Færsluflokkur: Bloggar

Ég myndi aldrei falla fyrir iðnaðarmanni, því ég vil kærasta sem hefur metnað!

Þetta sagði kona við mig þegar ég sagði henni að ég væri smiður. Hún  var sjálf læknaritari.

Í alltof mörg ár hefur viðkvæðið verið ,,ef þú getur ekki orðið neitt annað þá getur þú alltaf orðið iðnaðarmaður.“ Þennan misskilning þarf að ryðja úr vegi segir ungur danskur smiður, Anders Nielsen, á snjáldursíðu sinni fyrir ári síðan. Á enn við, bæði hér á landi og í Danmörku.

Það alveg klárt það geta ekki allir orðið iðnaðarmenn!

Í mínum heimi er það alls ekki merki um metnaðarleysi að taka starfsmenntun – þvert á móti. Þú þarft STÖÐUGT að berjast gegn niðurlægjandi sýn samfélagsins og fyrir suma kemur það í kjölfar grunnskólanáms sem var erfitt. Í grunnskólanum var ekki tekið tillit til færni þeirra. Það þarf mikið hugrekki og viljastyrk til að þrauka.

Þú getur náð markmiðum og draumum með því að fara á móti straumnum og verða hæfur iðnaðarmaður, þetta snýst bara um að finna eigin leið og vinna hörðum höndum að því!

Hann segir frá íbúðum sem hann hefur keypt, tekið í gegn og alls konar blöð hafa sýnt verkum hans áhuga. Það var tilviljun að ég hætti við að verða stúdent frá stærðfræðibraut og ákvað að verða smiður.

Hann skrifaði grein 2019 ,,það eru bara þeir heimsku sem verða iðnaðarmenn.“ Tvær milljónir manna lásu greinina, lesið hér. Kennarar hafa einnig nýtt greinina í kennslu. Síðan þá hef ég hitt fullt af ungu fólki sem segist hafa lært smíðar sem mig sem fyrirmynd. Ótrúlegt!

Hann stofnaði þáttinn sveinsprófið, fjallar um störf hans. Færri komust að en vildu þegar selt var inn. Horfa má á þættina á youtube.

Anders er í 10 manna hópi á vegum ríkisstjórnarinnar sem á að leggja línurnar fyrir starfsmenntun í Danaveldi.

ÉG ÞORI EKKI AÐ HUGSA UM HVERJU ÉG HEFI ÁORKAÐ EF ÉG HEFÐI BARA HAFT METNAÐ!

Smiðurinn þakkar lesturinn og biður lesendur að deila innleggi sínu ef það yrði hvatning til ungmenna að mennta sig í iðnaðargreinum. Hann bendi á að það sé ekki metnaðarleysi að verða iðnaðarmaður. 

Það er þörf fyrir ALLA í samfélaginu - en núna er aðeins meiri þörf fyrir faglærða. Grænu umskiptin þarf fyrst og fremst að leysa út á vinnupallinum frekar en við stillanlegt skrifborð. 

Hér má lesa innleggið, hann festi það efst á síðuna sína.


Grunnskólakennari skrifaði ,,status“ á snjáldursíðuna sína 2

Bloggari heldur áfram að greina ,,status“ kennara sem var mikið niðri fyrir vegna þessarar greinar. Annar hoppaði á vagninn eins og sjá má hér.

Grunnskólakennarinn verður að muna, umburðarlyndi gengur í báðar áttir, sama hvaða skoðun menn hafa á trans hugmyndafræðinni og öðrum umdeildum málefnum. Þess vegna hljómar ,,status“ kennarans undarlega. Sýnir hann mikla víðsýni og umburðarlyndi í skrifum sínum? Fellur hann ekki í sömu gryfju og hann sakar greinarhöfund um? Oft sér maður ekki skóginn fyrir bjálkanum í eigin augum.

Áfram heldur hann og skrifar: ,, (Nafn skólans er fjarlægt úr færslu bloggara) XXX- er frábær skóli og fullur af frábæru starfsfólki sem er ekki á þessari skoðun og fordæmir þessi orð og skoðanir. Við stöndum langflest fyrir einkennisorðum skólans sem eru ábyrgð, virðing, vinátta og við vitum að orð og skoðanir þessa einstaklings einkennast ekki af þeim - sem betur fer er þetta ekki talsmaður skólans og eru eflaust flestir sem myndu vilja taka það skýrt og greinilega fram að við samþykjum ekki þessar skoðanir. Ekki bendla þetta flotta starfsfólk og skólastarf við fordómafullann áróður, við hin eigum það ekki skilið.

Hvergi í greininni er ýjað að því sem hann skrifar, ekki einu orði. Ekkert mat lagt á skóla hvað þá skólann sem hann starfar við. Enn síður að rætt sé um starfsfólk skóla. Málefni greinarinnar er rætt út frá grunnskólum landsins þar sem trans Samtökin 78 fá aðgang að börnum með ákveðið fræðsluefni. Maðurinn fer með flugufréttir, gott og vel hann má það. Í Noregi hafa sömu vangaveltur eða kröfur skotið upp kollinum, ekki að ástæðulausu. Lesið hér.

Hvergi í greininni er talað um að bloggari sé talsmaður skólans sem hann vinnur við. Skólastjórar hafa það hlutverk í öllum skólum. Aftur talar hann um fordómafullan áróður- án rökstuðnings. Af hverju, hvar eru rökin? Svipar enn og aftur til trans-aðgerðasinna sem hafa ekki rök fyrir málflutningi sínum.

Bloggari segir bara, aumingja börnin í skólanum sem eru ekki sammála kennaranum um trans- málaflokkinn eins og hann er kynntur eða foreldrar þeirra. Þau eru nefnilega líka í grunnskólum landsins. Kennarinn tekur afdráttarlausa afstöðu gegn fólki sem fylgir ekki skoðunum hans ,,… greinilega fram að við samþykjum ekki þessar skoðanir.“ Eins gott að börn og foreldrar þegi til að forðast hrakyrði frá kennaranum og kollega hans. Með þessum orðum kennarans ríkir ekki mikil ábyrgð, virðing og vinátta gagnvart þeim sem hafa andstæða skoðun á málaflokknum. 

Foreldrafélagið, Genid-Norge, eru samtök foreldra barna sem eru ósátt í eigin skinni. Þau hafa talað í sömu átt og greinarhöfundur gerði með sínum vangaveltum. Foreldrarnir gefa skólafólki ráð. Sjá hér.

Það er leyfilegt að hafa skoðun á námsefni sem kennt er í skólum landsins, hvort sem það er 30 ára gamalt íslenskuefni, stærðfræðibækur, dönskuefni, kynfræðslu- eða fræðsluefni trans hugmyndafræðinnar. Námsefni má gagnrýna. Kennarar þurfa ekki að vera sammála um námsefni sem boðið er upp á, hvað þá að nota það. Það má líka gagnrýni hverjir fá aðgang að skólabörnum.

Auðvitað þarf kennarinn ekki að samþykkja skoðanir greinarhöfundar um að námsefni trans- Samtaka 78 eigi ekki erindi í grunnskólana. EN, ætli maður að beygja skoðanir annarra er góð regla að rökstyðja mál sitt, en viðhafa ekki ókvæðistal um þann sem hefur aðra skoðun en hann sjálfur. Kennarinn rökstyður ekkert. Hann svarar ekki greininni efnislega frekar en annar kennari sem óskaði brottrekstrar vegna skoðanamunar. Sá skoðanamunur sem gæti leynst milli bloggara og kennarana tveggja gæti m.a. verið þessi, hlustið hérhér og hér.

Þessari konu eru umræddir kennarar ábyggilega ekki sammála, telja hana með trans fóbískan áróður og hvað þau velja að kalla fólk sem er ekki sammála þeim.

Miðað við tilfinningaríkan pistil kennarans er þetta klárlega skoðanamunur. Hér er læknir sem hefur misst lækningaleyfi sitt en hann var eitt helsta gúrú Norðmanna og fyrirmynd FRI (systursamtök trans Samtaka 78).

Vil benda báðum þessum kennurum á, stéttinni og forystusauðum innan KÍ að lesa fyrstu skýrslu sinnar tegundar um börn sem eru ósátt í eigin skinni, hér. Þeir sem lesa verða fróðari fyrir vikið.

óli


Grunnskólakennari skrifaði ,,status“ á snjáldursíðuna sína 1

Statusinn átti að vera svar eða viðbrögð við grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári. Því miður er ekkert efnislegt í ,,statusnum.“ Farið í manninn ekki málefnið! Rétt eins og trans-aðgerðasinnar vinna.

Tilfinningaríkur ,,status", efnislega rýr.

Í greininni er spurt hvort námsefni sem trans Samtökin 78 boða í skólakerfinu brjóti í bága við lög, reglugerðir og sáttmála. Um annað var ekki fjallað.

Kennarinn skrifar:  ,,Það er ekki oft sem ég skrifa einhverja statusa en finnst ég pínu þurfa að gera það núna. Í dag hefur verið mikið í umræðunni pistill sem kennari skrifar í tengslum við neikvæð áhrif Samtakana ‘78 á börn og kemur fram í honum fóbískur áróður í garð trans barna.“

Kennarinn, eins og margir aðrir, kemur með dulin ámæli í skrifum sínum án þess að koma með dæmi hvar hann finnur áróður. Væri ekki við hæfi, sem kennari, að benda á áróðurinn til að sjá hvort skoðun hans eigi við rök að styðjast. Klisjan sem kemur fram í ,,statusnum“ er ekki ósvipuð því sem áróðursmenn nota gegn J.K. Rowling, Kellie-Jay Keen, Tonje Grenvojn, Christina Ellie Ellingsen, Hanne Hjort, Maya FostaterLotte Ingerslev , Lucía Etxebarria og Sall Grover svo fáeinir séu nefndir.

Grunnskólakennarinn skrifar: ,,Pistillinn er réttilega gagnrýndur og mikil hitaumræða skapast í kringum hann og margar mikilvægar spurningar á ákveðnum starfsháttum vakna en eitt finnst mér ömurlegt að sjá og það er að skólinn sem umræddur kennari starfar í er dreginn í svaðið.

Í hvaða svað var skólinn dreginn? Hvar er skólinn nefndur og starfshættir? Hvað er það í greininni sem þolir ekki augu almennings um fræðsluefni trans Samtaka 78? Vantar rök fyrir fullyrðingunni eða skoðun hans sem sett er fram gegn manni ekki málefni. Þegar svona greinar eru skrifaðar er fjallað almennt um málefni, ekki einstaka skóla eða starfsmenn.

Hann skrifar: ,,Ég er kennari í þeim skóla og þykir mér afar leitt að sjá fólk segja að það myndi ekki senda börnin sín í skólann og að skólinn eigi einhverja sök á. Það er sorglegt og þó maður skilur ákveðin sjónarhorn í því þá þykir mér þetta gefa pínu skít í allt það góða starf sem skólinn sinnir.

Auðvitað er leiðinlegt að fólk vilji ekki senda börn sín í skóla, en svona innantómar hótanir ætti kennarinn að vita að eru meira í orði en borði. Hluti af baráttu trans-aðgerðasinna. Mjög fáir, ekki margir. Orðin sögð til að taka undir tilfinningaríkan pistil og skoðun. Kennarinn gleymir að já kórinn er á síðunni hans, engin gagnrýnin umræða.

Hins vegar láðist kennaranum að tala um foreldra sem fagna umræðunni en þora ekki að stíga fram vegna útreiðar í svipuðum dúr og við urðum vitni að í ,,statusnum.“

Ekkert bannar fólki að hafa umræddar skoðanir, en það er ekki sama og staðreyndir. Af hverju blanda fræðsluefni trans- Samtaka 78 við annað starf skóla? Vissulega forvitnilegt að sjá rökin fyrir því. Tveir aðskildir þættir. Menn verða að kunna að skilja á milli.

Kennarinn skrifar: ,,Þessi skrif og skoðanir endurspegla held ég á engan hátt skoðanir okkar hinna og við erum ekki ánægð með þetta. Við erum að vinna gott starf í því að reyna að efla nemendur í víðsýni og umburðarlyndi og gerum okkar allra besta hvað það varðar og það er mjög fúlt að sjá að þessar skoðanir og orð einstaklings séu að skyggja á það.“

Hvergi kemur fram að höfundar séu fleiri en einn. Hvergi er minnst á kennsluaðferðir annarra greina eða efni sem kennt er í skólum. Greinin fjallar eingöngu um námsefni trans Samtakana 78 og veru þeirra í grunnskólanum. Námsefnið sem trans Samtökin 78 koma með inn í skólana má kenna með öðrum hætti s.s. víðsýni og umburðarlyndi. Í mínum augum er hér skáldskapur á ferð til að gera ,,statusinn“ áhugaverðari. Hér má lesa um málin í Noregi.

Hér má hlusta á föður sem bloggari er sammála, sennilega er þetta skoðanamunur á milli hans og kennara, m.a. þess sem skrifar  sem ,,statusinn."

Framhald á morgun…

 


Vesturlöndin beygja sig undir Islam- engar konur með

Vesturlönd hneigja sig fyrir bókstafstrú íslam. Vesturlönd eru ráðvillt og valdalaus.

Nýjasta dæmið er þriðji fundurinn í því sem kallað er ,,Doha-ferlið“ en Antonio Guterras, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom því á koppinn. Ferlið miðar að því að finna leið fyrir framtíð Afganistan.

Tveggja daga gestgjafafundur/ráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Doha í Katar 30. júní. Í fyrsta skipti munu talíbanar taka þátt. Þeir hafa samþykkt þátttöku vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa komið til móts við skelfilega kröfu þeirra.

Án kvenna

Talíbanar samþykktu að taka þátt með því skilyrði að engar konur taki þátt í ráðstefnunni og að ekki verði tekin upp nein kvenréttindamál. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu það!

,,Mikilvægast er að halda viðræðunum opnum," segja Sameinuðu þjóðirnar.

Þetta minnir á rökstuðning norsku ríkisstjórnarinnar þegar hún greiddi fyrir einkaþotu svo hægt væri að fljúga leiðtogum Talibana á fund í Noregi. Þetta gerðist án þess að gera Talíbana ábyrga fyrir kerfisbundinni kúgun kvenna og stúlkna, skrifar norska netblaðið. 

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Katar, landinu þar sem æðsti leiðtogi Hamas býr í íburðarmiklum lúxus og landinu sem styður hryðjuverkasamtökin Hamas. Þetta er algjörlega í samræmi við veikburða viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við árás Hamas á Ísrael, ekki síst hryðjuverkaárásina 7. október.

Sameinuðu þjóðirnar og aðrir vestrænir leiðtogar vilja ekki sjá samhengið milli kúgandi alræðis og kvenna og bókstafstrúar íslams.

Þeir munu ekki berjast gegn íslam sem alræðishugmyndafræði. Þess í stað kjósa þeir að beygja sig undir kúgandi íslam, eins og við sjáum nú Sameinuðu þjóðirnar gera í Doha-ferlinu.

Fréttina má lesa hér.

Hér má líka sjá umfjöllun um málið.


Fri á að fara út úr skólakerfinu (systursamtök trans Samtakana 78)

Fleiri og fleiri eru á þeirri skoðun að Fri (systursamtök Samtaka 78) eigi að hverfa með námsefni sitt úr skólum í Noregi sem fjallar um kynjamál. Hinir sömu vilja sjálfstæða sérfræðinga til að sjá um fræðsluna.

Ósjálfbærar starfsvenjur

Rosa Kompetanse er fræðsludeild FRI sem notuðu er í nokkrum skólum víðs vegar um landið. En Rosa Kompetanse er frekar eins og róttæk pólitísk aðgerðasinna og hagsmunasamtök. Helst fyrirmynd þeirra undanfarna áratugi er læknir sem missti starfleyfi sitt, Esben Esther Pirelli Benestad, sjá hér.  

Faglegt?

Í Noregi hafa bæði norska lýðheilsustofnunin, Rannsóknarnefnd heilbrigðismála (UKOM) og allir yfirlæknar í fjórum heilbrigðisumdæmum okkar talað í aðalatriðum gegn FRI. Sama hefur National Treatment Service for Gender Incongruence á Ríkisspítalanum.

Viðbrögð aðgerðasinna og fréttaskýrenda FRI er að þeir eru ekki sammála fagfólkinu. FRI hefur hafnað skýrslum og faglegum yfirlýsingum. Segja engan þeirra hafa faglegan grundvöll!

FRI segir að fræðslan byggist á að ,,kennari vinni með kennara.“ (Trans-Samtökin 78 eru með sömu stefnu, þjálfa fólk í að vera hinsegin þjálfari). Eru þessir kennarar menntaðir sálfræðingar eða læknar?

Sjúklingasamtök um kynbundið ósamræmi (PKI) hafa mótmælt sérfræðingum á sviðinu og saka þá um að nota börnin. Að hafa áhyggjur af börnum og nota þau í málflutningi sínum. Kalla það and trans hreyfingu. Þeir hafa ráðið sér lögfræðing til að fara í málið.

Eru faglegir stjórnendur okkar hluti af and-trans hreyfingunni?

Anne Wæhre, yfirráðgjafi hjá Ríkisspítalanum gefur okkur vísbendingu um hvar vandamálið liggur. Þegar sagt er við hana að FRI telji að það séu ,,faglegar sannanir fyrir því að hormónameðferð sé örugg", svarar hún: ,,Þá hafa þeir ekki skilið hvað það er að rýna í fræðirit og gögn og hvernig á að gefa rannsóknargreinum einkunn."

Alþjóðavettvangurinn

Á alþjóðavettvangi líta hlutirnir ekki mikið betur út. Í mörgum nágrannalöndum okkar hafa ítarlegar faglegar úttektir fagyfirvalda á heilbrigðismálum komist að þeirri niðurstöðu – á faglegum grunni – að takmarka eða leggja eigi niður þau meðferðarform sem FRI hefur þrjóskast við að nota um nokkurra ára skeið verði að takmarka eða leggja niður.

Fyrir nokkru kom út faglegasta úttekt á meðferð ungs fólks með kynósamræmi, nefnilega Cass-skýrslan í Bretlandi. Hún var í stórum dráttum skipuð fagfólki úr ólíkum áttum.

Ég hef lesið og skrifað um skýrsluna, segir Espen Goffeng, og það eru fáir snerti punktar milli þessa faglega risa og hugmynda FRI um meðferð. Eina sem þessir aðilar eru sammála um er að ungt fólk sem glímir við ónot í eigin líkama eigi að fá góða meðferð í heilbrigðiskerfinu. Þar með skilja leiðir.

Það sem eftir stendur, alþjóðleg tilvísun, eru bandarísku samtökin WPATH. Í Cass skýrslunni getur þú lesið ítarlega umfjöllun um rannsóknirnar sem þessi stofnun byggir á. Og það er,  til að segja það mildilega , ekki sérstaklega fræðilega áhrifamikið ef þú veist eitthvað um hvernig fræðilegar rannsóknir eru mældar.

Af hverju skólarnir?

Hvers vegna hafa norskir stjórnmálamenn gefið FRI tækifæri til að vera einu samtökin sem fara um landið og hafa áhrif á norska kennara, starfsfólk leikskóla og nemendur? (Hér má spyrja þess sama varðandi trans Samtökin 78).

Vegna þess að slík ákvörðun er pólitísk, ekki fagleg. Reyndar er það eina skýringin sem ég get nú fundið.

Allar skýrslur benda til margföldunar á unglingum sem glíma við ónot í eigin skinni. Hér er um félagsleg áhrif að ræða. Helst til of mikil. Áhrifin koma frá jafnöldrum, meðferðaraðilum og fullorðnum. En fyrst og fremst í gegnum samfélagsmiðla.

Cass skýrslan bendir á að ,,félagsleg umskipti", þ.e. breyting á félagslegu kyni en ekki læknisfræðilegu, geti einnig leitt til læknismeðferðar, jafnvel þótt það sé rangt.

Hvers vegna er börnum niður í leikskólaaldur sagt að þau geti verið fædd í röngum líkama?

Hvaða áhrif hefur það á kennara og grunnskólanemendur þegar ,,fagfólk" kemur og ræðir við það um málefni sem mikill ágreiningur er um meðal leikna og lærðra? Og hvað með þær fjölmörgu faglegu skýrslur sem telja að ungt fólk fái greiningu sem hentar því ekki?

Og hvað gerir það þessum nemendum að raunverulegt fagfólk tali ekki við það?

Þetta ójafnvægi ætti nú að vera nokkuð augljóst. Og við þessu verða stjórnmálamenn að bregðast, ef þeir bera einhverja virðingu fyrir faglegum vinnubrögðum.

Þó það geti verið erfitt þá þarf að gera eitthvað í málinu. Hér má lesa greinina.

,,Anyone who thinks it's okay to chemically castrate children, should never be allowed anywhere near a child.” Lena Clevenger


Heilar kynjanna eru ólíkir

Vísindaniðurstöður á heilum kvenna og karla breytast stöðugt. Þeir eru ólíkir. Þegar ég (Kåre Fog) skrifaði textann um ,,Staðreyndir og goðsagnir um konur og karla“ árið 2022 mátti sjá skörun á milli heila kvenna og karla. En skörunin var lítil. Um 94% heilanna sem voru skannaðir var hægt að flokka rétt eftir kyni út frá mismunandi stefnu taugaþráðanna.

Í dag aðeins tveimur árum síðar hefur þróun átt sér stað. Skannaðir voru 1500 heilar ungmenna og ungs fólks og nýtt reiknirit fengið til að greina niðurstöðurnar sem gefa til kynna að ekki sé lengur skörun á milli kynjanna. Í 100% tilfella var hægt að flokka sneiðmyndirnar rétt eftir kyni. Engin skörun.

Enn fremur kom í ljós að taugabrautirnar mjög greindar karlmanna eru ekki sérstaklega mikilvægar fyrir konur. Aftur á móti hafa taugaleiðirnar mjög greindra kvenna hefur enga sérstaka þýðingu fyrir karla, segir Kåre Fog líffræðingur um rannsóknina.

Fram kemur í greininni að annað hvort er ekki betra en hitt, bara öðruvísi. Heilar kvenna og karla eru ólíkir segir höfundur greinarinnar. Hann bendir líka á að rannsakendur hafi ítrekað komist að því að konur þjást frekar af þunglyndi og kvíða en karlar sem hins vegar glíma oftar við einhverfu, athyglisbrest og geðklofa.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Stanford háskóla. Höfundur greinarinnar sagði niðurstöðurnar koma sér á óvart, en hann hefur skrifað um efnið í rúm 20 ár. Hann vonast eftir framhaldsrannsókn og þá sé kynlaust fólk (hvernig sem það er hægt) og þeir sem glíma við kynvanlíðan rannsakað. Hér má lesa greinina og í henni eru krækjur að ýmsum fróðleik.

Ekki deilir bloggari við dómarann, en allir menn sem fæðast hér á jörð eru annað hvort, karlmaður eða kvenmaður. Heilinn hlýtur alltaf að taka mið af því. Ef bloggari mætir í rannsókn og segist kynlaus, skyldu aðrar niðurstöður fást úr heilarannsókninni en ef ég segist vera kona? Efast.


Sex barna faðir og maður sem lokkar börn

Á vordögum skrifaði grunnskólakennari og faðir varnaðarorð á vegginn sinn. Maður reyndi að lokka dóttur hans inn í bíl. Vildi vara aðra við sem er gott. Bregðast við þegar hætta steðjar að. Til allra hamingju vissi stúlkan hvað gera skyldi, koma sér í burtu. Lét foreldra sína vita sem gátu varað aðra foreldra við.

Samfélagið líður ekki svona framferði og nauðsynlegt að koma í veg fyrir að aðrir lendi í hinu sama. Best væri að ná þessum manni eða mönnum. Það er m.a. gert með því að benda öðrum foreldrum á hættuna, lýsa eins og kostur er bíl viðkomandi og útliti sé það hægt. Hér má sjá frétt um málið.

Í Danaveldi reynir sex barna faðir sem skilgreinir sig sem konu að komast í kvennafangelsi. Vill afplána þar. Hann skilgreindi sig sem konu árið 2015, klæðir sig karlmannlega, er með tólin sem fylgja karlmanni og segist vera með lesbískar tilhneigingar. Hans upplifun og tilfinningar. Ibi - Pippi Overgaard var dæmdur fyrir skemmdarverk á listaverki og á að sitja inni. Nú berst hann, af því hann hefur skipt um kennitölu, fyrir að afplána í kvennafangelsi. Þetta er afleiðing af lögum um kynrænt sjálfræði sem danska þingið samþykkti. Sama hafa íslenskir þingmenn gert.

Nú spyr bloggari, er einhver munur á þessum tveimur mönnum, manninum sem reynir að lokka börn og manni sem vill í kvennafangelsi en hefur kynfæri og líkama karlmanns? Nei því stúlkum og konum getur stafað hætta frá þeim báðum. Kvenfangar er einn af viðkvæmustu hópum samfélagsins. Á að hleypa úlfi inn í hænsnakofa? Fá konur ekkert að tjá sig? Hvar eru baráttuhópar kvenna?

Í þessu viðtali, ýttu hér, segir danskur þingmaður að lög um kynrænt sjálfræði átti ekki að gefa mönnum möguleika á að valsa um í einkarýmum kvenna, fangelsum og kvennaíþróttum. Það hafi aldrei verið ætlunin. Hann segir, og bloggari sammála honum, fólk má skilgreina sig hvað sem það vill en þegar réttindi annarra eru skert af þeirra völdum er mál að linni. Þetta er angi af baráttu trans hreyfinga víða um heim. Réttindi kvenna og stúlkna skert.

Þingmaðurinn sagði að þingið hefði hlustað á þá sem líður illa yfir að hafa kennitölu þess kyn sem það fæddist og því var komið á móts við tilfinningar þeirra. Spyrill spyr, er það hlutverk ríkisins að koma á móts við tilfinningar fólks? Hann segir eins og satt er, í mínum huga eru líffræðilegu kynin tvö en fólk getur skilgreint sig hvað sem er. Eins og talað úr munni bloggara.

Í spjallinu benti spyrillinn á að Ibi-Pippi hafa verið dregin út í rannsókn um breytingarskeið kvenna af því hann hefur kennitölu kvenmanns. Er eitthvað að marka slíka rannsókn þegar karlmaður eða karlmenn taka þátt í rannsókn um kvennamál? Þingmaðurinn sagðist vona að Ibi noti skynsemi sína og tæki ekki þátt. Karlmaður getur að sjálfsögðu ekkert lagt til málanna um breytingarskeið kvenna.

Það þarf að finna aðrar leiðir til að mæta þessu fólki, búa til sér kennitölur fyrir trans fólk og réttindi þeirra eiga að fylgja líffræðilegu kyni.


Formaður Félags grunnskólakennara vill verkfall í haust

ef marka má skrif hans til félagsmanna á dögunum. Grunnskólakennarar eru með lausan kjarasamning. Ekkert gerist fyrr en í haust. Mjöll Matthíasdóttir kallaði eftir hjálp kennara á haustdögum í pistli sínum. Getur varla þýtt annað en verkfallsboðun. Fram að þessu hefur Mjöll fetað í fótspor annarra formanna og heldur spilum kjarasamninganna þétt að sér. Kennarar eru ekki vel upplýstir um gang mála.

Bjarni Ben. þáverandi fjármálaráðherra notaði pennastrik til að skerða lífeyristréttindi opinberra starfsmanna. Hét jöfnun milli markaða. Bæturnar áttu að koma á 10 árum og nú eru þau brátt liðin.

Eina kjarabót grunnskólakennara í þessum samningi verður þessi skerðing. Í mínum huga verða kennarar af kjarabót í einum samningum ef það er raunin. Eins og fyrr segir, það heyrist ekkert frá Mjöll Matthíasdóttur formanni sem er þvert á það sem hún boðaði í eigin kosningabaráttu.

Einn vandinn við gerð kjarasamningsins, bætingu, er að grunnskólakennarar þurfa að finna viðmiðunarstétt á almenna markaðnum. Það er þrautin þyngri. Höfum vitað það lengi. Bloggari hefur margspurt forystuna hvaða viðmiðunarstétt grunnskólakennarar beri sig saman við. Enn…takið eftir, enn liggur ekki fyrir í höfuðstöðvum KÍ hver viðmiðunarstéttin er, því þangað hef ég beint fyrirspurnum mínum í nokkur ár. Ágreiningur er  á milli samningsaðila um þetta.

Taka þarf tillit til margra þátta þegar viðmiðunarstéttin er fundin, svipuð ábyrgð og starfssvið.

Kíkjum á starf gunnskólakennara, hvað hann gerir ekki:

  • Ber ekki ábyrgð á peningum
  • Ber ekki ábyrgð á starfsfólki
  • Hefur ekki mannaforráð
  • Ber ekki ábyrgð á árangri nemenda
  • Ber ekki ábyrgð á húsnæði eða munum
  • Ber ekki ábyrgð á gerð námsefnis
  • Engar árangurstengdar mælingar á vinnu kennara
  • Bannað að segja upp þrátt fyrir lélegan árangur
  • Heldur stöðu sinni þar til hann brýtur af sér í starfi (þá áminning, ef brotið er ekki alvarlegt)
  • Ber ekki ábyrgð á mætingu nemenda

Það sem grunnskólakennarinn gerir:

  • Hefur umsjón með börnum, venjulega einum bekk
  • Stuðlar að vellíðan nemenda, eins og sjúkraliði gerir gagnvart skjólstæðingum sínum
  • Sinnir samskiptum milli heimilis og skóla, oft sem vikulegur tölvupóstur
  • Tekur á vægum ágreiningsefnum milli nemenda
  • Vísar flóknum málum, s.s. eineltismálum, skemmdum á eigum skólans til teymis eða stjórnenda
  • Vísar erfiðum samskiptum við foreldra til stjórnenda
  • Skipuleggur nemenda og foreldraviðtöl
  • Sér um að búa nemendur undir árshátíð og aðrar uppákomur í skólanum
  • Situr fundi sem stjórnendur boða, s.s. kennarafundi, stigsfundi, starfsmannafundi, skilafundi með sérfræðingum og foreldrum
  • Situr teymisfundi og með sérkennurum ef á þarf að halda
  • Fyllir út lista fyrir sérfræðinga sem sjá um greiningar á börnum
  • Heldur stofunni sinni í skikkanlegu horfi
  • Kennir margar greinar, s.s. íslensku, stærðfræði, náttúrufræði.
  • Kennir hugmyndafræði, s.s. loftslagsmál, trans hugmyndafræði, ranga íslensku (sumir eru komnir þangað), markmið Sameinuðu þjóðanna, hugmyndir UNESCO svo fátt eitt sé nefnt.
  • Sérgreinakennarar kenna oftast eina grein án umsjónar með nemendum, s.s. íþróttir og smíðar
  • Leggur fyrir kannanir, próf og sér um símat
  • Gengur frá vitnisburði í Mentor skráningarkerfið
  • Skipuleggur ferðir fyrir nemendur t.d. á vordögum
  • Undirbýr þemadaga og tekur þátt í þeim
  • Undirbýr skólabyrjun og gengur frá námsgögnum í lok skólaárs

Listinn er ekki tæmandi. Hversu þungt hver einstaka þáttur vegur þegar meta á laun skal ósagt látið. Eitt er víst það verður forvitnilegt að sjá niðurstöðuna. Ekki síður verður forvitnilegt að sjá hvort Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara leggi boðun verkfalls í hendur kennara þegar þeir mæta til starfa. Skyldi það vera hjálpin sem hún kallar eftir.

Talandi um skóla, kennara og ábyrgð, hvet fólk til að hlusta á viðtalið við Jón Pétur Zímsen hér.


Grunnskólakennari skrifaði tilfinningaríkan pistil

Það var áhugavert að lesa pistil kennara um grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári. Þar veltir greinarhöfundur upp námsefni trans Samtakanna 78 og hvort það eigi erindi inn í grunnskólann. Tilfinningar kennarans fóru á fullt. Að mati bloggara lét hann skynsemi ekki ráða för heldur tilfinningar.

Hefði skynsemin ráðið för myndi kennarinn brjóta greinina niður og svara efnislega. Hann hefði tekið hverja efnisgrein fyrir sig og rökstutt af hverju fræðsluefnið eigi fullt erindi til barna niður í leikskóla. Hann hefði átt að benda á hvað það gerir börnum gott, og af hverju, að heyra um trans- málaflokkinn. Hann hefði getað rökstutt af hverju fámennur hópur fólks eigi að hafa svona mikil áhrif í grunnskólann. Kennarinn hefði getað rakið inntak greinarinnar, eða ekki!

Kennarinn ætti í rökstuðningi sínum, að mati bloggara, að benda á hvernig börn skipta um kyn. Hvernig hægt er að verja að börn séu ekki nógu góð eins og þau eru heldur þurfi að ,,skipta um kyn" (sem er að sjálfsögðu ekki hægt) og félagslegt kyn. Kennarinn gæti bent hvernig það brjóti ekki í bága við lög eða sáttmála þegar því er haldið fram að börn séu í meiri sjálfsvígshættu ef þau breyta ekki félagslegu kyni sínu eða fá læknisfræðilega aðstoð við að eyðileggja líkama sinn og gera sig ófrjó af hormóna blokkurum. Kannski gæti kennarinn líka bent á rannsóknir máli sínu til stuðnings. Cass skýrslan er tilvalin til að auka þekkingu sína á málaflokknum. Hvet stjórnendur skóla og allt skólafólk til að kynna sér innihald skýrslunnar, hér. Barna- og unglingageðlæknir fer vel yfir málið hér, en umræddum kennara finnst ábyggilega læknirinn fordómafullur og spjallið fullt af fordómum.

Greining texta er lykilatriði í hvernig maður les texta. Menn eru misgóðir í því eins og hefur komið á daginn. Kennarinn sakar greinarhöfund um fordóma án þess að benda hvar í textanum þeir koma fyrir. Efast ekki, þetta er hans tilfinning og hugsun. Ekki staðreynd. Með þessum orðum var ýtt undir heitingar sem m.a. þessi kennari tók þátt í.

Það væri áhugavert að heyra skoðanir kennarans á afleiðingum trans málaflokksins á konur, hlustið.

Góður kostur í fari kennara, að mati bloggara, er að geta skoðað mál frá ólíkum hliðum, líka þau umdeildu, rétt eins og rithöfundur gerir, hlustið hér. Kennararnir misstu sjónar á aðalatriðunum í tilfinningalegum rússíbana að mati bloggara. Þau eltu manninn ekki málefnið.

Þetta er pistill grunnskólakennarans á eigin snjáldursíðu.

                                       

óli


Breskir hjúkrunarfræðingar kvörtuðu undan trans-konu í búningsklefa þeirra

Bylgjan ,,Metoo“ er ekki yfirstaðin. Fyrir stuttu létu danskar konur í tónlistarbransanum í sér heyra. Mikið gekk á þegar bylgjan náði hæstu hæðum víða um heim. Bylgjan átti að vekja athygli heimsins á rétti kvenna til eigin líkama og einkarýma. Líkaminn væri þeirra og ekki ætlaður karlmönnum sem tækju sér valdið.

Nú er öldin önnur. Líka meðal ,,metoo“ kvenna sem allt í einu hafa vent sínu kvæði í kross. Nú skiptir konulíkami ekki miklu máli, einkarýmin eða kvennaorð.

Trans-æðið tekur á sig nýjar myndir. Breskur hjúkrunarfræðingur sem segist vera kona, með kynfæri karlmanns, afklæðist með kvenhjúkrunarfræðingum, þær eru ósáttar.

Hópur kvenna kvörtuðu til yfirdeildar spítalans en fengu þau svör að þær þyrftu að ,,mennta sig“ og víkka hugann.

Að heilbrigðisstarfsmönnum sé sagt að hundsa líffræðilega staðreynd, að kona sé kona og karlmaður sé karlmaður er í meira lagi undarlegt.

Bethany Hutchison, 34 ára, skurðhjúkrunarfræðingur, sagði m.a.: ,,Ég held að konur þurfi að hætta að óttast þetta og nota rödd sína. Við höfum barist svo lengi fyrir réttindum kvenna en það hefur orðið bakslag og ég er ekki tilbúin að viðurkenna það."

Konur verða að hafa leyfi til að tala fyrir kynbundnum réttindum, rými og þjónustu án þess að vera hótað, lagðar í einelti eða hótað til að fylgja hugmyndafræði sem hafnar raunveruleikanum og hafnar gagnreyndum vísindum.

Lesa má um málið hér.

Hlustið á hjúkrunarfræðinga hér.

Bloggari fagnar því að konur sjái í raun hvað sé í gangi. Vonandi er þetta bara byrjunin á vakningu kvenna í heiminum á gjörð þingmanna að samþykkja lög um kynrænt sjálfræði. Bloggari notar orð transhreyfinga, BAKSLAG hefur orðið í kvennabaráttunni með tilkomu laganna.

Sundkonur í Bandaríkjunum sýndu að þær standa saman gegn trans konum-með kynfæri karlmanns- í sundi. Breskir hjúkrunarfræðingar gera það vonandi líka, burt með trans-konu úr búningsklefa kvenna. Lesið hér um sundkonuna sem sannaði máltækið, oft lítil þúfa veltir þungu hlassi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband