Færsluflokkur: Bloggar

Höldum á­fram með ís­lenskuna og konuna

Ég undrast ekki viðbrögð þeirra sem lifa í bergmálshelli við síðustu grein minni um íslenska tungu. Menn reyna að gaslýsa þjóðina. Ekki eigi að banna nein orð! En til hvers að breyta góðum og gildum orðum í tungumálinu? Orð sem allir vita hvað þýða og 99% manna getur samsamað sig við.

Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota orðið stórforeldri í reglugerðum né lögum. Heldur ekki í almennu tali. Að sjálfsögðu eigum við ekki að nota foreldri foreldris í stað dásamlegu orðanna amma og afi. Þeir sem vilja hins vegar nota svona orð geta gert það á heimavelli. Á ekki að þvinga þeim á íslenska þjóð, hvorki í gengum texta frá þinginu né í almennu tali.

Kvennaorð eiga undir högg að sækja

Það er þekkt um hinn vestræna heim að orð sem varðar konur eiga undir högg að sækja. Víða má sjá orð eins „fæðandi foreldri“ í þeirri meiningu að kona sé í fæðingu. Persóna með barn á brjósti í þeirri merkingu að „kona með barn á brjósti.“ Einstaklingur sem gengur með barn í merkingunni „barnshafandi kona.“ Einstaklingur með leg eða leghafi í merkingu orðsins kona. Í stað þess að kyngreina konur er orðið þessi notað í staðinn. Allt rennur þetta í sömu átt, útrýma kvennaorðunum. Vilt þú það kona góð?

Þingmenn eiga að passa upp á þetta

Á hinu háa Alþingi á að vera sérstök virðing gagnvart kvennaorðunum. Þar á bæ eiga menn að leggja sig í líma við að varðveita orð sem tilheyra konum. Það á ekki að leyfa neinum að skemma þau eins og dæmin sýna. Þetta er ekki þróun í tungumálinu heldur handstýrð eyðilegging. Konur á þingi eiga passa upp á þessu orð, ég vænti þess af þeim. Ef þær hunskast ekki til þess biðla ég til karlanna, sem voru fæddir af konu og lágu við brjóst móður sinnar. Þeir eiga mömmu sem fædd var af konu sem er móðuramma.

Ef ekki er passað upp á orðin sem tilheyra konum þá hverfa þau hvert á fætur öðrum inn í texta á Alþingi og að lokum hverfa þau. Konan sem kyn er nú orðin eign allra (karlsins). Félagsleg uppbygging - í íslenskum lögum - en ekki líffræðileg eining með sitt eigið gildi og eigin tilverugrundvöll.

Mér þykir brýnt að þingheimur taki til í þeim lögum þar sem kvennaorðum var sýnd vanvirðing.

 


Djörfu stúlkurnar í blakinu

Stelpurnar láta ekki að sér hæða og nú skal sækja rétt sinn. Blakkonur hafa mátt lifa við þann ófögnuð að hafa karlmann, sem skilgreinir sig sem konu, í sínum röðum og í liði andstæðinga. Þvert á geð þeirra. Eins og í öðrum Íþróttasamböndum hafa stúlkur og konur lítið um þetta að segja. Komið nóg af þessu óréttlæti.

Stelpurnar hafa kært veru karlmanns í liðinu, þrátt fyrir skilgreiningu hans.

,,Hópur íþróttakvenna hefur tekið djarfa afstöðu gegn Mountain West Conference og San Jose State University (SJSU) vegna þátttöku trans íþróttamannsins Blaire Fleming í blakliði kvenna. Fleming, sem er fæddur karlmaður, skilgreinir sig sem konu og hefur tekið þátt í kvennadeildinni. Það hefur leitt til fjölda tapaðra leikja frá keppnisliðum sem eru ósáttir við aðstæðurnar.

Aðstoðarþjálfari SJSU í blaki tók það ótrúlega skref að leggja fram kvörtun og benti á ójafnvægið sem þátttaka Fleming olli. Þessi aðgerð leiddi hins vegar til tafarlausrar lausnar frá störfum, sem vakti spurningar um skuldbindingu háskólans til að vernda réttindi íþróttamanna sinna.

Til að auka á deilurnar hefur komið í ljós að þjálfarinn sem upphaflega bauð Fleming velkominn í liðið yfirgaf SJSU skömmu síðar og virðist með því reyna að koma sér undan ábyrgð. 

Samkvæmt fréttum lýsti Kersten, fyrrverandi þjálfari, yfir ,,samúð" með ,,jaðarsettum hópum" og virtist líta fram hjá áhyggjum kvennanna sem standa frammi fyrir afleiðingunum af þátttöku Fleming.

Lesa má meira um málið á síðu Katarine Brøgger

blakmynd


Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga

Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra.

Hvað með þingmenn

Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka.

Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun.

Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar.

Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
              a.      Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.
              b.      Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.
              c.      Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.
              d.      Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv.

Hvað gengur þeim til

Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta.

Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei.

Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir.

Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku?

Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing.

Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin.


Stjórnarmenn knattspyrnusambandsins lifa í bergmálshelli

Eftir að ung stúlka steig fram og lýsti efasemdum sýnum um heilindi stjórnarmanna Danska knattspyrnusambandsins (DBU) í garð stúlkna tjáði einn sig. Sá reynir að klóra í bakkann.

Það er nefnilega ófyrirgefanlegt að stjórnin, skipuð 6 körlum og 1 konu, skuli vilji að blanda strákum og stelpum saman í fótbolta, frá unglingsaldri. Líkamsbygging stráka er allt öðruvísi en stúlkna, styrkur og þol meira. Kynin eiga að spila aðskilin.

Lítum á hvað Jeppe Rønnebæk Kongsbak segir á X. ,,Fótboltanum er deilt milli pilta/stúlkna og kvenna/karlmanna- og verður í framtíðinni. En það er rétt, innlimunin er viðfangsefni sem DBU skoðar. Lestu meira um ástæðuna, staðreyndir og skoðun DBU hér

Lotte Ingerslev, sem nú sætir málsókn af hálfu eins nefndarmanns, hefur vakið athygli á þessum gjörningi stjórnarinnar frá því þær komu fyrst fram. Síðan hafa foreldrar bæst við. Lesa má um það hér. Betur má ef duga skal. Það þarf fylkingu foreldra til að hafna karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, í fólbolta og aðrar íþróttagreinar kvenna.

Hoppa á skilgreiningar hinsegin hreyfinga

Það er ljóst að DBU hoppaði á trans skilgreiningar um mörg kyn, sést á plagginu þeirra. Þeir segja ,,Öll kyn velkomin í fótbolta“, og síðar tala þeir um kynhneigð. Það er ekkert launungamál að einn ráðgjafinn er karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, og þarf vart að ræða áhrifin sem slíkur einstaklingur hefur. Allir passa sig, má ekki móðga tilfinningar eða upplifun viðkomandi.

Það eru bara tvö kyn- góð vísa er aldrei of oft kveðin. Löngu tímabært að menn tali um það, tali hátt um sannleikann. Ef menn ætla að raða í fótboltalið byggða á tilfinningum fólks er tímabært að hinir sömu segi sig frá störfum sínum í DBU eða KSÍ væri um það samband að ræða.

Stelpunum blæðir

Það er líka ljóst að DBU hefur að engu réttindi stúlkna og kvenna í fótbolta. Troðið á stúlkum sem eiga bara að þegja og vera góðar. Þeim blæðir. Réttindi þeirra eiga að víkja fyrir fáeinum einstaklingum sem finna fyrir ónotum í eigin skinni, en eiga klárlega heima í karlaboltanum. Það er nefnilega þannig að karlar sækja í kvennaboltann en ekki öfugt. Opna á karlaflokkana fyrir fólk sem skilgreinir sig annað en karl eða konu. Það á ekki að opna á þennan möguleika, aldrei.

Stjórnarmenn DBU segi að þetta skipti ekki máli af því um fáa einstaklinga sé að ræða. Einn er of mikið, svo einfalt er málið. Hvað með ef fáum stelpum finnst þetta óviðunandi, á að taka tillit til þeirra?

Hvers vegna að ræða danska kvennaboltann. Áður en lagt um líður munu við á Íslandi lenda í sömu aðstæðum. Þá er gott að hafa séð þróun mála í nágrannalandi okkar. Vona að KSÍ taki þetta aldrei upp, dreymi ekki einu sinni um að blanda kynunum í fótbolta. KSÍ á að hugsa um öryggi og réttindi kvenna ef málið kemur til umræðu.

Eitt foreldri spyr stjórnarmann; ,, Hvenær er maður nógu kvenlegur til að kallast kona og dóttir mín þarf að spila fótbolta með honum. Má hann vera skeggjaður? Á hann að ganga í kjól? Nota farða? Annað?

Bloggari vil að biðja lesendur að íhuga hvað þeim finnst um þennan ágang karlmanna í kvennaíþróttir.


Frumvarp sem takmarkar málfrelsið

Í Ástralíu heldur brjálæðið áfram. Nú komust lög í gegnum neðri deildina sem takmarkar tjáningarfrelsi landans. Ríkisstjórnin mun verða úrskurðaraðili sannleikans.

Frumvarpinu var komið í gegnum þingið á meðan þingmenn voru uppteknir af forsetakosningunum í USA. Frumvarpið sem kallast MAD mun takamara málfrelsi og refsa þeim sem eru á móti stjórnvöldum.

Þeir sem hafna hinsegin hugmyndafræðinni, að karlmaður geti verið kona, að karlmenn eigi ekki heima í kvennarýmum, íþróttum eða annars staðar þar sem einkarými kvenna eru, eiga á hættu að lenda í vandræðum ef öldungadeildin samþykkir lögin líka.

Lögn vernda ekki lögbundin réttindi kvenna eins og þau eru. Verkamannaflokkurinn veit um ,,woke” andstöðu almennings og eru hræddir vegna komandi kosninga. Þeir urðu fyrir höggi í fylkiskosningunum og hafa tekið eftir því sem gerist um allan heim. Stefnu öfga-vinstri er hafnað.

Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir alla Ástrala þar sem sannleikurinn verður ekki byggður á staðreyndum heldur því sem ógnar stjórnvöldum. Það má ekki viðgangast.

Þessi löggjöf er í anda stefnu Vg og þeir reyndu að koma inn í þingið, takmarka tjáningarfrelsi manna og refsa þeim sem segja sannleikann. 

Hér má lesa greinina.


Þegið þið, verið góðar, sýnið tillitsemi- karlar ráða

Þetta er viðkvæðið sem stúlkur og konur fá að heyra um þessar mundir. Ekki bara hér á landi heldur um allan vestræna heim. Stúlkur eiga að gera það sem þær eru bestar í, að hlýða, vera góðar og undirgefnar. Þær eiga að taka tillit og vera ekki að rífa kjaft. Eða!

Ung stúlka í Danaveldi ætlar ekki að þegja en hér má lesa grein eftir hana. Bloggari þýddi greinina enda á hún erindi til allra sem umhugað er um íþróttir stúlkna og kvenna.

Halló DBU: Þú gleymdir einhverju þegar þú ákvaðst að leyfa stráka og karla í stúlkna- og kvennafótbolta er fyrirsögn greinarinnar.

Nýjar reglur DBU (Danska knattspyrnusambandsins) um þátttöku karla í stúlkna- og kvennaboltanum er mikil afturför segir Mille Sørensen liðsstjóri kvennaliðs í Frederiksberg. Hún tjáir eingöngu sína skoðun ekki klúbbsins.

Allir sem taka þátt í stúlkna- og kvennafótbolta ættu að hafa í huga að stjórn DBU – einróma – hefur tilkynnt nýjar reglur um þátttöku í kvennaboltanum.

Nýju reglurnar koma til framkvæmda frá 2025. Allir leikmenn í grasrótarboltanum geta ákveðið sjálfir hvorum kynjaflokki þeir vilja spila í. Í vinsælustu snerti íþrótt Dana vegur meginreglan um sjálfsauðkenningu hærra en líffræði og sanngirni. 

Þetta er stórt skref aftur á bak þegar talað er um aðstæður stúlkna og kvenna og verðskuldar athygli allra félaga. Sú staðreynd að karl eða strákur skilgreini sig sem stelpu eða konu þýðir að ekki að þú hætti að koma fram við hann sem karlkyn. 

Ýmsum spurningum enn ósvarað

DBU hefur alls ekki tekið afstöðu:

  • Hvað gerir það við sanngirnistilfinningu stelpnanna ef/þegar lið vinnur skyndilega allan riðilinn/riðilinn vegna þess að þeir eru með einn, tvo, þrjá eða fleiri leikmenn sem eru líffræðilegir strákar/karlar? Er hægt að hoppa beint úr stráka/karlaliði í stelpu/kvennalið?
  • Munu stelpur og konur halda áfram að halda að það sé gaman þegar það er ekki lengur sanngjörn íþrótt? Þegar þröskuldurinn fyrir hæstu frammistöðu er ekki lengur hvað líkami konu getur framkvæmt, heldur hvað líkami karlmanns getur áorkað?
  • Hvað þýðir það fyrir öryggi stúlkna og kvenna þegar þær rekast á andstæðing sem, vegna testósterónframleiðslu hefur verulega kosti í hæð, axlarbreidd, þyngd, bein- og vöðvastyrk? Verða stelpurnar/konurnar upplýstar um þennan leikmann fyrir leikinn? Hafa þær tækifæri til að mótmæla? Þarf ekki samþykki allra þegar áhættan breytist skyndilega miðað við að maður spilar bara við stúlkur/konur?
  • Hvert á stúlka eða kona að fara ef þú vilt ekki spila með eða á móti líffræðilegum strák eða karli? Hvað með stúlkurnar og konurnar sem upplifa að þeir eru ekki stelpur eða konur? Verður krafan um að vísa til slíks leikmanns sem ,,hún" og ,,henni"? Hafa þær trúnaðarmenn sem þær geta leitað til sem sinna ekki líka hagsmunum líffræðilega drengja/manna? Er eini raunverulegi kosturinn stúlknanna að hætta í liðinu, nú þegar líffræðilegir strákar og karlar hafa stuðning DBU?
  • Hvað þýðir breytingin fyrir múslímsku stúlkurnar sem hafa barist fyrir að taka þátt?
  • Hvernig mun DBU tryggja að stelpurnar/konurnar séu ekki móðgaðar á vellinum eða í búningsklefanum, þegar DBU leggur einnig til að líffræðilegir strákar og karlar eigi að skipta um föt í búningsklefa stelpna/kvenna, bara fyrir aftan forhengi? Hver ákveður hvenær hægt er að draga hengið frá?
  • Og hvers vegna er það í raun ekki verkefni drengja- og karlaliðanna að koma til móts við alla líffræðilega stráka og karla, jafnvel þá sem eru ekki eins og aðrir?

Aðeins leikmenn úr röðum karla til kvenna

Það þarf ekki mikið vita ð sjá í hvert stefnir. Í reynd færa leikmenn sig bara í aðra áttir; frá karlalokki yfir í kvennaflokk.  Engin stelpa sem upplifir sig sem strák mun taka sæti stráks.

Ef þú vilt tryggja að allir geti spilað fótbolta, af hverju breiðir DBU ekki bara út Jótlandsmódelið, þar sem stráka- og karlamótaröðin er opin röð þar sem bæði kyn geta tekið þátt, en þar sem stúlkna- og kvennamótaröðin er frátekin fyrir líffræðilegar stelpur og konur?

  • Það er að segja, að líffræðilegir strákar og karlar sem hafa skilgreint sig sem stelpu eða konu geta spilað í opinni röð og þannig viðhaldið sanngirni og þroskamöguleikum stúlkna/kvennanna.
  • Líffræðilegu stelpurnar og konurnar sem skilgreina sig sem stráka/karla og neyta testósteróns geta spilað í opnu röðinni, þar sem þær hafa í reynd útilokað sig frá stelpuhópnum, þar sem þær hafa dópað sig og tekið lyf til að bæta frammistöðuna. Með þessu viðhelst sanngirnin.

Hvar er umræðan?

Ég er skelfingu lostinn yfir því að það hafi ekki verið meiri umræða um þessa breytingu. Þegar ég hef spurst fyrir virðist sem enginn hafi smitast af þessu – að þetta sé í raun eitthvað sem verið er að smygla inn, án aðkomu stúlkna og kvenna? Gæti DBU virkilega fundið upp á því?  

Forstjóri DBU, Erik B. Rasmussen, hefur útskýrt breytinguna með því að segja að í grasrótaríþróttum snúist þetta bara um að skemmta sér og spila með vinum þínum. Gaslýsing og niðurlæging á íþróttum stúlkna og kvenna, viðleitni og baráttuanda er hrópandi augljós og er fyrir neðan allar hellur. Í nefndinni sem lagði til breytingarnar sitja 6 karlar og 1 kona.

Mille er liðstjóri liðs sem heyrir sem betur fer ekki undir DBU eins og hún segir sjálf og spilar með kvennaliðinu.


Öryrkjabandalagið vill koma dýrum og börnum í kjörklefana

Það er hjákátlegt að lesa og hlusta á auglýsingar Öryrkjabandalagsins. Tala um ,,öll“ sem hæfir þegar talað er um börn og dýr.

Þegar kjánalega auglýsingin í útvarpinu heyrðist ,,hvað þarf að vera til að öll geti kosið“ þá vill Öryrkjabandalagið ekki að menn kjósi. Börn hafa ekki kosningarétt og hvað þá öll dýrin!

Öll félagar, Öll félagsmenn, Öll maður, Öll konur, Öll Íslendingar, Öll börnin, Öll dýrin! Hvernig getur Öryrkjabandalagið lagst svona lágt? Hvernig verja þeir svona ljóta málfarsvillu í málflutningi sínum? Ef menn þar á bæ hafa ekki lært íslenska málfræði væri lag að þeir settu upp námskeið. Þetta er öryrkjum og bandalaginu til háborinnar skammar og á ekki að sjást eða heyrast.

Að bandalag öryrkja sé komið inn í ,,woke“ menninguna er þyngra en tárum taki. Rétt eins og menntastofnun á Akureyri, Háskólinn. Líffræðilegt og málfræðilegt kyn er tvennt ólíkt og á ekki að blanda saman.

Öryrkjabandalagið setur niður við þetta. Ættu að lesa þennan fróðleik frá Baldri Hafstað.

öll vildju Lilju


Í Ástralíu er ráðherra kvennamála fáfróður

Kvennamálaráðherra Verkamannaflokksins (Labor), Shannon Fentiman, í Ástralíu sem er kona segir trans-konur vera konur. Það vantar stórlega upp á þekkingu hennar í líffræði. Auðvitað getur þetta allt verið í kollinum á henni eins og þeim sem skilgreina sig hitt kynið.

J.K. Rowling hefur sagt, sem er hreinn sannleikur, þó karlmaður fari í kjól, látið hárið vaxa, máli sig og setur á sig varalit gerir það hann ekki að konu.

Færsla á snjáldursíðu hefst svo; ,,Tími til kominn að kjósa þessa konu úr embætti. Ráðherra kvenna sem talar fyrir hönd karla með krossklæðaburðablæti. Í október 2025 munt þú fá tækifæri til að segja þessari konu að við viljum ekki karla í viðkvæmum rýmum kvenna, við viljum ekki karla í kvennaíþróttum, við viljum ekki karla í kvennafangelsum og við viljum ekki að börn verði fyrir áróðri og þau rugluð af Queensland Education.“

Hér má sjá athugasemdir sem birtust í kjölfarið

,,I’m a Canadian so I can’t help vote her out of office but I certainly hope enough people there will make it happen!!“

Einn svarar ,,it is fine, just identify as an Australian!“

Ein athugasemdin hljómar svo, og mikið er bloggari sammála: ,, Konur hafa misst réttinn og öryggið til kvennaíþrótta, réttinn til búningsklefa af sama kyni, réttinn til stuðningshópa kvenna, samkynhneigð kvenna, réttinn til aðgreindra áfallamiðstöðva fyrir heimilisofbeldi, fangelsi og listinn heldur áfram að stækka. Hvaða réttindi hafa karlarnir sem þykjast vera konur glatað?“

,, Ástralía og allar aðrar enskumælandi þjóðir eru orðnar brjálaðar vegna kynjahugmyndafræði en Rússland og Kína hlæja að öllum enskumælandi þjóðum vegna þess að við höfum villst af leið.“

,, Ef sú fullyrðing er sönn, hvað eiga þá allar konur sameiginlegt? Vegna þess að það eru ekki fínir kjólar og varalitur.“


Svandís Svavarsdóttir stærir sig af að hafa réttindin af stúlkum og konum

Í spjallþættinum Ein pæling segir Svandís berjast fyrir réttindum kvenna. Bloggari hefur ekki séð það en fylgist þó alveg ágætlega með.

Svandís státar sig síðan af því að hafa komið lögum um kynrænt sjálfræði í gegn. Lögum sem ganga á réttindi kvenna og stúlkna. Réttindi sem heimila karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, til að nota sama búningsklefa og þær. Réttindi til karlanna, sem skilgreina sig sem konu, að nýta öll einkarými kvenna. Íþróttir og eins og í útlöndum verður sennilega ekki langt að bíða þar til fangelsin og kvennaathvörfin verða fyrir barðinu á þessum lögum.

Hún talar um intersex af mikill fáfræði. Ótrúlega mikilli fáfræði og augljóst að hún lætur trans hugmyndafræði mata sig á upplýsingum. Intersex er regnhlífaheiti af kvillum sem eru í litningum manna og 5-15 börn í Noregi fæðast með þennan kvilla. Noregi sem hefur um 9 milljónir íbúa.

Nei Svandís Svavarsdóttir berst ekki fyrir réttindum kvenna þó hún haldi það sjálf. Hún gerði grín að konum sem kæra sig ekki um þessa tegund af karlmönnum inn á salernin, sagði að hún hafi fengist við stærri mál en það.

Hennar flokkur, Vg, stuðlar líka að nauðgun íslenskrar tungu af því þau halda að líffræðilegt og málfræðilegt kyn séu eitt og hið sama. Held þau viti betur.


Baunabyssuverkfall kennara, afar eru klókir

Margt skemmtilegt kemur frá öfum. Ábyggilega líka ömmum ef þær láta í sér heyra. Las þessa grein eftir einn afa. Hann talar um baunabyssuverkfall kennara. Gat ekki annað en hlegið. Bloggari hafði ekki hugmyndaflug í nafngiftina. Kannski hefur afinn rétt fyrir sér. Máttleysi kennara í þessari baráttu er ótrúlega mikið. Einstaka skóli hér og þar um landið í verkfalli. Veldur óþægindum hjá þeim fáum sem verða fyrir barðinu á verkfallinu.

Kennarar virðast ekki hafa mikla samúð með baráttu sinni. Eftir að kennarar í Lundarskóla á Akureyri neituðu börnunum um að taka námsefni með sér heim reiddust margir, líka þeir sem hafa stutt kennara í verkfalli. Auðvitað eiga börnin að taka bækur með heim, bækurnar eru eign sveitarfélaganna. Kennarar eru ekki í baráttu við nemendur sína heldur sveitarfélögin og starfsstjórn ríkisvaldsins.

Hver grunnskólakennari ætti að gleðjast yfir að börnin vilji læra heima, halda áfram með námsefnið af sjálfsdáðum. Að dranga úr þrautseigju þeirra og áhuga er óþarfi. Það kemur ekki niður á baunabyssuverkfallinu.

Ef kennarar á öllum skólastigum ætla sér í verkfall gerið það þá almennilega eða sleppið því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband