra þjóða með regnbogafánanum.
Regnbogans litir eru ekki aðeins notuð af PRIDE, heldur markar framtíðar markmiðum Sameinuðu þjóðanna samhliða New World Order undir nokkrum slagorðum eins og Dagskrá 2030, ,,Green Shift, Great Reset og New World Order. Smám saman verður regnbogafáninn ekki tengdur hinsegin fólki, heldur verður hann tákn hinnar nýju samfélagsskipunar undir stjórn heimsins og einum fána.
PRIDE (hinsegin) er ekki vinsæl hreyfing, en er breytt og stjórnað frá toppi og niður. Hún er kynnt sem þjóðhátíð en er menningarbarátta sem kemur í stað hefðbundinna hátíða og gilda. Slagorðin um frelsi, umburðarlyndi og jafnrétti eru bara innantómar flokksdeildir og ,,Orwellian newspeak fyrir nákvæmlega hið gagnstæða. Hroki er blekking, misnotkun valds og sálfræðilegur hernaður gegn mannkyni okkar.
Christian Paaske skrifaði greinina sem má lesa hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2024 | 08:54
Læknir vekur athygli á innbroti í sjúkraskrá
Það er læknir sem vekur athygli Hlédísar á umferð í sjúkraskrá hennar. Hann undraðist að svo margir flettu í skránni. Hlédís kunni ekki skýringu á því.
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hefur farið út fyrir valdsvið sitt. Mætir með tilbúna yfirlýsingu sem hjónin eiga að skrifa undir. Þau eiga ekki að hnýsast meira um eigin fósturvísa. Lögreglan sem á að vera hlutlaus og rannsaka mál tekur afstöðu. Bíður hnekki, nokkuð ljóst.
Sama gerði lögreglan þegar blaðamaður Fréttarinnar var boðaður í skýrslutöku. Tilbúin yfirlýsing skrifuð af lögreglunni sem á að rannsaka mál hlutlaust um að hann hætti umfjöllun um málið ellegar hefur hann verra af.
Kári Stefánsson minnist á að fá lögregluna til að senda próf í útlanda. Hann virðist hafa vald til þess í gegnum tengdadóttur sína, hún er í stjórnendastöðu hjá lögreglunni. Hægt sé að leysa málið segir Kári. Hins vegar hefur það ekki gerst.
Það vinna gervilögreglumenn hjá löggunni, þeir fletta upp fólki í kerfi lögreglunnar. Vissuð þið það? Hægt að óska eftir persónulegum uppflettingum LÖKE og ríkislögreglustjóri verður að verða við því.
Einn kærandinn er starfsmaður lögregluembættisins.
Hvet fólk til að hlusta, skaðar ekki en spjallið er upplýsandi um mál sem fólk veltir venjulega ekki fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2024 | 11:12
Ánægjulegt að sjá hve hommarnir fengu lítið fylgi
og það er EKKI, ALLS EKKI, af því þeir eru hommar, heldur af því þetta eru Baldur og Felix. Tveir fyrir einn. Hefði annar hommi verið í framboði er það allt önnur Ella. Kynhneigð skiptir ekki máli á Íslandi í dag. Allavega setur bloggari það ekki fyrir sig þó samkynhneigður einstaklingur gefi kost á sér í eitt og annað sem þarf að kjósa um. Bloggari gæti jafnvel veitt viðkomandi brautargengi í kosningum ef málefni og einstaklingurinn höfðar til hans. Samkynhneigðir hafa öll sömu réttindin og gagnkynhneigðir, gleymum því ekki.
En af hverju gleðst bloggari yfir slöku gengi Baldurs og Felix. Þegar barátta hóps veldur því að baráttan skerði réttindi annars hóps er ástæða til að stíga niður fæti. Harkalega. Sú barátta sem Felix Bergsson hefur háð gegn stúlkum og konum að trans kona, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu (með líffæri karlmanns) hafði aðgang í kvennaíþróttir og einkarýmum kvenna finnst bloggara ástæða til að stíga niður fæti. Felix hefur sagt það í fjölmiðlum svo hér er ekki farið með staðlausa stafi. Lesa má um það hér, hér, hér og hér.
Þjóðin hafnaði þeim ekki sem hommum heldur baráttu þeirra sem á hvergi heima á meðan réttindi stúlka og kvenna eru skert. Þjóðin þarf ætíð að muna þá vanvirðingu sem Felix hefur sýnt stúlkum og konum í sinni baráttu. Felix Bergsson segir það hatur og trans fóbíu að berjast fyrir réttindum íþróttakvenna.
Fleiri og fleiri stíga fram til stuðnings kvennaíþróttunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2024 | 10:09
Hvað á þetta sameiginlegt?
Þýskaland: Á valdatíma Adolfs Hitler (1933-1945) var hakakrossfáni þjóðernissósíalista lögboðinn á öllum opinberum byggingum. Þetta var liður í viðleitni stjórnarinnar til að skapa sameinaða hugmyndafræðilega sjálfsmynd og efla gildi þjóðernisfélagshyggju.
Sovétríkin: Í Sovétríkjunum (1922-1991) var skylt að flagga rauða fánanum með hamri og sigð á opinberum byggingum og við opinberar athafnir. Þetta tákn táknaði kommúnisma og yfirburði verkalýðsins.
Ítalía: Á tímum fasistastjórnar Benito Mussolini (1922-1943) var skylda að nota fasistatáknið, sem innihélt fasisma, á fána og aðrar opinberar sýningar. Þessu var ætlað að styrkja hugmyndafræðileg tök stjórnarinnar á íbúum.
Kína: Í Alþýðulýðveldinu, sérstaklega á tímum menningarbyltingarinnar (1966-1976) sem Mao Zedong átti frumkvæði að, tíðkaðist að nota rauða fána og borða með tilvitnunum og myndum Maós. Þetta var liður í baráttunni fyrir kommúnískri hugmyndafræði Maós.
Norður-Kórea: Í dag er notkun þjóðlegra og hugmyndafræðilegra tákna enn skylda í Norður-Kóreu. Fáni Alþýðulýðveldisins Kóreu, ásamt myndum af Kim fjölskyldunni og öðrum kommúnistatáknum, er alls staðar nálægur í almenningsrými.
Í Noregi, eins og hér á landi, hafa menn rumskað og áttað sig á yfirgengilegum áróðri trans hreyfinga. Með flöggun trans fána við opinberar byggingar, m.a. leik- og grunnskóla, skal hugmyndafræðinni troðið í landann. Kirkjur hafa ekki látið sitt eftir liggja, a.m.k. ekki hér á landi og í sumum kirkjum er ekki hægt að ganga í kirkjuna nema ganga yfir áróðurinn, málaðan á gagnstétt eða tröppur.
Marianne Brattgjerd er meðlimur í foreldrafélaginu í Noregi sem vill ekki áróður hinsegin hreyfinganna inn í skólakerfið. Hér má lesa færsluna um fánana.
Undir færslunni hennar skrifar einn: ,,Þessi dæmi sýna til hvers áróður ríkisins leiðir, afnám tjáningarfrelsis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2024 | 09:54
Skólastjóri Breiðholtsskóla fer ekki með rétt mál
Faðir sem hugnast ekki hinsegin fræðsla í 6. bekk hjá barni sínu sendi stjóranum póst. Hann vildi áróður hinsegin hreyfinga niður af veggjum og vildi ekki að barnið væri baðað í hugmyndafræði sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Umdeild hugmyndafræði, pólitísk og ekkert vísindalegt á bak við hana.
Faðirinn bendir á að hann kæri sig ekki um að þetta sé í boði fyrir sitt barn. Vill losa það undan svona áróðri í grunnskóla sem er skylda fyrir barnið.
Skólastjórinn bendir réttilega á að kyn og kynímynd er ekki það sama. Stjórinn heldur líka fram að trans Samtökin 78 hafi ekkert með þetta að gera. Samt kenna kennarar hans eftir þeirra hugmyndum og fá börnin til að hengja upp á vegg orð sem kemur úr smiðju trans Samtakanna 78. Hvernig má það vera ef umrædd samtök koma hvergi að. Í Drammen er barist gegn sömu hugmyndum, þar vita kennarar sínu viti.
Kennarar bæta um betur í skilaboðum til fóðursins. Þeir segja ,, Jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar og undir jafnrétti fellur m.a. kyn og kynhneigð. Í kennslustofu 6. bekkjar eru orð trans Samtaka 78 uppi á vegg. Það ríkir engin sátt í samfélaginu um að nota orð sem koma úr smiðju trans Samtakanna 78. Fornöfn sem fámennur hópur vill taka upp um sjálfsímynd sína en engum ber skylda að nota. Ef vísa á til jafnréttis hlýtur það að ganga í báðar áttir, sér í lagi þegar umdeild pólitísk hugmyndafræði er annars vegar.
Ef stjórnandi Breiðholtsskóla og kennarar hans ætla að vísa í mannréttindastefnu stjórnvalda, þá er gott að benda á að það fylgja engar haldbærar skilgreiningar yfir kynvitund, kynímynd og önnur huglæg hugtök og sjálfsgreiningar. Það er hins vegar reynt að bera það á borð eins og um staðreynd sé að ræða. Valdaójafnvægi ríkir í kennslustofu og barn í 6. bekk hefur hvorki getu né þor til að mótmæla kennara sínum þegar þessi umdeilda hugmyndafræði er kennd. Því má orða þetta eins og faðirinn gerði, það er verið að troða þessu í börnin.
Stjórnendur í menntamálum hafa lagt sitt að mörkum til að mjög umdeild hugmyndafræði um hinsegin kynjaviðhorf skjóti rótum í menntakerfi barna okkar. Sama með stjórnvöld. Sömu aðilar halda fram að þeir sem séu andvígir þessari hugmyndafræði, að hluta eða öllu leyti, séu fáfróðir og fordómafullir öfgamenn. Því miður hafa sumir kennarar hoppað á sama vagn. Meira að segja foreldra fá að heyra þetta um sig. Skólastjóri Breiðholtsskóla hefur ekki sagt föðurnum það berum orðum en lesa má á milli línanna viðhorf skólastjórans.
Þó svo að einhverjir semji ný orð í aumkunarverðri tilraun sinni til að raungera ranghugmyndir sínar um kyn mannfólksins þá gefur það engum leyfi til að þröngva því upp börn almennra borgara sem kæra sig ekki um það.
Ekki vantar hrokann í skólastjórann þegar hann sendir föðurnum skilaboð, sjá neðar. Er það ætlan skólastjórans að þagga niður í foreldri sem sinnir skyldu sinni sem foreldri? Ætli skólastjóri Breiðholtsskóla viti ekki að trans málefnið snýst um miklu meira en frelsi, ást og fjölbreytileika. Að auki má kenna það án þess að fræðsluefni trans Samtaka 78 er notað í skólum og þær áherslur sem samtökin nota í sínum málflutningi. Maður spyr hafa ekki öll börn sama rétt? Gengur fagleg forysta ekki út að halda úti skóla án aðgreiningar. Eiga börn og fjölskyldur þeirra sem hugnast ekki óvísindaleg pólitísk hugmyndafræði, sem mjög fáir aðhyllast, engan rétt í Breiðholtsskóla?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)