Færsluflokkur: Bloggar

Jú það skiptir máli að rugla ekki saman konu og trans-konu

Kona er fædd með XX litninga og framleiðir egg það er óbreytanlegt. Karlmaður er fæddur með XY-litninga og framleiðir sæði, það er ekki breytilegt. Það er skýr munur á kynjunum og það ber að virða í skólakerfinu, í heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og dómskerfinu.

Þegar sérmál kvenna eru rædd eru trans-konur ekki á dagskrá. Það er sér málaflokkur sem þarf að ræða.

Þegar ákvörðun er tekin um sameiginleg klósett, baðaðstöðu, íþróttir eða réttindi kynjanna taka stjórnvöld ákvörðun, oftar en ekki þvert á vilja þeirra kvenna

Sáttmálar barna er þverbrotnir þegar trans-málefnin eru annars vegar segir líka í þessu góða viðtali.

436409861_366224863110849_3157271465260855312_n


Stúlkur biðla

Það er eitthvað að í heimi sem hundsar stúlkur. Heimi þar sem nóg pláss er fyrir alla. Heimi þar sem lítið er gert úr kvennmannslíkamanum. Lítið gert úr íþróttum kvenna. Lítið gert úr einkarýmum þeirra. Lítið gert þeð þeirra óskir.

Það er eitthvað að í þessum heim að lítilsvirðinig fyrir konum gengur svo langt að orð sem gilda um þær eru fjarlægð af stjórnvöldum. Lítilsvirðing við þær að hitt kyni eigni sér orð sem konur eiga, en auðvitað berjast konur á móti. 

Stúlkur hafa misst af ýmsum tækifærum, því hitt kynið er tekið framyfir, jafnvel þegar á við um konur. Hlustið hér.

Stöndum með stúlkum! Dagurinn í dag er tileinkaður stúlkum.

xx


Tímabært að taka flauelshanskana af þegar rætt er um LGBT+

Áhugaverður pistill birtist í Jyllands-posten á dögunum. Stjórnmálamenn í Danaveldi virðast vera að vakna úr meðvirkninni þegar hugmyndafræðin sem skaðar börn og ungmenni er annars vegar. Hvað með þá íslensku?

Millifyrirsögnum var bætt við.

,,Okkur ber skylda til að tryggja að viðkvæmir borgarar – og sérstaklega börn og ungmenni – séu ekki lögð í hættu hvað heilsuna varðar. Það er við hæfi að ræða hvort ekki sé kominn tími til að hætta samstarfinu við LGBT+.

Hættan á að vera kallaður transfóbískur og að við sýnum ekki samúð getur hrætt okkur og verður til þess að við tjáum okkur síður. Þegar láta líta úr fyrir að vera víðsýnn þá lokar þú augunum og gleymir almennri skynsemi. Spurningin er hvort við höfum ekki bara lokað augunum þegar kemur að LGBT+.

Vísað til útlanda

Regnbogaráð Danmerkur hefur lýst því hvernig LGBT+ samtökin vísi fólki á heilsugæslustöðvar erlendis ef því er neitað um hormónameðferð og ,,kynleiðréttingu“ í Danmörku eftir læknisfræðilegt mat. Þar á meðal er heilsugæslustöð sem hefur sætt mikilli gagnrýni og er í málaferlum en auglýsir á heimasíðu sinni: ,,Fáðu kynstaðfestandi lyf á aðeins þremur til fimm dögum.“

Þú getur fengið staðfestingu á þessu með einfaldri skoðun á LGBT+ vefsíðunni.

Það sem verra er, samtökin hafa lagt fram bréfaskipti við dönsku stofnunina sem fer með öryggi sjúklinga, þar sem stofnuninni er gerð grein fyrir þessum ráðleggingum frá LGBT+.

Í tölvupóstinum greinir stofnunin frá ,,house by" og svarar að það sé algjörlega í samræmi við lög að innleysa lyfseðla í Danmörku fyrir stopphormón sem ávísað er frá heilsugæslustöðvum í ESB.

Löglegt með ríkisstuðningi

Eitt er hvort LGBT+ í hlutverki sínu við að hjálpa óhamingjusömu fólki stofni siðferðinu og siðgæðinu í hættu. Annað er að sveitarfélög og ríki vinni saman og styðji fjárhagslega við þá ráðgjöf sem LGBT+ býður upp á og að LGBT+ sé notað sem samráðsaðili í málum sem varða homma, lesbíur og trans-fólks. Vegna þess að hið opinbera í Danmörku gerir það með því að styrkja samtökin og gera ráðleggingar þess lögmætar.

Börn og ungmenni

Þegar börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu eiga í hlut og grunur leikur á að það grafi undan danska heilbrigðiskerfinu – eða stofni heilsu og öryggi sjúklinga í hættu – verður hið opinbera að bregðast skjótt við.

Og ef danska heilbrigðiskerfið hefur sagt ,,nei" við meðferð, þá liggur læknisfræðileg ástæða að baki. Það má því búast við því að danska öryggis stofnunin hafi dregið rauðan fána að húni þegar athygli hennar er vakin á hvað hefur gerst.

Þrátt fyrir að stofnunin hafi ekki eftirlitshlutverk með fagfólki sem er ekki heilbrigðisstarfsfólk, eins og LGBT+, er samt ábyrgðin á herðum þeirra að vernda börn og ungmenni gegn siðlausri eða hugsanlega hættulegri heilbrigðisþjónustu.

Þegar börn og unglingar fá aðgang að kynþroskablokkurum og hormónum, utan við danska lækniseftirlitið, geta komið upp alvarlegar afleiðingar sem uppgötvast ekki í tæka tíð. Það getur leitt til læknisfræðilegra mistaka, rangra skammta eða aukaverkana sem ekki greinast. Ef grunur vaknar um að slíkt eigi sér stað á erlendum heilsugæslustöðvum ætti að upplýsa ráðherra svo hægt sé að grípa til varúðar ráðstafana.

Ónot í eigin skinni

Börn og ungmenni – sérstaklega þau sem upplifa ónot í eigin skinni – er viðkvæmur hópur sem getur átt við alls kyns erfiðleika að stríða sem tengjast ekki endilega kyni. Þau geta því verið viðkvæm og í hættu þegar ákvarðanir sem hafa gríðarlegar afleiðingar eru teknar. Það ætti ekki að afhenda börnin í fangið á heilsugæslustöðvum þar sem meðferðir eru ekki háðar sömu eftirliti eða gæðastöðlum og í Danmörku.

Okkur ber skylda til að tryggja að viðkvæmir borgarar – og sérstaklega börn og ungmenni – verði ekki fyrir alvarlegri heilsufarsáhættu. Og það er við hæfi að ræða hvort ekki sé kominn tími til að hætta samstarfinu við LGBT+.

Þetta felur í sér að hætta öllum niðurgreiðslum og fjarlægja samtökin sem ráðgjafaraðila þar til ítarleg rannsókn hefur farið fram á ráðgjafarþjónustu þess – og tryggja þannig að hún grafi ekki undan danska heilbrigðiskerfinu.“

Pistilinn skrifuðu ; Dina Raabjerg talsmaður jafnréttismála KF (Íhaldsflokkurinn) og Per Larsen talsmaður KF um heilbrigðismál.


Minni tilfinningar meiri staðreyndir

Fátt gleður mig meira en deilur um hvernig við kennum um kyn í leik- og grunnskóla í staðarblaðinu okkar segir Helén. Bloggari vildi óska að hægt væri að segja það sama um blöðin á Íslandi sem leyfa enga umræðu um málaflokkinn, þöggun í gangi.

Ég las færslu samstarfsmanns míns Handegards af áhuga og nú ætla ég að reyna að svara sumu af því sem ég lít á sem spurningar til mín.

Ég vil byrja á að leiðrétta orðanotkun Handegards. Hann blandar umræðunni um undanþágu frá kynfræðslu og umræðunni um kynjafræðslu saman. Ég tel að það séu tvær ólíkar umræður.

Til að taka umræðuna um undanþágu frá kynjafræðslu fyrst. Handegard heldur því fram að ég hvetji foreldra til að taka börn sín út úr kynfræðslu nútímans.

Leyfðu mér að skýra þetta betur: Undanþága er síðasta úrræðið og að taka börn úr námi er ekki markmið. Ég vil góða, staðreyndabundna og örugga kennslu fyrir alla, þar sem kynhlutverk eru víkkuð. Það ætti að vera pláss fyrir kvenlega stráka og karlmannlegar stelpur, án þess að vera spurður hvort þú sért fæddur í röngum líkama.

Við skulum nú einbeita okkur að kynjakennslu í leik- og grunnskólum.

Handegård skrifar: Rosvold Andersen sver sig við vísindin. Þetta er ekki aðeins kaldhæðnislegt heldur líka rangt.

Leyfðu mér að skýra þetta betur: Ég fæ mínar upplýsingar frá rannsóknarnefnd um heilbrigðis- og umönnunarþjónustu. Á síðasta ári mæltu þeir með því að innlendum leiðbeiningum um kynjaósamræmi yrði breytt. Stjórnvöld telja að skilgreina þurfi kynþroskablokkara, hormóna- og skurðaðgerðir fyrir börn og unglinga sem tilraunameðferð, þar sem vísindalegur grundvöllur er of veikur. Nú staðfestir embætti landlæknis einnig að þeir muni skilgreina meðferðina sem tilraunameðferð.

Handegard skrifar: Á hverju ári fæðast börn með óákveðið kyn í Noregi.

Leyfðu mér að skýra þetta betur: Hann hefur rétt fyrir sér, á milli fimm og fimmtán börn fæðast í Noregi með óákveðið kyn á hverju ári. Það þýðir að ekki er hægt að ákvarða hvort um strák eða stelpu er að ræða með því að skoða ytri kynfæri. Háskólasjúkrahúsið í Osló og Haukeland-háskólasjúkrahúsið bera sameiginlega ábyrgð á mati og meðferð þessara barna. Í matinu eru bæði ytri og innri kynfæri skoðuð ítarlega. Hormónagreiningar (blóðprufur) eru teknar og kynlitningar og ákveðin þekkt gen sem stjórna kynþroska skoðuð. Matið getur tekið allt að tvær vikur og leiðir alltaf til kynferðis barnsins.

Handegard skrifar: Að mínu mati leggur Rosvold Andersen lítið af mörkum til góðrar umræðu eða örlátt samfélags þar sem fólk biður aðeins um að vera það sjálft.

Leyfðu mér að skýra þetta betur: Ég tel að þú ættir að segja sannleikann um kyn í skólanum. Kyn er líffræðilegt, þau eru aðeins tvö og þú getur ekki breytt kyni þínu. Opinberar stofnanir miðla í dag takmarkalausum skilningi á kyni sem er frábrugðinn þeim sem læknisfræði og líffræði byggja á. Ég held að þetta sé ekki það besta fyrir börnin, því skortur á ramma líffræðinnar skapar óþarfa rugling.

Höfundur greinarinnar er Helén Rosvold Andersen og er í forsvari ásamt fleirum fyrir foreldrafélagið Foreldre.net


Opið bréf til móður trans-drengs

Í fyrradag steig dönsk móðir fram til að segja sögu sína og stúlkunnar sem breytti kennitölunni sinni í því skyni að verða karlmaður. Móðirin óskaði líka eftir að fólk talaði beint við hana. Karen M. Larsen tók áskorun móðurinnar og sendi henni opið bréf. Millifyrirsögnum er bætt við.

,,Kæra Hannelouise Kissow,

Ég las greinina þína frá 5.10.2024 nokkrum sinnum, þar sem þú, eins og sannkölluð ljónynja, kastar þér út í baráttuna fyrir réttindum trans-fólks – út frá því að þú ert móðir ungs trans-drengs. Þú skrifar í greininni að þú vildir að einhver myndi raunverulega tala við þig sem foreldri trans-barns, og mig langar að taka þeirri áskorun.

Ég vil byrja á því að leggja áherslu á að mér finnst virkilega sorglegt, já svívirðilegt, að heyra að það sé til fólk sem áreitir barnið þitt á almannafæri með hrópum og þaðan af verra. Sem manneskja sem var lögð í einelti í gegnum grunnskólaárin, og hefur einnig sem fullorðinn einstaklingur upplifað hrekki í opinberu rými, get ég aðeins sagt að slík hegðun gagnvart barninu þínu er auðvitað algjörlega óásættanleg. Við verðum öll að geta verið ótrufluð í almenningsrými, óháð því hvernig við lítum út.

Skiptir sköpum

Ég skil grein þína svo að þú telur það skipta sköpum fyrir líf barnsins að við viðurkennum öll að barnið þitt sé karlmaður, jafnvel þótt það hafi fæðst með líkama stúlku/konu. Mér sýnist þú trúa því að ef barnið þitt fær ekki þessa viðurkenningu algjörlega skilyrðislaust, þá muni aðrir meiða það – eða barnið þitt muni skaða sig.

Þú segir okkur hins vegar ekki hvers vegna þú sjálf ert svona sannfærð um raunverulegt kyn barnsins. Ég veit ekki hvort þú hefur átt alvarlegar samræður við barnið um hvað það þýðir að vera karl eða kona. Ég veit ekki hvernig barnið hefur réttlætt fyrir þér að það sé strákur/karl en ekki stelpa/kona. Ég veit heldur ekki hvernig þú myndir skilgreina ,,karl" og ,,konu.“ Mér sýnist að þér finnist það ekki viðeigandi. Barnið þitt heldur að það sé karlmaður – þess vegna trúir þú því – og þess vegna ættu allir aðrir að trúa því líka. Við ættum öll að trúa því vegna þess að samkvæmt þínu mati hefur barninu batnað andlega eftir að hafa breytt kennitölunni og byrjað að taka testósterón.

Mín túlkun

Ég túlka grein þína þannig að þú sért mjög reið yfir því að sumir trúi því bara ekki þegar þú segist eiga son en ekki dóttur. Þú þarft trú okkar (eða að minnsta kosti að aðrir þykist trúa?) – og hvers vegna ekki bara að trúa, af því að trúin skaðar engan að þínu mati! Tilhugsunin um að það særi einhvern að viðurkenna barnið þitt sem karlmann virðist koma þér beint upp í rjáfur. Hver vogar sér að gefa slíkt í skyn?

Ég trúi ekki persónulega að barnið þitt sé hættulegt öðrum – en ég hef í raun áhyggjur af því að barnið þitt hafi farið inn á braut sem gæti skaðað það alvarlega.

Að mínu mati er kyn eingöngu spurning um hvers konar líkama þú fæddist með. Hið meðfædda líkamskyn er hlutlægur veruleiki, það er grundvallar staðreynd þess hver við erum. Líkaminn er ekki bara handahófskenndur hjúpur af holdi – hann er hluti af okkur, já við erum líkamar okkar, þeir gera okkur að því sem við erum. Sama hvað þér og barninu kann að finnast, barnið þitt er líkamleg kona. Þetta mun alltaf setja ramma um líf barnsins. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þér finnist virkilega að barnið þitt ætti að skipta um föt meðal karlmanna? Ef slys yrði og barnið þitt þyrfti að gista á farfuglaheimili eða væri fangelsað, myndir þú halda að það ætti að gista eða afplána með karlmönnum nú þegar þú ert svo sannfærð um að barnið þitt SÉ karlmaður?

Ég veit ekki hvort þið hafið talað um afleiðingar þess að taka testósterón þegar þú ert með kvenmannslíkama. Kannski hefur þú talað um við barnið eftir hverju það vonist ná með þessu, eins og dýpri rödd og skeggvöxt - eiginleikar sem gætu gert barninu þínu kleift að ,,líða" eins og karlmanni. Og þú hefur greinilega tekið eftir vellíðaninni sem þetta hormón getur kallað fram – tímabundið, en endist ekki endilega. En hefur þú líka talað um aukaverkanirnar? Barnið þitt er 20 ára, skrifar þú. Hefur þú talað um að þetta þýði að barnið þitt geti farið í gervitíðahvörf áður en það verður 25 ára? Hefur þú talað um hvernig testósterón, þegar það er tekið af líffræðilegum konum, getur valdið alvarlegum kynfæravandamálum sem geta eyðilagt möguleikann á góðu kynlífi? Hefur þú talað um aukaverkanir sem geta verið lífshættulegar eins og lifrarskemmd og blóðtappa? Þú skrifar að testósterón meðferð hafi bjargað lífi barnsins – en veistu að í versta falli getur það kostað barnið þitt lífið?

Ekki hægt að skipta um kyn

Hefur þú talað við barnið um þá staðreynd að þú getur í raun ekki skipt um kyn? Þú getur breytt kennitölunni þinni, þú getur breytt útliti líkamans en þú getur aldrei fengið líkama hins kynsins. Svo hefur þú talað við barnið um að það geti ekki haft líkama sem samsvarar líffræðilegum manni?

Og síðast en ekki síst get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort þú hafir íhugað að barnið þitt – og þar með líka þú – gætir haft rangt fyrir þér. Barnið þitt er ung manneskja. Að vera ungur þýðir líka að kynnast sjálfum sér og finna sína leið í lífinu. Og í þessu sambandi getur þú týnst á ferðalagi lífs þíns og lagt af stað á braut sem reynist vera blindgata. Að finna réttu leiðina er sérstaklega erfitt þegar barnið þitt glímir við alvarlegar geðrænar áskoranir.

Svo hvað ef barnið þitt, þegar það er 25-30 ára, kemst að því að það er ekki karl, heldur kona eftir allt saman? Hvað ef hann sér eftir óafturkræfum afleiðingum testósterónsins sem hann hefur tekið og hugsanlegum skurðaðgerðum sem þið íhugið sennilega? Hvað myndir þú segja við barnið þitt? Myndir þú  hafna barninu af því hann er ekki sá sem þú varst sannfærð um að hann væri? Myndir þú kenna barninu þínu um að hafa rangt fyrir sér? Verður þú reið út í alla þá sem studdu sjálfsmynd barnsins sem trans? Eða myndir þú axla ábyrgð – ef í ljós kemur að þú og barnið hafið rangt fyrir ykkur um hver það er og barnið situr uppi með óafturkræfar líkamlegar breytingar sem það sér sárlega eftir? Hvað ætlar þú þá að gera? Skrifa nýja grein?

Lokaorð

Að lokum get ég aðeins sagt, ég vona allt það besta fyrir barnið þitt. Ég vona að það rati í gegnum lífið – vonandi gott og hamingjusamt líf. En ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar áhyggjur af því að af einskærri ást gætir þú endað með því að meiða barnið þitt. Stundum er ekki nóg að elska bara barnið og samþykkja skilyrðislaust allt sem það vill og gerir. Stundum getur ,,nei" líka verið kærleiksríkt svar.“

Karen M. Larsen skrifaði pistilinn og kynnir sig á þennan hátt: Ég er dósent í sögu og trúarbrögðum og kennari við VoksenuddannelsesCenter Frederiksberg. Ég er kristin og samkynhneigð.

Pistilinn má lesa hér.

 


Barnamálaráðstefna laugardaginn 19. október

Nokkrir einstaklingar hafa tekið sig saman og standa fyrir ráðstefnu 19. október. Eiga góðar þakkir skildar. Ráðstefnan hefst kl. 13:00. Staðsetning kemur síðar en hún er á höfuðborgarsvæðinu.

Skráning á ráðstefnuna er á netfangið Barnavernd.islands@gmail.com

Sætapláss er takmarkað, þess vegna er skráning æskileg. Þeir sem skrá sig frá upplýsingar um hvar ráðstefnan er þegar nær dregur. Ekki er komið á hreint hvort ráðstefnunni verður streymt. Ekkert kostar á ráðstefnuna en tekið á móti frjálsum framlögum. Kaffi selt á staðnum.

Þessi ráðstefna er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Frummælendur koma víða að með ólík málefni. Reiknað er með að hvert erindi taki um 20 mínútur og ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum þar sem fundargestir geta spurt spurninga.

Meðal þess sem rætt verður um er; Tjáningarfrelsið og þöggun, sveitarfélög og samtök, Menntakerfið, Samfélagsmiðlar, Heilbrigðismál, Menning og trú, Lög og reglur og Cass-skýrslan.

Hér er auglýsingin. Hvet áhugasama til að mæta, 13 dagar þangað til.

ráðstefnan


Íþróttastúlku hótað eftir að hún sagði frá trans-konu, karlmanni sem skilgreinir sig sem konu

Háskólastelpur koma nú hver á eftir annarri til mótmæla þátttöku karlmanna, sem skilgreina sig sem konur, í kvennaíþróttum. Þó fyrr hefði verið segir bloggari.

Ein blakkvennanna slóst í hóp Riley Ganes sem er með dómsmál í gangi gegn NCCA, íþróttasamtökum í Bandaríkjunum. Stelpurnar kæra samtökin fyrir að leyfa karlmönnum að spila með og gegn stúlkum, þeir leggja þær í hættu. Þær kæra líka fyrir að þeim sé gert að keppa við ofjarla sína, karla sem skilgreina sig sem konur. Um það er ekki deilt, líffræðilegur karlmaður hefur mun meiri styrk, þol og krafta en kona.

Slusser fyrirliði San Jose liðsins var sú sem slóst í málsóknarhópinn en liðsfélagi hennar reyndi að leyna líffræðilegu kyni sínu. Það var afhjúpað. Nokkur lið hafa nú neitað að spila við liðið þar sem karlmaðurinn er, skiljanlega.

Nokkur kvennalið neita að spila við San Jose State University liðið þar sem karlmaður er liðsmaður segir Irena BritUSA fjallaði um málið. Þegar menn segja ekki sannleikann, blanda kynjum saman í íþróttum gerist þetta segir Irena. Verður aldrei sanngjarnt að strákur keppi í kvennaliðið.

Hér fjallar ung koma um lögin og börn eru hvergi undanskilin.

Víðar er barist fyrir réttinum kvenna, eða réttara sagt að viðhalda þeim. Það er synd og skömm að baráttan um réttindi kvenna sem formæður okkar börðust fyrir hverfa nú eitt af öðru til að þóknast karlmönnum sem skilgreina sig sem konu. Frekjan og yfirgangurinn er þvílíkur. Þeir sætta sig ekki við sömu mannréttindi og aðrir heldur vilja þeir hafa réttindi af konum, s.s. einkarýmum og íþróttum.

Andspyrnuhreyfing kvenna

Í Þýskalandi hóft ráðstefna kvenna hófst í gær og verður til morguns. Ráðstefnan ber nafnið Heroica. Konurnar sem þar eru mótmæla þýskum lögum sem taka gildi 1. nóvember. Þrengt er að réttindum kvenna, foreldra og tjáningarfrelsinu. 

Lesbíur verða illa úti vegna trans-hugmyndafræðinnar. Karlar sem skilgreina sig sem konu vilja vera lesbíur. Í huga bloggara og margra annarra eru þeir gagnkynhneigðir, einhvern veginn liggur það í augum upp. Eru með lim og pung, vilja konur. Lesbíupar eru tvær konur, ekki karl og kona.

 


Velja kennarar í grunnskólanum allsherjar verkfall eða skæruhernað?

Ekkert gengur í kjaraviðræðum grunnskólakennara. Það dylst engum sem fylgist eitthvað með. Formaður Félags grunnskóla hefur falið formanni Kennarasambandsins samningsumboð grunnskólakennara. 

Nú þegar kjaradeildan er hjá ríkissáttasemjara má hugsa tvennt í stöðunni. Félagið er við það að semja eða íhugar verkfallsboðun. 

Verði blásið til verkfalls eru tveir möguleikar.

Allsherjarverkfall þar sem allir grunnskólakennarar fara í verkfall. Góður kostur? Fer eftir því hvernig á það er litið.

Hinn kosturinn er skæruverkföll en bloggari kynntist þeim fyrst hjá Sjúkraliðafélagi Íslands. Skæruverkföll eru þannig að ákveðið stig fer í verkfall og helst þar sem það bítur mest. Í grunnskólanum er það yngsta stigið. Síðan væri hægt að hafa daga á stigunum. 

Hvort grunnskólakennarar séu tilbúnir í verkfallsaðgerðir er fyrst vitað þegar kosning fer fram. Fari kennarar í verkfall þá er það röskun á námi nemenda en þannig eru verkföll. Markmiðið er að valda sem mestri röskun.

Fyrir nokkrum árum þótti kennarastéttinni óhugsandi að fara í verkfall, byggt á reynslu fyrri áratuga. Nýliðun í stéttinni er mikil, yngra fólk komið í grunnskólann og leiðbeinendur fleiri. Þessi samsetning gæti gefið annars konar niðurstöðu en fyrir fáeinum árum.

Hvað sem öllu líður, þá verður fróðlegt að fylgjast með á komandi vikum. Bloggari vonar að hann hafi rangt fyrir sér hvað verkfallsboðun varðar og að kjarasamningur sé handan við hornið.

 

 


Hafa karlmenn skilning og upplifun af verkjum kvenna

Ríkisstjórn Viktoríuríkis tekur karlmenn með í heilsufarsrannsókn á verkjum kvenna.

Jacinta Allan forsætisráðherra Viktoríuríkis og ríkisstjórn hennar vita ekki hvað kona er. Þrátt fyrir að hafa ekki getað skilgreint helming íbúanna hefur hún pantað rannsóknina ,,The Inquiry into Women's Pain" sem er hluti af 153 milljón dollara kostnaði vegna heilsubreytingu kvenna segir Kirralie Smith.

Rannsóknin tekur við svörum frá ,,hverjum þeim sem skilgreinir sig sem konu, þó að hann kunni að hafa annað kyn við fæðingu." Það sem þeir vísa til hér eru karlmenn.

Ríkisstjórn Viktoríuríkis tekur því að svörum um sársauka kvenna, frá körlum, sem hafa allt annan lífeðlisfræðilega uppbyggingu og munu aldrei upplifa kventengda sársauka.

Fatnaður, lyf og skurðaðgerðir sem hylja karlmennsku mannsins breyta ekki æxlunarfærum hans frá karli til konu og hann mun aldrei skilja eða upplifa hvað það er að hafa kvenkyns æxlunarfæri.

Karlmaður mun aldrei þola breytingarskeið kvenna, legslímuflakk eða leghálskrabbamein, en samt vill ríkisstjórn Viktoríuríkis láta undan fantasíum sumra karla, um að þeir geti verið konur, með því að taka þá með í heilsufarsrannsókn kvenna.

Það er móðgandi og fáránlegt!

Þekktur skurðlæknir í Viktoríu, vildi ekki láta nafngreina sig af ótta við útilokun, talaði gegn þessu og sagði ,,kynstaðfestingar þjónustu“ eyðileggingu í heilbrigðisþjónustunni. Það verður að setja líffræðina framar sjálfsmynd. Hann segir ,,sjúklingar kynna fyrir læknum hið ,,nýja“ kyn og gefa ekki upp líffræðilega kyn sitt. Þetta hefur gífurleg áhrif á alla þjónustu.“

,,Ef læknar segja eitthvað neikvætt er hægt að tilkynna það til eftirlitsaðila.“ Áfram heldur læknirinn ,,Yngri læknar eyða tíma í að læra hvernig á að tala við þetta fólk og einblína ekki á grunnatriðin eins og sykursýki, astma eða brjóstakrabbamein.“

Læknar geta ekki gagnrýnt brjálæði stjórnvalda af ótta við útilokun eða sviptingu leyfis.

Hvernig er hægt að ætlast til þess að nokkur treysti ríkisstjórn eða lækni sem afneitar raunveruleikanum, hafnar vísindum og gaslýsir konur með þeirri lygi að karlmaður geti verið kona?

Greinina má lesa hér.

426765012_306177139115622_5992941906019965393_n


Enn sýna trans aðgerðasinnar ofbeldisfulla hegðun

Eitthvað er það í fari kvenna sem trans aðgerðasinnum líkar ekki. Þær mega ekki koma saman til að ræða sín mál, réttindi sem tekin voru af þeim með lögum um kynrænt sjálfræði. Bakslag hefur orðið í kvennabaráttunni og það er stjórnmálamönnum að þakka. Engum öðrum. Þeir hafa með heigulshætti sínum látið undan þrýstingi fárra einstaklinga og gengið á rétt milljóna.

Kellie-Jay Keen varð enn og aftur fyrir ofbeldi

Stofnandi og skipuleggjandi ,,Let Women Speak“ viðburðanna varð skotmark á Nýja Sjálandi eftir að John Pesutto, leiðtogi frjálslyndra í Viktoríuríkinu, stimplaði hana sem nasista. Það gerðist eftir Melbourne mótmælin í mars 2023.

Um síðustu helgi greip trans aðgerðasinni til ofbeldis gagnvart henni. Hann notaði sömu aðferð og ofbeldisseggurinn á Nýja Sjálandi, hellti súpu yfir hana. Allt í nafni transins!

Hinn 34 ára gamli maður reyndi að flýja vettvang en var eltur uppi af konu og síðan handtók lögreglan hann.

Ofbeldismaðurinn er Lindsay, útskrifaður nemandi sem stærir sig af því á netinu að vera fyrsti starfsmaður Southampton Solent í jafnrétti og fjölbreytileika - þrátt fyrir að hafa ekki starfað þar síðan 2018.

Lögreglan í Suður-Yorkshire hefur staðfest að Lindsay, frá Barnsley, hafi verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir og mun mæta fyrir Sheffield Magistrates Court þann 25. nóvember.

Kellie-Jay Keen segir réttilega um ofbeldi mannanna, ,,Þeir hafa sannað mál mitt og við verðum að halda áfram og leyfa konum að tala."

Leyfum konum að tala

Viðburðurinn ,,Let Women Speak“ er haldinn á opinberum stöðum með opinn hljóðnema. Allar konur sem vilja tala mega það, deila reynslu sinni eða hugsun um samfélag sem vill þagga niður í konum, sérstaklega konum sem berjast fyrir kynbundnum réttinum, einkarýmum kvenna, þjónustu og íþróttum

Frú Kellie-Jay Keen laðar að sér mikinn mannfjölda. Stór mótmælendahópur mæti og eru það yfirleitt trans-konur (karlmenn) og aðgerðasinnar. Hún hræðist ekki þessa karla og viðkvæði hennar ,,ég tapa aldrei“ virðist fara fyrir brjóstið á þeim.  

Atvikin er tvö

Kellie-Jay Keen ber saman atvikin og segir að síðast þegar þetta kom fyrir hana hafi hún verið hrædd um að detta í jörðin því þá gæti hún sennilega ekki staðið upp aftur. Henni fannst lífi sínu ógnað.

Tilgangurinn með síðara atvikinu var til að hræða konur til þöggunar. Konum líður eins og þær geti ekki talað opinberlega. Baráttufólkið hélt mótmælunum áfram en Kellie gagnrýndi lögregluna fyrir að passa ekki upp á öryggi kvenna. Hún sagði: ,,Mér finnst bara að ógnin við öryggi okkar sé ekki tekið mjög alvarlega. Ógn trans aðgerðasinna er ekki tekin mjög alvarlega."

Kellie-Jay Keen telur að trans aðgerðasinnar sé ,,útbreiddir í háskólunum" og bætir við: ,,Mér finnst mjög ógnvekjandi hversu mikil völd þessi sértrúarsöfnuður virðist hafa."

 

feisið opnun...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband