Færsluflokkur: Bloggar

Ógeðfelldur áhrifavaldur

Hann fór flatt á því áhrifavaldurinn á Tik Tok sem gortaði af sér inni á kvennaklósetti í heimi Disney í Flórída. Eitthvað sem bæði hefur valdið hneyksli dómsmálaráðherra Flórída og kveikt harðar umræður á netinu.

Áhrifavaldurinn hefur tilkynnt brotthvarf sitt af samfélagsmiðlum. Ganga þarf hart fram til að losna við svona áhrifavalda.

Handtekinn, þó fyrr hefði verið, því karlmenn mega ekki fara inn á kvennaklósett og enn síður mynda þar. Vonandi fær hann makleg málagjöld og verður bannaður á miðlunum til lífstíðar.

Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og 5,000 dollara sekt. Ekki amalegt það fyrir að saurga friðhelgi kvenna.

Karlmaðurinn sem segist vera ,,transgender“ þykist vera kona á myndböndum og græðir á tá og fingri með því að pósta ýmsu um sig. Fólk er tilbúið að borga svona bjálfum.

Nú er honum brugðið, í kvennalíki. Lesið hér

árhifaváhrifav1

 


Hvers vegna eiga börn að taka þátt í Gleðigöngu

Gefið í skyn: Ef þú setur spurningarmerki við ,,Pride“-hátíð í leik- og grunnskóla ertu í besta falli þröngsýnn, í versta falli samsekur í hatri.

Þetta er ósanngjörn og óheiðarleg framsetning á mikilvægri samfélagsumræðu.

Því er haldið fram að ,,Pride“ snúist aðeins um ,,mannlega reisn, ást og þátttöku." Pride, árið 2025, snýst um ákveðna sýn á kyn, kynhneigð og fjölskyldu – sem er ekki hlutlaus og ekki allir deila. Þegar leikskólar kenna þriggja ára börnum um regnbogafjölskyldur, fjölbreytileika kynja og kynhneigðar er það ekki bara spurning um virðingu. Það er miðlun hugmyndafræðilegs ramma. Börn á fyrsta þroskastigi þurfa öryggi og skýrleika, ekki pólitík fullorðinna vafin í regnbogalitum segir Helén Rosvold Andersen í pistli.

Hagsmunir barnsins – gleymt ekki satt?

Leyfðu mér að minna okkur á einn sannleika, börn eiga rétt á bæði móður og föður. Það er ekki mismunun – þetta er líffræði og tengsl. Börn fæðast með líffræðileg tengsl við tvær manneskjur, móður og föður. Þetta samband er ekki aðeins líkamlegt, heldur tilfinningalegt, andlegt og sjálfsmyndarskapandi. Nokkrar rannsóknir sýna að börn hafa besta upphafspunktinn í lífinu þegar þau alast upp hjá líffræðilegum foreldrum sínum (McLanahan og Jencks, 2012).

Engu að síður heyrum við stöðugt að öll fjölskylduform séu ,,jafn góð." Það er löngun fullorðinna til að finnast hún vera með, sem oft trompar þörf barnsins fyrir að tilheyra, rætur og líffræðileg tengsl.

Hlutlaus grundvöllur er ekki hatur

Hinsegin-fánar í skólum eru sýndir sem tákn um umburðarlyndi. Andstaða við fánann er túlkuð sem umburðarleysi. Það er rökvilla. Skólinn á að vera staður þar sem öll börn og foreldrar eru örugg – jafnvel þau sem deila ekki heimsmynd transhugmynda-hreyfingarinnar. Að segja að skólagarðurinn eigi að vera ,,hlutlaus völlur" er ekki tjáning haturs, það er löngun til að verja börn fyrir gildisbaráttu fullorðinna. Þegar hinsegin-fáninn blaktir á opinberum stofnunum sendir það skýr skilaboð um hvaða gildi eiga við og hver ekki. Það er ekki frelsi. Það er einsleitni.

Hatur verður að fordæma og umræður verða að líðast. Hatri í garð fólks verður að mæta með núllþoli. En það verður að vera hægt að greina á milli glæpsamlegrar hegðunar og lögmæts ágreinings. Þegar allir sem efast um ,,Pride“ eru nefndir hluti af ,,tapliðinu" eða ,,myrku öflunum" skautum við samtalið enn frekar. Það skapar tortryggni og þögn – ekki umburðarlyndi.

Kannski snúast sum viðbrögð ekki um hatur, heldur um þá staðreynd að meirihlutanum finnst að þeirra eigin gildum sé ýtt út úr opinbera rýminu. Þegar virðing gengur aðeins í aðra áttina, fáum við ekki örlátt samfélag, heldur þegjandi kröfu um samræmi.

Hver setur börnin í fyrsta sæti?

Í miðri umræðunni um fána og frelsi gleymum við einum hópi: börnunum. Þau hafa ekki kosningarétt. Þau skrifa ekki skoðanagreinar. En þau búa við afleiðingar af vali fullorðinna. Á tímum þegar réttindi fullorðinna eru sem hæst þarf einhver að gæta hagsmuna barnanna. Vegna þess að rétturinn til móður og föður er ekki mismunun. Það er í grundvallaratriðum mannlegt. Og rétturinn til bernsku án hugmyndafræðilegra áhrifa er ekki afturhaldssemi. Það er ábyrgt.

Þegar leikskólar og skólar kynna Hinsegin daga verða börn fyrir hugmyndafræðilegum áhrifum sem þau hafa hvorki beðið um né hafa forsendur til að skilja. Það er ekki mismunun að segja nei – það er ábyrgt.

Sú staðreynd að foreldrar ættu sjálfir að ákveða í hverju börn þeirra taka þátt í er ekki eftirlit með þröngsýnu fullorðnu fólki. Það er tjáning meðvitundar og getu til að hugsa gagnrýnt. Það er virkt lýðræðisríki þar sem foreldrar taka ábyrgð á því sem börn þeirra verða fyrir.

Trans-hugmyndafræðin er pólitík. Þess vegna verða þeir sem boða hana að þola pólitískan ágreining.

Heimild

Kí


Daníel Ágúst Gautason prestur vill viðhalda staðreyndavillum

Biskup Íslands var kærður, stjórnsýslukæra. Er nema von að kristið fólk rísi upp. Guðs blessun. Framferði Biskups á hvergi heima. Að  skipta út kristnum gildum fyrir trúarbrögð trans-hreyfinga er ekki bara óásættanlegt heldur óviðeigandi með öllu.

Presturinn Daníel Ágúst Gautason undrast að menn setji sig upp á móti því sem alltaf hefur verið til. Hann gerir það í grein á Vísi. Það er bara ekki rétt hjá honum, það hefur aldrei verið hægt að skipta um kyn, hvað þá að kynin séu fleiri en tvö. Hins vegar hafa menn látið eins og það sé hægt, að breyta um kyn og að kynin séu fleiri.

Læknisfræðileg inngrip breyta ekki kyni, þau uppfylla aðeins ósk einstaklings um að láta breyta líkama sínum. Sumir kalla það limlestingar aðrir ,,kynleiðréttingu.“

Kynlitningar ljúga ekki, og það eru þeir ásamt líffærunum sem gera þig að kyni, annað tveggja karli eða konu. Prestar, kynjafræðingar, grunn- háskóla, og leikskólakennarar, stjórnmálamenn og kyngervlar breyta ekki þeim raunveruleika.

Tímabært að leiðrétta ranghugmyndirnar

Daníel Ágúst, er ekki tímabært að leiðréttar ranghugmyndir þegar kemur að kyni? Ég undrast að vel menntað fólk skuli hafna staðreyndum og vísindum, eins og prestar virðast gera í miklu mæli í dag og tala um mörg kyn. Kyn sem eru ekki til.

Börn þurfa ekki að heyra um undan brögð tungumálsins. Tölum sannleikann, kyn einstaklings er hvorki kurteisi né tilfinning, það er efnisleg staðreynd. Hættið, hjá kirkjunni, að tala hugmyndafræðilegt hrognamál og skiptið því út fyrir skýrleika. Skýrleikinn er að kynin eru tvö.

Kynvitund er hins vegar allt önnur Ella. Hver maður getur upplifað hvað sem vill, hann getur lifað í sinni kynjaveröld, líka prestar. Sjálfsagt að virða það, en ekkert segir að allir verði að vera sammála skilgreiningu einstaklings á hver eða hvað hann er.

Væri ekki nær, að þið þjónar kirkjunnar aðstoði börn og ungmenni sem halda að þau sé fædd í röngum líkama, leiðbeinið þeim og aðstoðið í stað þess að fylla þau af staðreyndavillum, sem aldrei breytast. Langoftast glíma þessi börn við andlegan óstöðugleika.

Daníel Ágúst, takið bara á móti öllum sem koma til ykkar, burtséð frá skilgreiningu, án þess að breyta kirkjunni í áróðursstofnun.

Það vill svo til að við eigum öll kirkjuna og kristna trú. Það er ekki á valdi presta sem aðhyllast trúarbrögð trans-hugmyndafræðinnar að breyta henni.  Látið af þessum tilraunum ykkar til að breyta kirkjunni í kynjaveröld fáránleikans.

,,Betri er sannleikur byrstur og grár en bláeygð lygin með glóbjart hár“ (S.Th.).

páll 1

 


Dýr og börn velkomin á kynningardaga HA í september, aðrir haldi sér til hlés

Það er athyglisvert að Háskólinn á Akureyri býður börnum og dýrum að koma á kynningu skólans í haust.

Þegar maður notar þetta málfar er ljóst til hvaða hóps er talað til.

,,Öll velkomin á Opinn dag í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 10. september!“

Öll karlar, öll konur, öll einstaklingar, öll námsfúsir, öll nemar, öll stúdentar…nei þeir eiga ekki við það nema háskólafólkið á Akureyri sé svona illa að sér í íslensku.

Öll dýr, öll börn…eru hjartanlega velkomið. Við hin höldum okkur til hlés því háskólinn býður okkur ekki velkomin.

Ef háskólinn vill nota orðið öll um fullorðið fólk væri nær að segja ,,Verið öll velkomin.“

Neðar í auglýsingunni stendur og enn er ítrekað að höfðað er til dýra og barna. ,, Allar námsleiðir í grunnnámi verða kynntar á sérstökum básum og áhugasöm geta tekið þátt í gönguferð til að kynnast háskólasvæðinu.“

Áhugasöm stúdentar, áhugasöm maður, áhugasöm kona, áhugasöm nemar, áhugasöm fólk. Nei þetta gengur ekki.

Áhugasöm dýr og áhugasöm börn, já um þau er talað. Við hin erum ekki áhugasöm samkvæmt auglýsingu HA.

Þessi málnotkun er Háskólanum á Akureyri til háborinnar skammar.

Menn ættu að lesa þennan pistil, hann sést betur þegar smellt er á hann.

Öll vildu Lilju kveðið hafa


Hundrað ástralskir læknar vara við kynþroskablokkum

Læknar í Ástralíu hafa sent opið bréf þar sem kallað er eftir endurskoðun og aðgerðum gegn skaðlegum tilraunakenndum kynjameðferðum sem ungu fólki er veitt.

Sérhæfðir læknar skrifa m.a. undir og telja þetta hvetjandi skref til að vernda viðkvæm ungmenni. Langt er síðan að læknar tjáðu sig almennt um málaflokkinn, því þeir fáu læknar sem það gerðu voru jaðarsettir.

Ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða strax segja læknarnir. Þeir hvetja íbúa til að hafa samband við þingmenn sína til að gera þá meðvitaða um bréfið. Sama með lækna, gerið þeim viðvart svo þeir sjái aðvörunarorðin.

Brot úr bréfinu

Sem læknar skorum við á fagstofnanir okkar og eftirlitsstofnanir að viðurkenna og bregðast við nýlegri alþjóðlegri og staðbundinni þróun á sviði kynjameðferða ungmenna.

Þessi þróun bendir til þess, að það sem við þekkjum sem ,,gender affirmative treatment" líkanið (GAT), sem nú er notað á áströlskum opinberum kynjastofum, stofni heilsu og vellíðan berskjaldaðra barna og unglinga í hættu.

Breska Cass skýrslan, sem almennt er viðurkennd sem umfangsmesta endurskoðun á GAT hjá börnum, ásamt fjölda annarra yfirlita, ályktar að sönnunargögnin fyrir notkun kynþroskablokkum og krosshormónum fyrir ungt fólk, sem líður illa í eigin skinni, séu veikar og óvissa mikil í kringum notkunina.

Það er þekkt að þessi læknisfræðilegu inngrip fela í sér þekkta og hugsanlega hættu á skaða. Þar á meðal eru ófrjósemi, þvagfæra- og kynlífsvandamál, áhrif á bein-, heila-, hjarta- og æðaheilbrigði.

Vegna ofangreinds hafa lönd eins og Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Brasilía og Bretland mælt með því að notkun kynþroskablokka verði takmörkuð hjá ólögráða börnum. 

Staðan í Ástralíu

Staðlar í Ástralíu hundsa vísbendingarnar. Alríkis- og fjölskyldudómstóll Ástralíu studdist nýlega við niðurstöður Cass skýrslunnar og önnur klínísk sérfræðigögn. 

Í dómi sínum sagði Strum dómari:

  • Samþykkja Cass umsögnina.
  • Taldi hættuna á skaða af kynþroskablokkum vera ,,óásættanlega."
  • Hafnaði hugmyndinni um að kynvitund væri meðfædd og óbreytanleg.
  • Gagnrýndi stefnu kynjastofunnar um fyrirvaralausa staðfestingu.
  • Komst að því að háttsettur kynstaðfestandi læknir hafi brugðist skyldu sinni um óhlutdrægni sem sérfræðivitni.
  • Fannst kynjastofan skorta nálgun sína á mati, greiningu og meðferðarúrræðum.

Dómskerfið hefur sýnt fordæmi um yfirvegaða, gagnreynda og viðeigandi greiningu sem áströlskum heilbrigðisstofnunum hefur hingað til mistekist að tileinka sér. Dómskerfið skilur ástralska lækna eftir í lagalegri hættu.

Stofnanir verða að bregðast við segja læknarnir. Vitað er að fjöldi barna og ungmenni sem upplifa ónot í eigin skinni hefur þúsundfaldast án rökrænna skýringa. Leiðbeiningar fyrir þessi börn skorti nægilega vísindalega og siðferðilega réttlætingu. Þær hafa ekki skilað þeim heilsufarslega ávinningi sem lofað var og því hafa önnur lönd breytt stefnu sinni á viðeigandi hátt.

Hvatning til fagfólks í Ástralíu

Ástralskar heilbrigðisstofnanir þurfa að bregðast við þessum sannfærandi sönnunargögnum til að forðast sömu mistök.

Við skorum á æðstu lækna- og fagstofnanir og eftirlitsstofnanir Ástralíu að hætta notkun kynþroskablokka, krosshormóna og skurðaðgerða fyrir börn og unglinga vegna skorts á sönnunum um ávinning af meðferðunum, en á móti þekkta hættu á alvarlegum skaða.

Við óskum eftir ótvíræðum ráðleggingum til stéttarinnar um að klínískt starf sem á að samræmast Cass skýrslunni og leiðbeiningum Landssamtaka starfandi geðlækna í Ástralíu, sem mælir með sálfélagslegum stuðningi sem fyrstu íhlutun fyrir ungt fólk sem líður illa í eigin skinni.

Hér má lesa um dóminn

Heimild

470524363_10165150066229517_4171373201208959846_n


Vilja ekki að limir sveiflist í sturtu með stelpum

JK Rowling: Þessi setning ,,hvers vegna gefur þú örlitlu hlutfalli þjóðarinnar gaum?“ þetta er, og hefur alltaf verið, alveg fáránlegt.

Kynjafræðileg hugmyndafræði hefur grafið undan frelsi til að tjá sig, vísindalegum sannleik, réttindum samkynhneigðra og öryggi, friðhelgi og virðingu kvenna og stúlkna.

Hugmyndafræðin hefur einnig valdið óbætanlegu líkamlegu tjóni á viðkvæmum börnum. Enginn kaus þetta, mikill meirihluti fólks er ósammála þessu, en hefur verið þvingað, ofan frá, af pólitískum aðilum, heilbrigðiskerfi, akademíunni, meðvirkum miðlunum, fræga fólkinu og jafnvel lögreglunni.

Trans-aðgerðasinnar hafa hótað og beitt ofbeldi gegn þeim sem hafa látið sér detta í hug að andmæla þessu. Fólk hefur verið bannfært og mismunað fyrir að efast um hugmyndafræðina. Menn hafa misst vinnuna sína og líf þess eyðilagt, allt fyrir þann glæp að vita hvað kyn er, að það sé raunverulegt og skiptir máli.

Rykið sest

Þegar rykið sest er augljóst að þetta var aldrei um svokallaða viðkvæma minnihlutahópa að ræða, þrátt fyrir að sumir mjög viðkvæmir einstaklingar hafi særst. Valda-dýnamíkin sem liggur að baki í samfélaginu hefur styrkst, ekki afnumin. Háværustu raddirnar í gegnum þetta allt saman hefur verið fólkið sem er einangrað frá afleiðingum vegna bergmálshella sinna og/eða stöðu.

Það eru litlar líkur á að þeir muni dvelja í fangaklefa með 6'4" nauðgara sem hefur ákveðið að nafni hans sé nú Dolores. Þeir þurfa ekki að fjármagna krísumiðstöðvar vegna nauðgana.

Þeir sitja í sófum í spjallþáttum og tala um þessi ógeðfelldu hægri hópa sem vilja ekki að limir sveiflist í sturtu með stelpum, öruggir í vitund um að þeirra einkasundlaug sé áfram öruggur staður eins og hún hefur alltaf verið.

Þeir sem hafa grætt mest á kynjaskipta hugmyndafræðinni eru karlar, bæði þeir sem þykjast vera trans og þeir sem eru það ekki.

Sumir hafa verið verðlaunaðir fyrir krossklæðaburð með aðgang að öllum rýmum sem áður voru frátekin fyrir konur. Aðrir hafa breytt ljúfri stöðu sinni sem fórnarlamb í afsökun til að hóta, ráðast á og áreita konur.


Vinstri vængurinn

Vinstri krakkar hafa fundið stórkostlegan pall til að sýna eigin viðhorf til að hæðast að þörfum kvenna og stúlkna, allt á meðan þeir klappa sjálfum sér á bakið fyrir að láta af réttindi sem eru ekki þeirra.

Raunverulegu fórnarlömbin í þessu rugli eru konur og börn, sérstaklega þau sem eru viðkvæmust, samkynhneigðir sem hafa verið andstæðingar trans-hreyfingarinnar og borgað hátt verð fyrir.

Venjulegt fólk sem vinnur í umhverfi þar sem eitt rangt orð gæti leitt til atvinnumissi, eineltis og brottrekstur er staðreynd. Ekki segja að þetta snúist bara um smáhluti. Þessi hreyfing hefur haft áhrif á samfélagið á hörmulegan hátt og ef þú hefur smá skynsemi myndir þú ekki taka undir það rugl og þann áróður sem viðgengst á samfélagsmiðlum trans-hreyfingunni til handa.

Dagurinn mun renna upp, fyrr en varir, að þú látir sem þú hafir séð í gengum ruglið og ekki trúað því eina sekúndu.

Heimild

473087344_10170492949660297_6238060887088771285_n


Ekki af því þeir eru trans- af því þeir eru karlmenn

Paula Scanlan var ein af stúlkunum í sundliði háskólans í Pennsylvaníu (UPenn) sem kvartaði þegar karlmaðurinn William Thomas birtist allt í einu árið 2019. Hann kynnti sig sem sjálfskilgreinda ,,trans-konu“ og sagðist eiga að deila baðklefa, þjálfa og keppa á móti konum. Hann er stór að vexti, herðabreiður og vöðvastæltur karlmaður með kynfæri karlmanns.

Hann krafðist að vera kallaður hún af hinum, sem sagt með kvenkynsfornafni. Síðan hélt hann áfram og sagði að þær gætu kallað hann ,,Will“ þangað til hann hefði ákveðið kvenmannsnafn. Síðar valdi hann nafnið ,,Lia.“

Paula hélt í fyrstu að þetta væri grín, því þetta var of mikið af því góða. En svona var þetta. Lia Thomas nakinn í baðklefa stúlknanna um átján sinnum í viku. Vera hans kallaði fram ótta og mikil ónot hjá hinum. Stelpurnar urðu fyrir andlegu ofbeldi og þvingaðar til að láta sem hann væri ein af þeim. Samkvæmt Paula var þeim hótað af háskólaráðinu sem gaf skýr skilaboð, að ef þær sættust ekki á þetta myndu þær iðrast og aldrei fá vinnu ef þær töluðu um málið eða létu fjölmiðla vita af því. Þvingunaraðgerð ef svo má að orði komast.

Samt sem áður talaði Paula og talaði opinskátt um þetta, fyrst nafnlaust en síðar undir eigin nafni. Nú er hún þekkt sem sú sem varaði við slagsíðu trans-hugmyndafræðinnar. Hún hefur útskýrt mál sitt fyrir þinginu.

Hlustið á hana í þessu stutta myndbandi, og hafið hugfast segir Elin P. Gregusson að Íþróttasamband Noregs finnst réttlætanlegt að meðhöndla karlmenn eins og þeir séu konur á sama hátt, nema ekki í elítuflokkum. Því miður er þetta víðar svo.

UPenn hefur nú tekið U-beygju, sem betur fer. Bannað karlmenn frá kvennaíþróttum, ekki af því þeir skilgreina sig sem trans heldur af því þeir eru karlmenn. Við skulum hafa það á hreinu þó margir blaðamenn vilja láta í veðri vaka að bannið sé vegna upplifunar karlanna að þeir séu konur.

Skerðir réttindi trans-kvenna

Nei svona ákvörðun skerðir ekki réttindi þeirra sem skilgreina sig sem konu. Hér er verið að vernda konur og stúlkur, rétt þeirra til sanngjarnar keppni. Keppni á jafnréttisgrundvelli. Umræddir karlmenn geta keppt í karlaflokki þar sem þeir eiga heima svo það útilokar þá enginn frá íþróttaiðkun.

Ljóst er, að háskólar og íþróttafélög verða að búa til sérstakan trans-flokk og leyfa þeim sem skilgreina sig annað en þeir eru að keppa gegn hvorum öðrum. Það er sanngirni. Það er jafnrétti. Karlmenn eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir.

En umræðan er á fullu og það er óskandi að menn taki afstöðu með stúlkum þegar kemur að iðkun íþrótta á jafnréttisgrundvelli. Landslið kvenna í fótbolta er gott dæmi um þann mun sem er á stelpum og strákum.

Lesið hér áhugaverða grein.

 

PaulaPaula1


Trans Samtökin 78 töpuðu málinu- og kennarar styðja þau

Saksóknarinn, Silja Rán Arnarsdóttir, spilaði rassinn úr buxunum í fyrirtöku málsins gegn Páli Vilhjámssyni.

ki pistillHún gaf það skýrt til kynna að hún þolir ekki miðaldra hvíta menn sem hafa annars konar skoðanir en hún sjálf og trans Samtökin 78. Þeir hamast á lyklaborðinu í reiði sinni og eiga að hljóta makleg málagjöd fyrir.

En sem betur fer höfum við dómara hér á landi sem hafa smurt alla stimpla og þekkja lögin. Lögin um  tjáningarfrelsi og mikilvægi þess að mega tjá sig  um mjög umdeild mál í samfélaginu.

Trans Samtökin 78 hafa herjað á ákveðinn hóp manna í  samfélaginu sem fordæmir ósannindi sem fá að blómstra á opinberum vettvangi. Ósannindin eru borin á borð í leik- og grunnskólum landsins með samþykki  sveitarstjórnarmanna, skólastjóra og kennara,  sérfræðinga í skólakerfinu!

 

Kennarasamband Ísland hefur lagst lágt, mjög lágt og dregið kennara  niður í svaðið með stuðningi sínum við ósannindin. Þá skiptir engu hvern maður nefnir, Magnús Þór formann KÍ, Mjöll Matthíasdóttur formann Félags grunnskólakennara, Jónínu Hauksdóttur varaformann KÍ, Þorsteinn formann Skólastjórafélagsins, Guðjón fyrir framhaldsskólann og Haraldur fyrir leikskólakennara ásamt öllum hinum. Allir eru þeir aðilar að þeim samþykktum sem stjórnin sendir frá sér um stuðning við trans Samtökin 78.

Allt eru þetta forsvarsmenn í skólaumhverfinu sem sættist á að logið sé að börnum til að þóknast trans Samtökunum 78.

Hvaða lygar eru það, jú að börn geti skipt um kyn, að kynþroskablokkar séu ekki hættulegir, að börn taki eigið líf ef þau fá ekki að breyta sér samkvæmt eigin hugsunum, að hægt sé að vera kynlaus, að kynin séu mörg o.s.frv. Rétt eins og svanasöngur trans Samtaka 78.

Að þessu sögðu má minnast á orð Strum dómara þegar hann sagði; ,,Ég sætti mig ekki við að barnið, á þessum aldri og fyrir kynþroskaskeið í lífinu, geti skilið almennilega afleiðingar og hugsanlega áhættu kynþroskablokka," skrifaði hann. Eins og allir hugsandi fullorðnir lýsti Strum dómari yfir alvarlegum efasemdum um siðferði þess að leyfa barni að taka lífsbreytandi læknisfræðilegar ákvarðanir. ,,Barnið er enn barn og ekki einu sinni, ef það skiptir máli, unglingur," sagði hann.

Strum dómari sýndi skynsemi og mannúð. ,,Á þessu stigi í lífi barnsins ættu allir möguleikar að vera opnir, án nokkurrar ásættanlegrar hættu á skaða fyrir barnið," skrifaði hann í dómsorðunum.

Til hamingju Páll Vilhjálmsson að leggja trans Samtökin 78 að velli í þessari umferð. Hann sendi þeim skilboð; „Hinseginlögreglan ætti að hugsa sinn gang og láta vera að ofsækja borgarana fyrir að hafa aðra skoðun en rétttrúnaðurinn leyfir."

Guð einn má vita hvort þessir kjánar í samtökunum áfrýi málinu eða haldi áfram að lögsækja fólk á kostnað skattgreiðenda.

Skattgreiðendur fengu reikninginn fyrir málaferlum trans Samtakanna 78 til að ráðast að tjáningarfrelsinu, 1.4 milljón til verjanda Páls.

Síðan notar trans Samtökin 78 ríkisstyrkt fé til að borga eigin lögfræðing.


Flett ofan af presti og meðhjálpara

Það er hryllingur að hlusta á hvernig þjónn kirkjunnar fer með börn. Hann ásamt öðrum tekur sér vald sem þeir hafa ekki og eiga ekki að hafa.

Í þessum myndbandi segir frá hvernig farið er með börn sem finna fyrir ónotum í eigin skinni.  Allt gert í leyni, ekki má upplýsa foreldra. Stúlkur fá gefins brjóstbindi ef þær upplifa sig sem strák. Tilgangur, fletja út brjóstin.

Við skulum muna, það er ekki hægt að skipta um kyn, því þetta er upplifun hvers og eins.

Síðan spyr presturinn ,,hefur hann haft á klæðum.“ Endemis bull, karlkynið hefur ekki á klæðum, heldur ekki þeir sem upplifa sig sem konu. Þá vantar leg og viðeigandi líffæri til að hafa blæðingar.

Presturinn hjálpar börnum að ,,skipta um kyn“, eitthvað sem er ekki hægt, af því hann sjálfur segist hafa gert það. Börnum niður í 12 ára aldur. Mörg af þessum börnum finna án efa tilfinningar til eigin kyns, sem sagt samkynhneigð. Trans og samkynhneigð eiga ekkert sameiginlegt.

Framkoma og aðgerðir prestsins leiddi til sjálfsvígs stúlku segir í myndbandinu sem var aðskilin frá fjölskyldunni af hans völdum.

Undir athugasemdum má lesa þetta: ,, As a transgender woman, I am appalled and saddened by this story. Children are being manipulated and abused. I felt female as a child, but Im so grateful I was not raised in a society where children were allowed to transition. I needed to become an adult to make sure I fully understood what transitioning entailed. I am a Christian as well. Any mature Christian leader or pastor would never secretly allow a child to do anything behind his or her parents back. A pastor would want to include the parents and provide Godly council. This is so tragic.“

Sem betur fer eru til skynsamir karlmenn sem upplifa sig sem konur og taka málstað barnanna. Þökk sé þeim, en þeir mættu vera fleiri. Margir samkynhneigðir taka í sama streng, en Felix Bergsson, leikari m.m. gerir það ekki, heldur ekki málstað kvenmanna.

Samkynhneigt fólk hefur áhyggjur af þróun mála eins og heyra má hér, tímabært að draga sig út úr trans-hreyfingum áður en þeim verður drekkt þar inni eða máðir út.

Er ekki tímabært að fólk opni augun og sjái hvað gerist í raunveruleikanum. Þetta er miklu meira en bara hjartagæska og umburðarlyndi. Trans-iðnaðurinn mokar inn peningum og börn eru undir, sem hvert annað tilraunadýr.

 


Tungumálið er ekki hlutlaust tæki, seinni hluti

Afbökun á tungumálinu
Þessi vísvitandi afbökun tungumálsins er ekki ný þjáning, heldur hápunktur margra ára rotnunar. Hugmyndafræðilegir termítar hafa nagað undirstöður sannleikans í meira en áratug og verk þeirra eru nú afhjúpuð í ljósi niðurstöðu dómstólsins.

Fjölmiðlasamtök, sem vilja halda áfram að njóta hugmyndafræðilegrar hylli, hafa yfirgefið grundvallarreglur staðreyndafrétta. BBC, sem eitt sinn var vígi skýrleikans, vísaði í grein árið 2022 til karlkyns nauðgara – Isla Bryson – sem ,,transkonu" og benti á glæpi hans undir kvenkyns heiti. Líffræðilegt kyn einstaklingsins var grafið djúpt í afritinu, brenglaði skilning almennings og leyfði ofbeldi karla að dulbúast sem kvenkyns. Slíkar skammstafanir eru ekki villur. Þeir eru vopn. Þeir þurrka út kvenlegan veruleika og hylja ofbeldi karla.

Jafnvel núna, eftir að hæstiréttur hefur talað, eru fyrirsagnirnar viðvarandi. ,,Trans konur bannaðar í kvennafótbolta," hamra þær – eins og útilokun karla frá kvennarýmum væri óréttlæti.

Tungumálið er brögð og snýr raunveruleikanum á rönguna. The Guardian, The Independent og ótal aðrir halda áfram að tala um ,,þjónustu fyrir konur án aðgreiningar fyrir trans-fólk," frasi sem er jafn ósanngjarn og ,,friðsamlegt stríð." Þjónusta sem felur í sér karla er ekki þjónusta kvenna. Að segja annað er að ræna konur skjóli í skjóli góðvildar.

Stjórnmálamenn blekkja kjósendur
Stjórnmálamenn halda líka áfram að ganga hugmyndafræðilega línu, dauðhræddir við mistök. Páfagaukarnir Dawn Butler og Lloyd Russell-Moyle þylja upp ,,trans konur eru konur" af sannfæringu trúarlækna frammi fyrir tortryggnum mannfjölda. Það er ekki sannfæring sem þeir bjóða upp á, heldur töfrabrögð – í von um að endurtekning geti breytt skáldskap í staðreynd. Í Skotlandi, jafnvel eftir úrskurðinn, snúa embættismenn tungum sínum í kringum gervilöglegt orðalag í örvæntingarfullri tilraun til að varðveita misskilning skáldaðra kenninga.

En innan um rústirnar eru hugrekki. Kemi Badenoch hefur staðið fast á sínu og þorað að segja það sem margir óttast að hvísla – að líffræði skipti máli, að tungumálið verði að endurspegla sannleikann og að konur eigi skilið að vera viðurkenndar á eigin forsendum.

Rödd hennar hefur verið sjaldgæft mótvægi við kór hugleysisins og mikilvæg. Joanna Cherry hefur líka staðið frammi fyrir ofbeldi – sérstaklega þegar henni var vísað úr Stand Comedy Club í Edinborg árið 2023 vegna kynjagagnrýninna skoðana sinna – sem sýnir að hún neitar að láta undan hugmyndafræðilegu einelti. Hún hefur notað vettvang sinn til að færa rök fyrir mikilvægi kynbundinna réttinda í lögum og stefnu, veita lagalegan skýrleika og siðferðilega sannfæringu sem sárlega skortir hjá öðrum.

Emma Nicholson barónessa hefur á sama hátt staðið sterkt í lávarðadeildinni. Árið 2020 stóðst hún þrýsting um að segja sig úr Booker-verðlaunasjóðnum eftir að hafa lýst yfir áhyggjum af kynjahugmyndafræði og áhrifum hennar á réttindi kvenna. Með málflutningi sínum benti hún á hættuna af því að eyða kynbundnu orðalagi og nauðsyn þess að varðveita skýrar skilgreiningar í opinberri stefnu. Þessar konur eru nú leiðarljós, ekki aðeins vonar, heldur heilinda – áminning um að hugrekki á enn sinn stað í opinberu lífi.

Tungumálavanræksla
Afleiðingar tungumálavanrækslu eru mælanlegar og skelfilegar. Glæpatölfræði er spillt. Karlkyns afbrotamenn eru skráðir sem kvenkyns, sem eykur tíðni ofbeldis kvenna og grefur karlkyns skaðamynstur. Rannsóknir eru skekktar. Í læknisfræði eru kvenlíkamar rannsakaðir minna, karlkyns líkamar ranglega flokkaðir sem kvenkyns og niðurstöður verða hættulega óáreiðanlegar. Stefna verður samhengislaus. Raunveruleikinn er glataður.

Þessu verður að ljúka. Fjölmiðlar verða að snúa aftur til raunveruleikans og nákvæmni. Það þarf að endurskoða stílleiðbeiningar. Kyn manneskju er ekki kurteisi eða tilfinning – það er efnisleg staðreynd með efnislegar afleiðingar. Stjórnmálamenn verða að laga tungumál sitt að lögum. Opinberar stofnanir verða að hreinsa skjöl sín af hugmyndafræðilegu hrognamáli og skipta þeim út fyrir skýrleika. NHS verður að biðjast afsökunar og leiðrétta og skuldbinda sig aftur til líffræðilegs veruleika í öllu læknisfræðilegu samhengi.

Við erum ekki að biðja um hið óframkvæmilega – við erum að biðja um nákvæmni. Og við verðum, linnulaust að halda í þá kröfu. Orðið ,,kona" er ekki búningur, fullyrðing eða hugtak. Þetta er flokkur, með rætur í líffræði og sögu sem skrifuð er í baráttu. Að þynna það út er að yfirgefa öll réttindi sem á henni byggjast. Við verðum að endurheimta tungumál okkar áður en við missum fótfestuna sem það heldur.

Lögin eru loksins okkar megin. Nú hefst vinnan – ekki aðeins til að framfylgja henni, heldur til að endurheimta þann siðferðilega skýrleika sem stofnanir hafa svo skammarlega yfirgefið. Tungumál er ekki valkvætt. Það er vígvöllurinn. Orðið ,,kona" þarfnast engra forskeyta, engra skilyrða, engra breytinga. Það er það einfaldlega. Við verðum að vinna þessa baráttu með sannleika, stáli og óbilandi hugrekki til að segja það sem er raunverulegt.

Heimild


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband